Nokkrir punktar til að koma í veg fyrir kynferðislegt ofbeldi -Klikkar ekki!

1.  Ekki setja lyf í drykki fólks til að ná stjórn á hegðun þess.

2.  Þegar þú sérð einhverja sem eru einir á ferð, láttu þá vera!

3.  Ef þú ætlar að koma einhverjum til hjálpar sem er í vandræðum með bílinn sinn, mundu; ekki ráðast á þá! 

4.ALDREI opna ólæsta hurð eða glugga óboðinn.

5.  Ef þú ert í lyftu og einhver annar kemur inn, EKKI RÁÐAST Á VIÐKOMANDI!

6.  Mundu að fólk fer í þvottahúsið til að þvo þvott, ekki reyna að nauðga einhverjum sem er einn í þvottahúsinu.

7.  NOTAÐU VINAKERFIÐ!  Ef þú getur ekki neitaði þér um að ráðast á fólk, biddu vin um að vera hjá þér þegar þú ert meðal fólks.

8.  Vertu alltaf heiðarlegur við fólk! Ekki þykjast vera umhyggjusamur vinur til að byggja upp traust við einhvern sem þig langar til að nauðga. Íhugaðu að segja viðkomandi frá því að þú sért að undirbúa að nauðga þeim. Ef þú deilir ekki ætlunum þínum, gæti hin manneskjan tekið því þannig að þú ætlir ekki á nauðga henni. 

9.  Mundu: þú getur ekki átt kynlíf með manneskju nema hún sé vakandi!

10.  Hafðu flautu á þér! Ef þú hefur áhyggjur af því að þú gætir ráðist á einhverja "af slysni" getur   þú rétt viðkomandi flautuna, þá getur hún blásið í hana ef þú gerir það.  

Og, MUNDU ALLTAF: ef þú baðst manneskjuna ekki um leyfi og virtir síðan ekki fyrsta svarið þá ert þú að fremja glæp - skiptir engu máli hvort hún virtist hafa áhuga í fyrstu. 

Ég rakst á þessi ráð á þessari síðu hér og Halldóra Halldórsdóttir var snögg að þýða. 
 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl elsku Herra Matthildur, góð - var það hún Dóra okkar sem þýddi?  Dettur í hug að setja þetta inn á heimasíðuna okkar.

 Takk fyrir þetta.

Guðrún

Guðrún Jónsdóttir (IP-tala skráð) 16.9.2009 kl. 15:43

2 Smámynd: Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir

Já Rúna þetta var hún Dóra ykkar/okkar, endilega skelltu þessu inn á síðuna.

Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir, 16.9.2009 kl. 16:08

3 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Og ég sem hélt að lausnin fælist í því að konur gengju ekki í stuttum pilsum...

Hildur Helga Sigurðardóttir, 16.9.2009 kl. 16:29

4 identicon

Þrælsniðugt og meinfyndið

Aðeins eitt atriðið sem þarf að laga til þess að þetta verði fullkomið:

ekki: 

1.  Ekki setja lyf í drykki fólks til að ná stjórn á hegðun þeirra.

heldur þetta:

1.  Ekki setja lyf í drykki fólks til að ná stjórn á hegðun þess.

Fólk er eintöluorð.  

Angantýr Ófeigsson (IP-tala skráð) 16.9.2009 kl. 16:41

5 identicon

Af hverju var ekki búið að gera þetta fyrir löngu!!!!!!!!!

Þarf ég leyfi til að setja þetta á Facebookið mitt

mbk. Hrafnhildur 

Hrafnhildur Guðjónsdóttir (IP-tala skráð) 16.9.2009 kl. 17:38

6 identicon

töff, töff....

TÖFF

Lísbet Harðardóttir (IP-tala skráð) 16.9.2009 kl. 19:25

7 identicon

á þetta að vera fyndið?

TInna Hallsdóttir (IP-tala skráð) 16.9.2009 kl. 19:56

8 Smámynd: Jens Guð

  Takk fyrir þessi heilræði.  Ég ætla að skrifa þau hjá mér til að klúðra engu.

Jens Guð, 16.9.2009 kl. 21:13

9 identicon

Snilld...stalst til að setja þetta á facebook síðuna mína...

Halldóra Karlsdóttir (IP-tala skráð) 16.9.2009 kl. 22:40

10 Smámynd: Jens Guð

  Ég vil bæta við:  www.aflidak.is sem er reyndar full "dökk" síða til að vera auðlesin.  Aflið er systursamtök Stígamóta á Norðurlandi og Sæunn mín elskulega systir er þar í forsvari. 

Jens Guð, 16.9.2009 kl. 22:48

11 Smámynd: Katrín Linda Óskarsdóttir

Ætti reyndar EKKI að grínast með þetta!!!!!!!!!!!!!!!!

Katrín Linda Óskarsdóttir, 16.9.2009 kl. 22:55

12 Smámynd: Sigurður Þórðarson

 Já það er víst brýnt  fyrir okkur Matthildur að muna eftir þessu, líka í miðri viku. Ég ætla að taka þig mér til fyrirmyndar og hafa svona bráðnauðsynlegan tossamiða í vasabókinni eða veskinu. 

Sigurður Þórðarson, 17.9.2009 kl. 12:11

13 Smámynd: Elías Halldór Ágústsson

Þarf ekki að prenta þetta út og plasta þetta?

Elías Halldór Ágústsson, 17.9.2009 kl. 12:36

14 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Gott, gott.

Ylfa Mist Helgadóttir, 5.10.2009 kl. 15:55

15 Smámynd: Þráinn Jökull Elísson

Þráinn Jökull Elísson, 17.10.2009 kl. 02:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband