Ég spyr fyrir hönd þjóðarinnar

Væri það til of mikils mælst að eigendur bankanna útskýrðu fyrir okkur af hverju það er útilokað að afskrifa skuldir íslenskra heimila á sama tíma og skuldir stóreignamanna eru afskrifaðar?  

Ég spyr fyrir hönd íslensku þjóðarinnar sem ætlar að borga óreiðuskuldirnar sem fjárglæframenn söfnuðu í skjóli yfirvalda. 

Ég spyr því það virðist ekkert lát vera á fréttum af undarlegum gjörningum skilanefnda bankanna. 

Ég spyr því minni réttlætiskennd er ofboðið. 

Ég spyr því ég vil vita hvort stjórnvöld ætla að  uppræta spillinguna og stoppa sjálftökuliðið. 

Ég spyr ekki síst því ég skammast mín fyrir þessa menn


mbl.is Gamli Landsbankinn afskrifar skuldir Magnúsar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já alveg ótrúlegt að það sé hægt að fella niður skuldir "ríka" fólksins en við hin sem gerðum ekkert af okkur þurfum svo að borga brúsann, hvernig er hægt að réttlæta það?  Get ég þá sem sagt farið í Toyota umboðið, fengið mér nýja Toyotu og látið svo fella niður skuldirnar af bílnum?  Ég væri sko meira en til í eitt stykki ókeypis bíl, svona eins og "ríka" fólkið gerir....

Andrea (IP-tala skráð) 18.8.2009 kl. 12:01

2 identicon

Ég spyr í framhaldi af þessu. Hverjir eru núna með völdin ? Eru það ekki þau sem ætluðu að vera með gegnsæi og skjaldborg ? Hvar er almenningur núna með pottana og pönnurnar. Við fáum 80.000 manns á Gay pride daginn og yfir 100.000 manns á flugeldasýningu á menningarnótt, en á sama tíma fáum við 30 manns á Austurvöll !!

Ég er sleginn yfir þessu ástandi og það virðist fátt eitt vera eftir nema landflótti.

Guðjón M. Þorsteinsson (IP-tala skráð) 18.8.2009 kl. 12:01

3 identicon

Sammála

Baldvin Baldvinsson (IP-tala skráð) 18.8.2009 kl. 12:11

4 Smámynd: Jón Sveinsson

Það er hægt að spyrja sig að ýmsu en við fólkið í landinu kúgaða fáum ekki að seigja neitt og ráðum engu því stjórnaliðar eru sama sinnis og þjófarnir sem komu öllu fé bankanna undan það er vilji stjórnarinnar að kúa þjóðina þau eru landráðslíður og ber að dæma þau sem slík,Ef ég fer ekki eftir lögum fæ ég að finna firrir því þó ég skuldi krónu fæ ég sent bréf sem kostar margfalt verð skuldarinnar en,VIÐBJÓÐUR ÞJÓÐARINNAR FÁ KLAPP Á BAKIÐ FLOTT HJÁ ÞÉR ÞVÍ VIÐ LÁTUM BARA ÞJÓÐINA BORGA.Þetta eru verk Ríkistjórnameðlima.

Jón Sveinsson, 18.8.2009 kl. 12:11

5 identicon

Þetta er nú meiri brandarinn... Þessi mismunun mun aldrei hætta, hver svo sem talar um gagnsæji og heiðarleika.....bull!

Var ekki í fréttunum fyrir um 3 dögum síðan talað um að ekki væri sniðugt og ekki hægt að fella skuldir hjá almenning þar sem þeir sem eiga meira græða á því...OG hvað er verið að gera þarna...hmm akkurat þetta sem EKKI er hægt að gera..

Alltaf er verið að leika á okkur....

Hvenær kemur Ríkisstjórn sem tekur heiðarleika og almenning fram fyrir þessa óheiðarlegu menn/konur og fer að vinna fyrir fólkið...

Þórunn (IP-tala skráð) 18.8.2009 kl. 12:26

6 identicon

Já og ég geri mér grein fyrir að ríkisstjórnin hafði í raun ekkert um þetta að segja EN hún hefur áhrif.....

Þórunn (IP-tala skráð) 18.8.2009 kl. 12:27

7 identicon

Eins og talað úr mínum munni. Mikið er ég sammála þér. Af hverju eigum við að borga af okkar lánum á meðan þessir ríkisbubbar fá sínar skuldir felldar niður. Ég er orðin SVO reið yfir þessu að ég á ekki til orð. Spillingin hér á landi er orðin rosaleg og mér finnst ekkert lát vera á þessu. Það er ekkert verið að gera fyrir almenningin, EKKI NEITT!!!! Ég vil að þessi ríkisstjórn sem við kusum fari nú að gera eitthvað í málinu og hætti að einblína á þennan blessaða Icesave samning eins og það muni bjarga öllum heimilum, ég held nú ekki :(

Linda (IP-tala skráð) 18.8.2009 kl. 13:43

8 identicon

Nú hafa þeir hrokkið við í skilanefnd Landsbankans því skeggjaða tröllið var látið koma með loðna yfirlýsingu um að ekkert hefði verið afskrifað af skuldum Magnúsar þyrlubónda.

Rukkarinn (IP-tala skráð) 18.8.2009 kl. 13:45

9 Smámynd: Sigurjón Jónsson

Hafið þið velt því fyrir ykkur að síðan bankrnir byrjuðu að hrynja hafa vísitölubundnu lánin ykkar hækkað um 12% vegna þess að vísitalan hefur hækkað.

En tekjurnar hafa ekki hækkað neitt, og það sem meira er ef við skoðum heildar tekjur allra sem borga af þessum lánum þá hafa þær lækkað.

Það er augljóts að verðbólgumælingin er vitlaus.

Hún mælir aðeins hækkanir einstakra vara og þjónustu en ekki heildar hækkun , eða lækkun á því sem við greiðum fyrir.

Það er búið að svindla á okkur kerfisbundið í 25 ár.

Og við skríðum eins og barðir hundar fyrir þessum herrum.

Sigurjón Jónsson, 18.8.2009 kl. 21:13

10 identicon

Ég var ein af þeim sem mættu með potta og pönnur og finnst tími kominn að fara aftur að nota þau tæki.  Tilmæli til allra toyotu eigenda sem enn skulda í bílunum fáið niðurfellingu eða einfaldelga hættið að borga

kristin (IP-tala skráð) 18.8.2009 kl. 22:12

11 identicon

Það er ekki verjandi að skuldir fyrirtækja verði afskrifaðar nema við gjaldþrot.  Það er ekki verjandi að skuldir auðmanna verði afskrifaðar nema við sömu aðstæður.

Það á sama að ganga yrir einstaklinga og fyrirtæki. Sömu úrlausnir fyrir launafólk og auðmenn, stór og smá fyrirtæki. Það hefur töluvert skort á jöfn tækifæri og gegnsæi ívinnubrögðum skilanefnda hingað til.

Hins vegar hefur bankinn hafnað því að hann hafi felt niður skuldir Magnúsar og sagt að það hafi ekki staðið til og standi ekki til. Það virðist engu breyta um viðbrögð fólk.

Valdimar (IP-tala skráð) 19.8.2009 kl. 09:03

12 Smámynd: Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir

Það sannast líklega að ef þú skuldar bankanum 10 milljónir þá á bankinn þig en sá sem skuldar 100 milljónir á bankann. 

Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir, 19.8.2009 kl. 09:43

13 Smámynd: Fríða Eyland

ég skrifa undir þetta hjá þér

Fríða Eyland, 19.8.2009 kl. 10:39

14 identicon

Já, er ekki tími til komin að við gerum eitthvað annað en að pikka hver í sínu horni, og á meðan magnast reiðin yfir óréttlætinu og yfirgangi þessara manna/kvenna í þjóðfélaginu.

Stöndum nú Öll saman og stöndum vörð um okkar eigur

Elísabet Jónsdóttir (IP-tala skráð) 19.8.2009 kl. 10:43

15 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Mikið er ég sammála þér hérna Matthildur mín.  Eins og svo oft áður.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.8.2009 kl. 11:25

16 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Tja.. allavega að öllu óbreyttu verð ég og mín fjölskylda að flytjast af landi brott því að hafi launin vart dugað áður fyrir daglegum rekstri heimilisins, gera þau það ekki núna!

Takk fyrir þetta Matthildur.

Ylfa Mist Helgadóttir, 25.8.2009 kl. 11:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband