Eru veggjakrotarar listamenn eða athyglissjúkir sóðar?

Hvað veldur Því að fólk fer um að næturlagi til þess eins að krota á veggi?  Er þarna um að ræða svo ríka sköpunarþörf að öll skynsemi rýkur út í veður og vind eða er þetta mótmæli eða jafnvel einhverskonar pissukeppni?

Ég get vel viðurkennt það að mér finnast sumar myndir á veggjum flottar, eða kannski er betur við hæfi ég að segja drulluflottar.  Mér finnst aftur á móti ekkert flott við krot eða merki sem athyglissjúkir óþekktarormar krassa á veggi út um alla borg.  Ég get alls ekki séð að einhver hafi rétt til að mála eða skreyta veggi sem þeir eiga ekkert í.  Mér finnst skrítið að sumum þyki þetta sniðugt og jafnvel allt í lagi.

Stundum er því haldið fram að þessi hegðun spretti fram hjá þeim sem hafa ríka sköpunarþörf og að það sé afsökun fyrir framferðinu.  Ég get alls ekki fallist á það.  Ætti þá rithöfundurinn með ríku sköpunarþörfina að fá að krota í allar bækur sem hann kemst í tæri við?  Eða kannski prjónakonan duglega og listræna í næstu götu, mætti hún prjóna stórann poka fastann utan um bílinn minn?  Ég fæst stundum við mosaik og hef ríka sköpunarþörf, þætti einhverjum í lagi ef ég læddist um bæinn næturlangt og smellti nokkrum flísum á veggi og torg af því ég réði ekki við mig?

Þó fólk sé svo lánsamt að hafa fengið mikla sköpunarþörf í vöggugjöf er það ekki undanþegið almennum kurteisisvenjum og virðingu fyrir öðru fólki eða eigum annarra.  


mbl.is Röktu slóð krotaranna frá miðborg upp í Hlíðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er ekki langt síðan að löggan fór með úðabrúsa á almenning sem reis upp. Nú biður hún almenning að rísa upp gegn þeim er beita úðabrúsum .

Siggi Palli (IP-tala skráð) 29.4.2008 kl. 16:42

2 Smámynd: Davíð S. Sigurðsson

já ég hef aldrei skilið þessa svokölluðu "tag" menningu, og ber ekki að rugla henni saman við graffiti, sem eru yfirleitt falleg og mikil list. En taggið felst í því að viðkomandi krotar sitt merki eða "tagg" á sem flesta staði sem hann getur, og er þetta orðið einhverskonar árátta hjá mönnum. sumir langa svo langt að príla uppá húsþök og hvað eina til að komi sínu taggi á sem erfiðasta staði... en þetta er bara svo hræðilega ljótt...

Davíð S. Sigurðsson, 29.4.2008 kl. 17:10

3 identicon

þetta er svona og verður alltaf svona um allan heim..þú getur fundið krot á ótrúlegustu stöðum..það er ekki hægt að stoppa þetta en það er hægt að halda þessu í skefjum..þetta er bara endalaus barátta..skil ekki afhverju fólk er endalaust alltaf að væla..ef ykkur finnst þetta svona ljótt reynið þá að horfa á þetta öðrum augum og kynna ykkur þetta..þekkja nöfnin sem þið sjáið á götunni og reyna að sjá listina á bak við þetta..ef þið getið það ekki haldiði þá bara kjafti þið þurfið ekkert að tjá ykkur meira þetta er svona og á alltaf eftir að vera svona

graffari (IP-tala skráð) 29.4.2008 kl. 17:44

4 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Sérstaklega málefnaleg rödd þessa Graffara. "Ef þið sjáið ekki listina haldið þá bara kjapti og hættið að tjá ykkur!"

Ef þetta er ekki lýðræðið í hnotskurn..... :)

Ylfa Mist Helgadóttir, 29.4.2008 kl. 17:56

5 identicon

Graffiti er list !

Jónína (IP-tala skráð) 29.4.2008 kl. 19:00

6 identicon

hehehehe húmor...

ég veit ekki..
ef kerlingin sem prjónar og vill prjóna poka á bílinn þinn, hví ekki að leyfa henni það?

og ef þú vilt vera rosa sniðug að fara setja upp flísar mátt þú alveg eyða þinum peningum í það..

en það sem þið megið öll vera viss um er að þetta hættir aldrei, þið getið reynt að sekta en það hættir ekki,
þið getið látið upp fleiri myndavélar en þetta hættir ekki..
þið gætuð látið öryggisverði passa uppá þetta, en þetta hættir aldrei og afhverju skildi það nú vera?

jú því þeim finnst gaman að þessu.. þetta er eitthvað sem þeir elska og dýrka, þið getið ekki tekið það burt frá þeim.. þið getið reynt, en það tekst ekki!

þið getið hinsvegar beðið um leyfisveggi handa þeim og látið þetta "krot" minnka talsvert, en það hættir aldrei..

og Ylfa gerðu eitthvað í þínum málum, ekki reyna vera fyndin og sleikja fólk upp með hnotskurnshvaðsemþaðer bröndurum, farðu frekar út með skilti og biddu um leyfisveggina, komdu með athugasemdir um málefnið frekar en að gera grín af öðrum með þessum útþróuðu bröndurum þínum sem þú bjóst til fyrir þrem árum..

takk fyrir mig!

eitt skref frá klósettinu og bamm (IP-tala skráð) 29.4.2008 kl. 19:07

7 Smámynd: Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir

Ég get nú verið umburðarlynd gagnvart því hvað er list og er jafnvel til í að líta á þessi merki sem list ef út í það er farið.  Mér finnst þessi menning að krota á allt sem fyrir verður sýna skort á virðingu þess sem krotar.  Hvers vegna ættum við að virða verk einhvers sem enga virðingu ber sjálfur, nema þá í mesta lagi fyrir eigin egói.

Ég gef mér að margir af þeim sem stunda þetta eigi einhverja hluti, hjól, bíla, hús eða eitthvað annað sem þeir vilja ekki að ég eða aðrir merki, með einhverju sem ég kalla list, án þess að þeir hafi neitt um það að segja. 

Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir, 29.4.2008 kl. 20:20

8 identicon

Mér finnst ekki mikil list fólgin í því að korta á veggi og skemma eigur fólks. Mér finnst að fólk ætti að ráða því sjálft hvað er á húsunum þeirra, það þarf ekki að sætta sig við það að það sé krotað á þau. Svo er líka erfitt að þrífa þetta og ef umerki eiga ekki að sjást þarf að mála aftur og það kostar tíma og peninga. Það er bara sjúkt fókl sem elskar að skemma eigur annara. Get ekki séð listina í kroti sem skemmir og er bara ljótt. 

Aftur á móti finnst mér flott þegar "ljótir" veggir eru skreyttir með fallegu grafiti. Og það mætti koma upp aðstöðu þar sem fólk getur fengið að korta eða graffa á veggi.

Erlendis eru svona tögg merki sem klíkur nota til að merkja sér svæði. Þar sem er graffiti menning og fólk er að mála á veggi flott listaverk eru þeir á móti því að krakkar séu að krota á veggi eins og þeir eru að gera á íslandi. Það skemmir fyrir þeim sem eru að gera alvöru listaverk. Þessir listamenn geta ekki komið fram undir nafni og því setur fólk þá í flokk með skemmdarvörgum sem tagga út um allt. Það skemmir ímynd alvöru listamanna. 

Það er nefninlega stór munur á grafiti og taggi. Tagg er til að mekja sé svæði og til að skemma, graffiti er list.  

Bjöggi (IP-tala skráð) 30.4.2008 kl. 02:28

9 identicon

Skoðið ummælin sem koma frá þessu krafshyski hér á þessu bloggi

"ef þið getið það ekki haldiði þá bara kjafti þið þurfið ekkert að tjá ykkur meira þetta er svona og á alltaf eftir að vera svona"

graffari

Þetta eru skemmdarver á eigum annara, og það ætti að sekta þetta lið með þessari reglu;

50þ fyrir fyrsta brot

100þ fyrir annað.

200þ fyir þriðja brot.

400þ fyrir fjórða.

Það svíður mest í budduni.

kv,

Reykjavík

http://blogg.visir.is/rvk

Reykjavik (IP-tala skráð) 30.4.2008 kl. 09:19

10 identicon

"UMHVERFI SEM UMBER EINA TEGUND GLÆPA MUN EINNING UMBERA AÐRA GLÆPI"

 

http://blogg.visir.is/rvk

.

Reykjavik (IP-tala skráð) 30.4.2008 kl. 10:39

11 identicon

Eru veggjakrotarar listamenn

eða athyglissjúkir sóðar?

http://blogg.visir.is/rvk

Reykjavik (IP-tala skráð) 30.4.2008 kl. 10:54

12 Smámynd: Halla Rut

Sóðar og skemmdavargar.

Halla Rut , 30.4.2008 kl. 11:25

13 identicon

ok byrjum þá að sekta fólk sem hendir tyggjói á jörðina
eða fólki sem hendir sígarettustubbunum á jörðina
eða fólkið sem hendir glerflöskunum í jörðina
hreinsum svo alla róna úr borginni...
því á íslandi viljum við enga sóða.


við verðum að sætta okkur við það sem við fáum ekki breytt

óþarfir (IP-tala skráð) 1.5.2008 kl. 01:59

14 Smámynd: Þórhildur Helga Þorleifsdóttir

Spennufíkn !!! er það ekki málið með taggið !!  Graffitíð er allt önnur Ella.  Getum ekki borið saman epli og appelsínur,- eða bara epli og teygjustökk !!

Þórhildur Helga Þorleifsdóttir, 1.5.2008 kl. 12:33

15 Smámynd: Gló Magnaða

Jamm....... þetta er skemmtilegt.  Það er sem sagt  hægt að hafa heitar skoðanir á hvaða ómerkilega máli sem er og missa sig í því   "haldiði þá bara kjafti "  Kúl......

Gló Magnaða, 8.5.2008 kl. 14:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband