Engin lög ekkert atkvæði

 
Bann við kaup á vændi og bann við klámstöðum eru litlar kröfur til að gera til stjórnarflokkanna en breyta miklu fyrir samfélagið.  Ég krefst þess að þessum lögum verði hleypt í gegnum þingið fyrir lok þess. Ef ekki mun ég ekki greiða stjórnarflokkunum atkvæði mitt.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Krefst... Krefst... Krefst... Forræðishyggja... Forræðishyggja... Forræðishyggja...

Gulli (IP-tala skráð) 9.4.2009 kl. 16:59

2 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Það er með ólíkindum hvað þessir málaflokkar þykja eitthvað "ómerkilegir".

Hins vegar verður að halda því til haga, að það var í stjórnartíð R-Listans  í Reykjavík, sem súlustaðirnir fóru að blómstra.   Nokkuð sem ég skildi aldrei að væri látið viðgangast af fyrsta femíníska stjórnvaldi landsins -sem kom vissulega mörgu góðu til leiðar í sinni stjórnartíð.

En þarna var blinda auganu snúið að.  Eins og það séu ekki alkunn sannindi -hreinlega náttúrurlögmál-  að slíkum stöðum fylgja alltaf dóp, vændi og mansal, eins og mý mykjuskán.

Hefði R-Listinn ekki leyft þessum subbugangi að festa rætur, sætum við síður uppi með hann núna.

Hildur Helga Sigurðardóttir, 9.4.2009 kl. 18:23

3 Smámynd: Jóhannes Guðnason

Ekki kenna bara R-listanum um,hvaða flokkur stjórnar í Kópavogi??? Er það ekki sjálfsstæðisflokkurinn?? Ég sé að þið eru bara fyrir að banna og banna og láta þingmenn stjórna því hvað þið megið,skömm á þessu,fullorðið fólk,og það þarf að segja ykkur hvað má og hvað má ekki,vonandi þarf ekki   lagabreytingu til að ákveða hvað sé holt fyrir ykkur að borða,hvað má borða og hvað má ekki borða??ég bara spyr,auðvita eiga menn að ráða því sjálfir hvort þeir fara á svona staði eða ekki,auðvita á fullorðið fólk að ráða því hvort það borgar fyrir vændi eða ekki,en nei þið viljið hafa þetta falið á bakvið(elsta atvinnugreininn hættir ekki,þótt sett verða lög,það færist bara í bakhúsin) Er ekki betra að leyfa þessum stöðum að vera til borga sína skatta,læknaþjónustan fullkominn,heldur en að fela þetta í bakhúsum,eiturlyf eru bönnuð með lögum,en það hefur aldrei verið til eins mikið af þeim eins og í dag,ekki dugar lög á þetta,nei kæru konur,væri ekki nær að snúa sér af þeim vandamálum sem snúa að þjóðfélaginu í dag,atvinnuleysi og vandræðum hjá fólki,verbólga og vexti, Best er að leyfa sem flest og hætta þessum bönnum hvað má hvað má ekki.

Jóhannes Guðnason, 9.4.2009 kl. 19:47

4 identicon

Matthildur, stattu tha vid thetta, flelsum heimin og konurnar og bónnum them ad studa meira en eldhusméllur gera. Rett hja ther.

Orn Johnson´43 (IP-tala skráð) 9.4.2009 kl. 22:18

5 Smámynd: Harpa Oddbjörnsdóttir

Styð þetta og tek sömu ákvörðun, þau fá mitt atkvæði ef þetta gengur fyrir kosningar.

Harpa Oddbjörnsdóttir, 9.4.2009 kl. 23:12

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég er á þessu líka.

Jenný Anna Baldursdóttir, 10.4.2009 kl. 11:21

7 identicon

Já stattu þá við þetta Matthildur og kjóstu aðra flokka ef þetta frumvarp fer ekki í gegnum þingið.  Ég skora á þig að standa við orð þín og láta okkur svo vita hvert atkvæði þitt fór eftir kosningar.  Annars eru orð þín nútíð og framtíð einskisverð.

Erla (IP-tala skráð) 10.4.2009 kl. 12:26

8 Smámynd: Pétur Þór Jónsson

Óttalegt bull er þetta, þetta mál er þvílíkt aukaatriði í samanburði við það sem næsta ríkisstjórn þarf að taka á og það að ætla HENDA atkvæðinu sínu útaf einhverjum búllum sem örugglega eru illa sóttar er þvílík himinhrópandi heimska að annað eins hefur bara ekki sést hérna áður.

Pétur Þór Jónsson, 10.4.2009 kl. 14:14

9 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Heyr Heyr Matthildur. Þennan klámbransa á að banna.

Hilmar Gunnlaugsson, 11.4.2009 kl. 23:26

10 Smámynd: Guðrún Helgadóttir

ja, ekki væri þá efnilegra að styðja stjórnarandstöðuna - sjálfstæðismenn hafa t.d. blákalt haldið uppi þeim áróðri að klám væri bara einsog hver önnur vara sem ætti að vera frjáls á markaði. Miðað við málþófið á þeim þessa dagana er líklegt að þeir muni sýna ballett í ræðustól Alþingis - sama hvað er á dagskrá! Gefum þeim og þreyttri framsókn frí og þá geta Vg og Samfylking komið þessu í höfn.

Guðrún Helgadóttir, 16.4.2009 kl. 11:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband