Ætti Lýðheilsustöð kannski að hvetja konur til að vera fullar heima?

Það er með ólíkindum hvað auglýsing Lýðheilsustöðvar, hvar þeir hvetja stúlkur til að drekka ekki, er ósmekkleg.  Samkvæmt henni eru konur hvattar til þess að drekka ekki því þá sé minni hætta á því að þær verði fyrir ofbeldi eða nauðgun. Ég hélt að þau sjónarmið að fullar konur gætu sjálfum sér um kennt ef þeim er nauðgað væru það gamaldags og úrelt að þau sæjust ekki lengur.  drekkur

Skoðum þessi undarlegu skilaboð aðeins nánar.  Er ekki verið með óbeinum hætti að gefa í skyn að þær konur sem hefur verið nauðgað þegar þær voru undir áhrifum áfengis, beri sjálfar ábyrgð á nauðguninni?  Þær hefðu líklega sloppið ef þær hefðu ekki drukkið.  Eru þetta ekki óbein skilaboð til þeirra sem nauðga að það sé á einhvern hátt ásættanlegra að nauðga drukkinni konu en þeirri sem er ódrukkin?   Það er tími til komin að fólk fari að setja ábyrgðina á nauðgarann sjálfan.  Það er nauðgarinn sem ákveður að nauðga og velur sér fórnarlamb.  Sá eða sú sem er nauðgað getur aldrei borið ábyrgð á því. 

Ég er orðin hundleið á þeim skilaboðum að við konur eigum að temja okkur ákveðna hegðun til að sleppa við ofbeldi og nauðganir.  Ættum við ekki alveg eins að koma í veg fyrir nauðganir með því að sjá til þess konur séu ekki undir neinum kringumstæðum nálægt karlmönnum.  Eigum við kannski að hvetja konur til að drekka bara heima?  Það er að segja ef þær búa ekki með karlmönnum, sem samkvæmt þessu sjónarmiði geta bara ekki ráðið við sig.  Ég vil hvetja starfsmenn Lýðheilsustofnunar að hætta að birta þessa auglýsingu og biðja bæði karla og konur afsökunar á óvönduðum vinnubrögðum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Guðnason

Núna er ég sammála þér Matthildur Ágústa,það kom að því að við yrðum sammála(HA HA HA) Að sjálfssögðu á að refsa þeim sem nauga,að sjálfsögðu er dauðadrukkin kvennmaður blásaklaus,ekki er hún í standi til að neita,þó ég botni ekkert í því að menn vilji nauga konum sem vita ekkert hvað er í gangi,(þetta hljóta að vera mjög geðveikir karlmenn sem láta svona,maður skammast sín að vera af sama kyni)nei konur eiga að getað drukkið þegar þeim sýnist og eiga ekki að þurfa að óttast naugunn,það er hneisa hjá Lýðheilsustofnunn að auglýsa svona,ég er sammála við eigum kröfur á afsökunarbeiðni og auglýsingin fara burt STRAX. 

Jóhannes Guðnason, 15.4.2009 kl. 19:25

2 identicon

Já hvaða bull er þetta ? minnir mig á sögu af lögreglumanninum sem spurði fórnarlamb hvort hún hafi verið í minipilsi þegar henni var nauðgað. Þá væri sökin hennar að hluta, hún hefði beðið um það. Einhverra hluta vegna eru of fáar nauðganir kærðar. Og það er útaf svona bulli !

kona (IP-tala skráð) 15.4.2009 kl. 19:38

3 Smámynd: Hjördís Þráinsdóttir

Vá! Ég hef ekki séð þessa auglýsingu - en sjitt hvað hún er ÓGEÐSLEG! Vanhugsuð og óvönduð vinnubrögð hjá Lýðheilsustöð þarna!

Hjördís Þráinsdóttir, 15.4.2009 kl. 20:06

4 Smámynd: Einhver Ágúst

Ég var einmitt að skoða þessa auglýsingu áabnn og rak nú reyndar ekki augu´n í þennann punkt strax, það sem ég sá strax var hversu rosalega léleghún er og hallærisleg......svona týpískt forvarnarrugl sem ekkert virkar...mörgum finnst bara gaman að vera fullur og bera það vel...reyndar ekki ég en hvað með það?

Og að skella ábyrgð kynferðisglæpa á fórnarlömbi (sem oftast eru konur, en ekki alltaf) er bara fáránlegt og ljótt.

Einhver Ágúst, 15.4.2009 kl. 20:23

5 identicon

Ég er eiginlega orðlaus  og það gerist ekki oft. Sammála að krefjast þess að fram komi afsökunarbeiðni í hvelli og auglýsing hverfi STRAX !

Ingibjörg Snorra (IP-tala skráð) 15.4.2009 kl. 21:32

6 identicon

Orsök og/eða afleiðing. Mér er eiginlega alveg slétt sama. Nauðgun er glæpur. Reyndar býsna alvarlegur glæpur, sem dómstólar virðast eiga erfitt með að höndla. Því miður. En nauðgun hefur yfirleitt alltaf skaðleg og jafnvel varanleg  áhrif á þolandann. Því miður. Sem sé oftar en ekki  skaðleg til lífstíðar.

Það er nú svo. 

 Meðan hluti mannskepnunar er alltaf söm við sig ( les = sumir karlmenn, þó ekki allir ) er margt sem réttlætir það, að komið sé í veg fyrir jafn alvarlegan glæp sem nauðgun raunverulega er. Með hliðsjón af því sem hér ritað þá mælist ég til þess að sú  sem hóf þessa umræðu stígi fram og útskýri hvað vaki fyrir henni með þeim fullyrðingum. sem hún hefur fram.

dagdraumurinn (IP-tala skráð) 16.4.2009 kl. 01:01

7 identicon

Nei, það er ekki verið að gefa í skyn að þær konur sem hefur verið nauðgað undir áhrifum áfengis beri sjálfar ábyrgð á nauðguninni. Þú, kæri femínasisti, ræður að sjálfsögðu hvað þú lest úr auglýsingunni en þetta er með því heimskara sem ég hef heyrt.

Það að drekka ekki áfengi er gott ráð og ef að það dregur úr líkum að konum verði nauðgað þá er það enn betra. Hvað vilja konur eiginlega? Að þær geti labbað um allsberar? Nei, heimurinn virkar ekki þannig. Þær eiga líka sjálfar að geta passað sig og að koma sér ekki í aðstöðu þar sem er auðvelt að nýta sér þær.

Síðan er merkilegt hvernig 'Rokksokkur' úthrópar auglýsinguna sem 'ÓGEÐSLEGA' og 'vanhugsaða' án þess að hafa séð hana. Það er þó enn merkilegra hvernig henni (geri ég ráð fyrir?) tókst að lesa þessa blessuðu bloggfærslu án þess að reka nefið í hana þar sem að hún er í henni miðri.

Tademichi Kuribayashi (IP-tala skráð) 16.4.2009 kl. 01:08

8 identicon

Alveg sammála, svona á ekki rétt á sér.  Hvergi er í auglýsingunni hvatt til þess að karlmenn drekki ekki af þeim sökum að þá séu þeir líklegri til að beita ofbeldi og nauðga konum undir áhrifum áfengis.   

Hins vegar þarf að vera blindur til að sjá ekki þennan vinkil út úr auglýsingunni.  Sorrí, en feministar eru gleggri og klárari en annað fólk, svoleiðis er það bara.  Við sjáum skilaboðin sem skráð eru með þeim hætti að ekki eru nægilega skýr þeim sem "sjá illa", en smjúga þó í undirmeðvitund þeirra og skapa fordómafull viðhorf. 

Kveðja,

Svanhildur Steinars

Svanhildur Steinars (IP-tala skráð) 16.4.2009 kl. 10:57

9 identicon

Það er hvergi tekið fram að þessi skilaboð séu einungis til kvenna og það er heldur ekki gefið í skyn.

Merkilegt hvað feministar geta snúið útúr öllu.

Egill Þorláksson (IP-tala skráð) 16.4.2009 kl. 11:06

10 identicon

Hér er of mikið drama út af engu. Nauðgarar hætta ekki að nauðga á morgun þó að þeir verði beðnir um það fallega. Konur eiga að vera meðvitaðar um hættuna og hafa vara á sér, það er ekki "ógeðslegt" eða "ósmekklegt" að minna á það. Það er þvert á móti afar ábyrgt og rétt. Það má líkja þessu við tilmæli um að vera ekki á ferli í ákveðnu hverfi að næturlagi eða ferðast ekki til lands þar sem er borgarastyrjöld, auðvitað ber ofbeldismaðurinn alltaf "ábyrgð" á ofbeldinu en það er líka bara heimskulegt að setja sig í aðstæður sem maður veit að eru hættulegar að óþörfu. Ofbeldismanninum er jú skítsama um ábyrgðina sem hann ber, þess vegna beitir hann ofbeldi sjáðu til.

BS (IP-tala skráð) 16.4.2009 kl. 11:12

11 identicon

það er enginn trygging fyrir því að verða ekki fyrir nauðgunn þó að konur séu edrú og bara heima hjá sér á meðann til eru óþverrar sem veigra ekki fyrir sér að nauðga bæði eiginkonum og sínum eigin börnum á sínu eigin heimili.

Elíngunnur Birgisdóttir (IP-tala skráð) 16.4.2009 kl. 11:13

12 identicon

og hvað er málið með þessa hallærislegu brosandi konu á auglýsingunni?

Ingibjörg Þórðar (IP-tala skráð) 16.4.2009 kl. 12:02

13 Smámynd: Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir

Ástæðan fyrir því að ég tel að setningunni "áttu síður hættu á að verða fyrir ofbeldi, s.s. barsmíðum eða nauðgunum" sé beint til kvenna er sú staðreynd að samkvæmt rannsóknum eru konur í meiri hluta fórnalamba nauðgara og eins að á auglýsingunni er stór mynd af konu.  Það er aftur aukaatriði í þessu máli. 

Aðal málið er að með þeim málflutningi, að við eigum sífellt að passa okkur á ofbeldismönnum, er í raun verið að gefa eftir.  Mitt sjónarmið er það að það eigi að hrekja nauðgarana af götunum frekar en að reka hugsanleg fórnarlömb þeirra heim.  Hvar á að stoppa?  Ættum við kannski að dusta rykið af þeim hugmyndum að við konur ættum að hylja meira hold þegar við erum úti að skemmta okkur, annars gætum við orðið fórnarlömb nauðgara. Þær undalegu hugmyndir að karlmenn séu einhverskonar dýr sem ekki geti ráðið við sig sjái þeir fulla eða bera konu eru móðgandi og alrangar en þessi gamaldags sjónarmið, sem fram koma í téðri auglýsingu, byggja einmitt á slíkum hugmyndum.  Hvort sem það er meðvitað eða ekki.

Einhver spurði sárhneykslaður hér fyrir ofan hvort ég vildi að við konur gætum gengið um alsberar.  Ég er ekkert sérstaklega spennt fyrir því að spranga um á elfuklæðunum, en ég mun aldrei samþykkja að það gæti verið einhverjum nauðgara afsökun að  úr því konan var ber hafi hún viljað láta nauðga sér.

Ábyrgðin verður alltaf að vera hjá þeim sem fremur glæpinn, áróðurinn á því að beinast að þeim sem hugsanlega gætu nauðgað.  Eins og Svanhildur benti á er fólki ekki hvatt til að láta drykkjuna vera því það geti aukið líkurnar á því að það beiti ofbeldi eða nauðgi.  

Ég vona að þessi umræða skili sér inn á borð til þeirra sem ákváðu að fara í þessa herferð hjá Lýðheilsustofnun og að þeir læri af þessum mistökum.  Reyndar hef ég upplýsingar um að þeim hafi verið bent á að þetta væru röng skilaboð áður en auglýsingin var birt, en hefðu samt ákveðið að hafa auglýsinguna óbreytta.

Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir, 16.4.2009 kl. 13:37

14 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Má ekki benda á það einfalda atriði að menn eigi að gæta sín á bakkusi. Þar á ekki að gefa eftir. 

Sigurður Þór Guðjónsson, 16.4.2009 kl. 14:18

15 identicon

Hvað vilja konur eiginlega? Að þær geti labbað um allsberar? Nei, heimurinn virkar ekki þannig. Þær eiga líka sjálfar að geta passað sig og að koma sér ekki í aðstöðu þar sem er auðvelt að nýta sér þær..(Tademichi)

halló halló...  ??

tek undir með bloggeiganda, ef ég er nakin á t.d.nektarnýlendu er ég þá að biðja um að mér verði nauðgað ? Heimurinn myndi bara akkúrat virka þannig ef hann væri betri en hann er. 

kona (IP-tala skráð) 16.4.2009 kl. 15:05

16 Smámynd: Hjördís Þráinsdóttir

Tademichi Kuribayashi - ég gleymdi einu litlu orði; „fyrr“. Ég hef ekki séð þessa auglýsingu fyrr.

Annars gaman að því, Tademichi Kuribayashi, hvernig þú sýnir fyrirlitningu þína á mér, án þess að hafa nokkurn tímann hitt mig, á meðan sú fyrirlitning er akkúrat sprottin af því að mér þótti auglýsingin ógeðsleg án þess að hafa séð hana. Svolítið kaldhæðnislegt, ekki satt?

Endilega reyndu svo ekki að mótmæla því að þú fyrirlítir mig, þetta sé bara paranoja í mér - þetta er vel augljóst kæri vinur (geri ég ráð fyrir).

Hjördís Þráinsdóttir, 16.4.2009 kl. 15:34

17 identicon

Ég var ekki að hlæja að því að þú dæmir einhvern hlut án þess að hafa séð hann, heldur var ég að hlæja að örðugleika þínum með að sjá hlut sem er beint fyrir framan nefið á þér. Og nei, ég skal ekki mótmæla fyrirlitningu minni á þér. Það er augljóst að allir karlmenn hata konur. Ekki satt, stelpur?! We can do it! O.s.frv.

Skemmtilegt hvernig þið getið horft á einhvern hlut og ákveðið að það sé hatursáróður gegn konum.

Nú verð ég hins vegar að fremja seppuku þar sem ég sór þess dýran eið að taka aldrei þátt í Moggabloggi og að gefa hyskinu sem þar er byr undir báða vængi. Sayonara.

Tademichi Kuribayashi (IP-tala skráð) 17.4.2009 kl. 02:29

18 identicon

Ég er ósammála þeirri túlkun að, það að benda á þá STAÐREYND að alsgáð fólk er síður líklegt til að verða fyrir ofbeldi en fólk sem er drukkið, gefi þar með leyfi til að beita ofbeldi gegn drukknu fólki. Ofbeldi er alltaf undir öllum kringumstæðum glæpur og ofbeldismaðurinn ber þar alla ábyrgð og á að fá refsingu fyrir glæpinn, án tillits til ástands fórnarlambsins. 

Það er samt ekki glæpur,  varla einusinni ósmekklegt, að benda á að hægt sé að draga úr áhættu með því að sleppa því að drekka áfengi. Það er staðreynd, hvort sem okkur líkar betur eða verr að alsgáð fólk er síður líklegt til að lenda í allskonar óhöppum en drukkið fólk.  

Dagný (IP-tala skráð) 18.4.2009 kl. 10:45

19 identicon

Já Matta og ef við drekkum bara heima þá eru konur kallaðar gardínurónar. Flókið mál

Guðrún Vestfirðingur (IP-tala skráð) 20.4.2009 kl. 08:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband