Er skipun í bankaráð Seðlabanka brot á janfréttislögum?

Skipun í nýtt bankaráð Seðlabanka hlýtur að vera brot á jafnréttislögum.  Hve lengi eigum við konur að trúa því að við séum ekki eins hæfar og karlar?  Það þó er sjálfsagt að halda því til haga að hlutfallið snýst við þegar varamennirnir eru skoðaðir. við megum sem sagt vera með ef þeir veikjast eða deyja Trúir því annars einhver að á öllu Íslandi séu ekki til nema tvær konur hæfar til að sitja í þessu ráði?  

Satt að segja hafði ég vonast til þess að við hefðum lært eitthvað af því að láta tóma karlmenn stjórna landinu.  Við hefðum lært af hruninu í haust sem sýndi svart á hvítu fram á að einsleit stjórn fjármála og áhættuhegðun er bæði hættuleg og dýr.  Það verður ekki fram hjá því horft að karlmenn hafa stjórnað fjármálum okkar Íslendinga og í gegn um tíðina.  Okkur konunum hefur verið haldið frá fjármálastjórn og m.a. heyrðist sagt að við höfum ekki þá áræðni sem þyrfti.  Var það ekki einmitt þessi áræðni sem kom okkur á kaldan klaka?  Var ekki ein aðal ástæðan fyrir því hversu bankarnir voru illa reknir sú að þar safnaðist sama einsleitur hópur ungra karla sem allir höfðu lært á sama stað og allir hugsuðu eins.  Önnur nálgun þótti ekki vera rétt og því fór sem fór.

Mig langar einnig til að rukka Samfylkinguna og Vinstri Græn um framkvæmd jafnréttisstefnu þessara flokka. Það er ekki endalaust hægt að benda á Sjálfstæðisflokkinn  og segja að hann sé verri.  það bætir ekki böl að benda á annað verra.

Hr. Matthildur

15. gr. Þátttaka í nefndum, ráðum og stjórnum á vegum hins opinbera.

Við skipun í nefndir, ráð og stjórnir á vegum ríkis og sveitarfélaga
skal þess gætt að hlutfall kynjanna sé sem jafnast og ekki minna en
40% þegar um fleiri en þrjá fulltrúa er að ræða. Þetta gildir einnig
um stjórnir opinberra hlutafélaga og fyrirtækja sem ríki eða
sveitarfélag er aðaleigandi að.

Þegar tilnefnt er í nefndir, ráð og stjórnir á vegum ríkis og
sveitarfélaga skal tilnefna bæði karl og konu. Tilnefningaraðila er
heimilt að víkja frá skilyrði 1. málsl. þegar hlutlægar ástæður leiða
til þess að ekki er mögulegt að tilnefna bæði karl og konu. Skal
tilnefningaraðili þá skýra ástæður þess.

Skipunaraðila er heimilt að víkja frá ákvæði 1. mgr. ef
undanþáguheimild 2. mgr. á við.


mbl.is Nýtt bankaráð Seðlabankans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Alveg sammála þér.

Hilmar Gunnlaugsson, 16.3.2009 kl. 21:24

2 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Vil samt bæta við að Samfylkingin hefur tekið sig á í að laga stöðu kvenna og telur Hrannar B. Arnarsson að jafnt kynjahlutfall verði á Alþingi næst. Það er skref í rétta átt tel ég.

Hilmar Gunnlaugsson, 16.3.2009 kl. 21:26

3 Smámynd: Sigríður Jósefsdóttir

Ég geri þá kröfu að í bankaráði Seðlabankans, á Alþingi, og á öllum þeim póstum sem máli skipta, þar sitji hæfustu mögulegu einstaklingar. Kyn skiptir ekki máli.

Sigríður Jósefsdóttir, 16.3.2009 kl. 21:50

4 Smámynd: Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir

Sigga mín ef kyn skiptir ekki máli, finnst þér þá ekki undarleg tilviljun að konur skuli vera í minnihluta í nær öllum ráðum og nefndum?  Ég skil ekki af hverju fólk samþykkir þessa jákvæðu mismunun sem karlar hafa fengið hingað til. 

Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir, 16.3.2009 kl. 21:55

5 identicon

Hefði viljað sjá hagfræðinginn Sigurbjörgu Sigurgeirsdóttur þarna sem Samfylkingin vildi reyndar ekki á lista hjá sér æi Reykjavík. Líklega of gáfuð ? sjá ; sigurbjorg.is

kona (IP-tala skráð) 16.3.2009 kl. 22:03

6 identicon

Sigríður, það er einmitt það sem verið er að berjast fyrir að hæfasti EINSTAKLINGURINN fái að sitja í ráðum og nefndum þjóðarinnar. Trúir þú því kannski að það sé eðlilegt að "hæfustu" einstaklingarnir séu karlmenn? Ert þú þá ekki hluti af mýtunni sem að viðheldur þessari karllægu stefnu? Að sjá karlmenn verja þessar einshliða aðgerðir er sorglegt en að sjá konur gera það gera mig reiða.

lind (IP-tala skráð) 17.3.2009 kl. 07:45

7 identicon

Gæti ekki verið önnur skýring á þessum kynjamun. Fólkið á þessum lista er allt frekar reynslumikið (gamalt) og já kynjaskiptingin er ójöfn kannski af því að þessi kynslóð hefur hærra hlutfall af körlum sem eru menntaðir og hafa víðtæka starfsreynslu á sviði hagfræði og fjármála. Það er ekki fyrr en á síðari árum sem konur fara að hasla sér völl í þessum geira og þegar þar að kemur (þ.e. þegar unga fólkið í dag kemst á fimmtugsaldur) munu þær líklega vera ráðnar í auknum mæli í ábyrgðarmiklar stöður.

Grettir (IP-tala skráð) 17.3.2009 kl. 09:16

8 Smámynd: Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir

Grettir, það gæti vel verið hluti af skýringunni, þó það sé ekki minna lögbrot, en ég hef heyrt þessa afsökun frá því ég var unglingur eða í u.þ.b. 30 ár, það hlýtur að hafa fjarað mikið undan henni síðan. 

Samkvæmt lögum á að skýra gefa skýrar ástæður ef hlutfallið er minna en 40% ég hef hvergi séð þessar ástæður. Það má í framhaldi af því velta fyrir sér hve margir einstaklingar á Íslandi gætu talist hæfir í bankaráð Seðlabanka og hvernig kynjahlutfalið er þar.  Töluleg gögn liggja ekki fyrir, í það minnsta ekki fyrir sjónum almennings.  Ég krefst einfaldlega skýringa. 

Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir, 17.3.2009 kl. 10:02

9 identicon

Sammála, kynjajafna ALLT, líka fjölda kjósenda af hvoru kyni sem kýs hvern flokk. Þá er endanlegum jöfnuði náð, ekki satt ?

Örn Johnson ´43 (IP-tala skráð) 17.3.2009 kl. 10:26

10 Smámynd: G. Valdimar Valdemarsson

Las engin fréttina sem er verið að blogga hér um?  Í fréttinni stendur strax í upphafi "Nýtt bankaráð Seðlabankans var kjörið á Alþingi í dag. Tveir listar voru lagðir fram á þingi, listi stjórnar og stjórnarandstöðu með tilskyldum fjölda fulltrúa. Því var sjálfkjörið í ráðið."

Það er ekki skipað í bankaráð Seðlabanks heldur kjörið.. á því er grundvallarmunur.

G. Valdimar Valdemarsson, 17.3.2009 kl. 11:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband