Eru launahækkanir bannaðar?

Ég hef verið hugsi yfir þeirri ákvörðun stjórnar HP Granda að borga eigendum út arð, vegna þess hve fyrirtækið stendur vel, á sama tíma og þetta fyrirtæki treystir sér ekki að fara í umsamdar launahækkanir til starfsfólksins.   Stjórnin skýlir sér þarna á bak við það samkomulag sem atvinnurekendur og launafólk gerði um frestun launahækanna vegna bágrar stöðu fyrirtækja.

Svona framkoma er ekki bara siðferðislega röng, þetta er misnotkun á samningum um lágmarkslaun og grefur undan trausti og trúverðugleika milli starfsmanna og fyrirtækja.  Fyrirtæki er ekki neitt án starfsmanna og starfsmenn hafa ekki vinnu án fyrirtækja. Það ætti því að vera öllum augljóst að samstarf og samvinna milli starfsmanna yfirstjórnar fyrirtækis skiptir gríðarlegu máli.  Ánægður starfsmaður vinnur einfaldlega miklu betur og skilar því meiri og betri vinnu en sá óánægði.  Ánægður starfsmaður stendur stoltur með því fyrirtæki sem hann vinnur hjá á meðan sá óánægði lætur sér fátt um finnast eða jafnvel talar það niður.  Fyrirtæki sem notar samkomulag um frestun launahækkunar vegna bágrar stöðu, en skilar milljarðahagnaði, er að reka fleyg á milli atvinnurekanda og launamanna.  Ég þekki fólk sem kallar svona framkomu ósmekklega græðgi?

Það er eins og sumir telji sig alltaf stikkfrí og að þeir beri enga samfélagslega ábyrgð.  Þegar vel gengur á svona fólk allan heiðurinn og eins mikið af afrakstrinum og það mögulega getur graðkað í sig, en þegar harðar á dalnum finnst því sjálfsagt að samfélagið hjálpi til.   Ég er orðin langþreytt á svona fólk.


 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Og þetta samþykkti Gylfi Arnbjörnsson hjá ASÍ.

Spurning hvort hann hafi sjálfur lækkað sín laun ?  afhverju er ekki spurt að því ?

launþegi (IP-tala skráð) 13.3.2009 kl. 14:00

2 Smámynd: Guðrún Indriðadóttir

einn af eigendum HP Granda er hann Ólafur Ólafsson sem fékk stóra lánið hjá Kaupþingi og fékk hann Elton í afmælið sitt,

Guðrún Indriðadóttir, 13.3.2009 kl. 15:26

3 identicon

Ég er sammála....Hvaða fyrirtæki er svona veruleikafyrrt að borga út arð á þessum tímum Íslands....eru eigendur að taka út arð áður en fyrirtækið verður yfirtekið af íslensku þjóðinni.Er þetta fyrirtæki með svona mikla snillinga í bókhaldi..Íslenska viðskiftalærdómurinn.....Svei...Svei....Hverskonar helvítis siðferði er þetta eiginlega...Skora á stjórn þessa fyrirtækis að draga svona fjárglæfra til baka.Af hverju gátu þið ekki borgað samkvæmt kjarasamningum.............?????????????

Svar óskast frá þjóðinni???'''''''''''''''''

joisig (IP-tala skráð) 14.3.2009 kl. 03:00

4 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

don´t get me started there!!!

Ég er fokvond yfir þessu. Ætlaði að blogga um þetta en þar sem ég er að rembast við að vera í jákvæða gírnum finnst mér betra að sleppa því. Ljót orð yrðu nefnilega nauðsynleg. Ég á VARLA nægilega sterk lýsingarorð til að lýsa því hvað ég hata svona vinnubrögð.

Þar fór jákvæði gírinn..... kannski ég bara bloggi?

Ylfa Mist Helgadóttir, 14.3.2009 kl. 07:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband