Svona lækka menn bensínverðið, eða hvað?

Halda einhverjir að það að kasta grjóti í vinnandi fólk muni lækka bensínverð?

Halda einhverjir að tal um valdníðslu geti verið afsökun fyrir svona hegðun?

Héldu einhverjir að það yrði látið viðgangast að loka vegum í mótmælaskyni?

 

 

 


mbl.is Grjótkastari segir lögreglu hafa sýnt valdníðslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ef þú sprautar táragasi á fólk sem er að mótmæla einhverju af kappi þá ertu að biðja um erfiðleika. Hérna http://youtube.com/watch?v=_f0GVK6wzfQ  sjáðu aðgerðir lögreglu þegar fólkið stendur inn á olis planinu. Þetta er svolítið langt gengið.

gem (IP-tala skráð) 23.4.2008 kl. 16:39

2 Smámynd: Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir

Trúir þú því "gem" að þessi "kappsömu" mótmæli skili árangri?

Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir, 23.4.2008 kl. 16:58

3 Smámynd: Gló Magnaða

Ég held ekki með löggunni, ég held með bófunum.

Gló Magnaða, 23.4.2008 kl. 17:17

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tek undir með Gló, ég er með bófunum. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.4.2008 kl. 17:23

5 Smámynd: Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir

He he Gló ég held með bensínverðinu.............

Grínlaust þá held ég að svona grjótkast og ofbeldi skemmi málstaðinn fyrir atvinnubílstjórum.  Og ekkert hnu með það. 

Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir, 23.4.2008 kl. 17:24

6 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Ömurlegt að horfa upp á vanhæfi lögreglunnar í að höndla mótmælin...hefur ekkert með að gera hvort maður styðji kröfur bístjóranna eða ekki. Þetta var hreinlega skuggalegt á að horfa og guði sé lof að það er til fólk á þessu skeri sem neitar að láta ganga yfir sig endalaust. og þorir að taka baráttuna. Almenningur finnur samhug með bílstjórunum því fólk er í raun að reyna að stnda upp um leið fyrir sjálfu sér og gegn algerlega sofandi stjórnvöldum sem sýna skýrar með hverjum deginum sem líður hversu mikið þau líta niður á vinnandi stéttir þessa lands. Nenna ekki einu sinni að svara fólki. Oj bara.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 23.4.2008 kl. 17:57

7 Smámynd: Þórhildur Helga Þorleifsdóttir

Veit svei mér ekki hverju ég á að trúa.  Friðsöm mótmæli skila engu, undirskriftarlistar engu, lögleg verkföll engu og góðar og gagnlegar samningaviðræður engu.  Ekki hafa kosningar og breytingar á ríkisstjórn skilað miklu heldur.  Kannske er bara best að flytja úr landi og gerast nýbúi e-hversstaðar !!!

Þórhildur Helga Þorleifsdóttir, 23.4.2008 kl. 20:05

8 Smámynd: Sigurður Jón Hreinsson

Það er dálítið sorglegt að sjá það og heyra á fólki, að það haldi að vörubílsstjórar séu að þessum aðgerðum af gamni sínu.  Staðreyndin er sú að þeir eru að berjast fyrir lífi sínu í atvinnulegum skilningi.  Afkoma þeirra hefur hríðversnað undanfarin misseri bæði vegna vinnutímatilskipunar og stighækkandi eldsneitisverðs.

Vinnutímatilskipunin veldur því að þeir, einir allra launamanna meiga ekki vinna ákveðna yfirvinnu, nema þá aukavinnu í öðrum atvinnugeira.  Er það einhvað betra?  Og dálítið sérkennilegt að sjá það að læknar á bráðadeildum sjúkrahúsanna fyrir sunnan eru á 24 tíma vöktum, en það er nú ekki eins og þeir séu með líf fólks í hendi sér...?

Eldsneytisverð fer stighækkandi og það er alltaf einn aðili sem græðir á því, Íslenska ríkið.  Það er því hreint ekki að undra að bílstjórar beini spjótum sínum gegn þeim sem í skjóli lýðræðis auka lífeyrisréttindi sín margfalt á við almúgann.  Fáránlegt af ríkisstjórn að fresta umræðu um málið fram á haust, eins og helst hefur mátt skilja á ráðherrum.  Flestir þessir vörubílstjórar verða þá hvort eð er orðnir gjaldþrota. 

Átökin í dag voru skipulögð af lögreglu og hún ber fulla ábyrgð á þeim.  Dagurinn í dag sýnir betur en nokkuð annað, að beita verði allra leiða til að koma í veg fyrir að varalið að hætti   Bjössa Bja. verði komið á.  Og auðvitað þarf þjóðin að losna við þann mann úr sæti dómsmálaráðherra.

Sigurður Jón Hreinsson, 23.4.2008 kl. 20:38

9 identicon

Ef þetta virkaði ættum við hin þá ekki að sýna stuðning með því að hægja verulega og lengi á okkur ef við sjáum flutningabíl í baksýnisspeglinum. þá fá þeir að prófa sín egin meðul. Þeir hafa hvort sem er ýtrekað beði um stuðning þjóðarinnar. Við gætum líka lagt fyrir framan einhverja flutningabíla þannig að þeir komist ekki til vinnu sinnar frekar en við.

haha (IP-tala skráð) 23.4.2008 kl. 20:41

10 identicon

Ég er búin að horfa nokkrum sinnum á myndirnar af þessum atburðum og er slegin.  Er það í alvöru á Íslandi sem sérsveitarmenn með úðabrúsa og kylfur eru kallaðir til þegar bílstjórar loka vegum?  Franski skiptineminn minn sagðist fá heimþrá af að horfa á þetta.  Ég er sammála fullorðna manninum sem sagði lögregluna hafa skvett olíu á lítið bál.  Ofbeldi leysir engan vanda og það eiga þeir sem fara með völdin að vita.   

Jóna Benediktsdóttir (IP-tala skráð) 23.4.2008 kl. 21:03

11 identicon

sammála þér Þórhildur Helga

Helga (IP-tala skráð) 23.4.2008 kl. 21:46

12 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Flott fyrirmynd fyrir ungu kynslóðina, dissa lögguna! .. Ég held með löggunni.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 23.4.2008 kl. 22:00

13 identicon

Ég var þarna á staðnum og þetta grjótkast var einn einstkklingur ekki allir

nenni ekki að fara að rífa mig hér en skrifaði söguna óskoðað og óeditaða af fréttafólki hér www.5feitir.blogcentral.is

tek það framm að ég er ekki einn af fávitunum sem fóru útí sirkus stæla og eggja kast

HelgiR (IP-tala skráð) 23.4.2008 kl. 22:20

14 Smámynd: Gló Magnaða

Vaknaði snemma og fór að lesa blogg og fékk auðvitað hugmynd.

Hvernig væri að við flykktumst á götur út í dag, værum með læti og heimtuðum:  Hærra bensínverð, 50%vsk á matvörur, launalækkun, að malbik yrði fjarlægt af vegum og fyllt upp í göng, persónuafslátturinn yrði felldur niður, að við gerðumst opinberir bandamenn kínverja í baráttu sinni í Tíbet og lögreglan hans Bjössa fengi byssur.

Ég auglýsi eftir fleiri hugmyndum. 

Gló Magnaða, 24.4.2008 kl. 09:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband