Setti þriðja kynslóðin þjóðina á hausinn?

Ég hef verið að velta því fyrir mér hvenær spillingin sem varð okkur að falli hófst og hef látið mér detta í hug að það sé þriðja kynslóðin sem varð of gráðug.  Afar okkar -en sjaldnast ömmur- bjuggu til óskrifaðar skiptareglur milli valdhafa eða flokka þar sem verkum var skipt á milli réttra aðila sem náðu sér í bitlinga hér og þar. Þess var gætt leynt og ljóst að taka ekki of mikið.  Feður okkar -og stundum mæður- tóku við spillingararfinum, gengu lengra, tóku meira og oftar. Þau töldu sér trú um að þetta væri eðlilegt, en gættu ekki nógu vel að því að taka ekki of mikið. Við, þriðja kynslóðin erum alin upp í spillingunni og héldum að óskrifuðu reglurnar væru væru lögmál. Ábyrgð og heiðarleiki voru gamaldags fyrirbæri og siðleysi og græðgi tóku völdin.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Matthildur Ágústa. Ég tel að háskóla-fræðibóka-höfundar og lyfjamafía heimsins eigi stærsta sök, vegna sinnar siðferðis-lausu eiginhagsmuna-græðgi. Skilningur fyrir góðu samfélagi gleymdist líklega of oft í sérfræði-bóka-höfundum heimsins? ;M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 3.5.2010 kl. 17:16

2 Smámynd: Theódór Norðkvist

Fyrsta kynslóðin byggir upp sitt stórveldi af eigin rammleik, er nægjusöm og gerir mikið úr litlu. Næsta kynslóð heldur í horfinu, bætir kannski einhverju við en nýtur ávaxtanna af erfiði foreldranna og byrjar að aðhyllast óhóf.

Hnignunin er hafin og kynslóð númer tvö spillir sínum börnum með dekri. Þriðja kynslóðin vex úr grasi sem einstaklingar er hafa fengið allt, mátt allt, telja sig þar af leiðandi eiga heiminn og hvorki þurfa að spyrja kóng né prest um neitt. Niðurstaðan er óhjákvæmileg: Hrun.

Athygliverð nálgun hjá þér, Matta. Bið að heilsa vestur.

Theódór Norðkvist, 4.5.2010 kl. 10:15

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já manstu þriðjukynslóðina í litlu sjávarþorpi, þar sem afinn lagði grunninn, synirnir bjuggu til peninga og sonarsynirnir nöguðu blýanta

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.5.2010 kl. 16:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband