Hvaða skilaboð eru þetta?

Ef biskup leysir þennan þuklandi prest ekki frá störfum þá vona ég að hann hafi vit á því að hætta sjálfur.  Þetta mál er allt til háborinnar skammar hjá þessari svo kölluðu Þjóðkirkju okkar.  Að kirkjan skuli ekki hafa nein úrræði til að taka á svona brotum, sem þeir kalla svo snyrtilega siðferðisbrot.  Með þessari afgreiðslu nefndarinnar er verið að senda börnum sem hafa verið misnotuð og þeirra sem munu verða misnotaðir í framtíðinni að það verði ekki á þau hlustað.  Að það þýði hvort sem er ekki að segja frá því málið verði þaggað og að sá fullorðni eigi alltaf réttinn.

Hvaða skilaboð er kirkjan að senda til fólks með barnagirnd? Að þetta sé í lagi svo lengi sem ekki tekst að sanna að lög hafi verið brotin.  Að innan þjóðkirkjunnar sé skilningur á svona hegðun.  Mér er misboðið sem félagi í þjóðkirkjunni og ég krefst þess að þetta verið ekki látið viðgangast. 

Þessum fimm stúlkum sem sögðu frá vil ég senda baráttukveðjur, þið megið vita að þorri fólks trúir ykkur í þessu máli. 


mbl.is Siðferðisbrot en ekki agabrot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er í lagi samkvæmt biblíu... það er bara eitt lögbrot/synd í gangi þar, að trúa ekki á þykjustu pabba.

Really

DoctorE (IP-tala skráð) 7.9.2009 kl. 22:09

2 identicon

Góður pistill hjá þér.  Alveg merkilegt mál !

jónatína (IP-tala skráð) 8.9.2009 kl. 00:01

3 identicon

Fyrir 45 árum þáði ég fermingafræðslu. Hef lengi beðið eftir þessari umræðu en þá um pilta.

Hafþór Kristjánsson (IP-tala skráð) 8.9.2009 kl. 00:36

4 Smámynd: Katrín Linda Óskarsdóttir

Gæti ekki verið meira sammála þér Matthildur

Katrín Linda Óskarsdóttir, 8.9.2009 kl. 03:07

5 Smámynd: Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir

Hafþór, umræðan um misnotkun pilta hefur verið þögguð rétt eins og umræða um aðra misnotkun.  Við Íslendingar erum rétt farin að þora að tala um þessi mál. það er í skjóli þagnar og aðgerðarleysis sem svona  þrífst

Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir, 8.9.2009 kl. 09:58

6 identicon

Við erum víst ekki á samastað. Ég er búinn að bíða í 45 ár og get beðið áfram.

Hafþór Kristjánsson (IP-tala skráð) 8.9.2009 kl. 12:52

7 Smámynd: Soffía Valdimarsdóttir

Matthildur, sýndu viðhorf þitt í verki og gakktu úr Þjóðkirkjunni - allt annað er mjálm!

Soffía Valdimarsdóttir, 8.9.2009 kl. 14:43

8 Smámynd: Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir

Ég kalla það ekki mjálm að gagnrýna þjóðkirkjuna á sama tíma og ég tilheyri henni.  Það má jafnvel færa rök fyrir því að stjórnendur téðrar krikju munu hlusta af meiri áhuga á mjálm sem tilheyra söfnuðinum en gelt utanaðkomandi aðila. 

En auðvitað bendir margt til þess að ég og aðrir ósáttir munum á endanum segja okkur úr þjóðkirkjunni sem virðist vera helsýkt af meðvirkni og hræðslu við að taka mynduglega á svona málum.  Krikjan og þjóðin eru ekki samstíga í þessu máli frekar en málum samkynhneigðra og því hlýtur að koma upp sú spurning hvort eðlilegt sé að hafa þjóðkirkju?

Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir, 8.9.2009 kl. 15:55

9 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Séra Gunnar er rikisstarfsmaður og nýtur sömu réttinda og aðrir ríkisstarfsmenn.

Sigurður Þórðarson, 8.9.2009 kl. 21:04

10 Smámynd: Jón Guðbjörn Guðjónsson

Sæl Matthildur.

Ég er sko svo innilega sammála þér með séra Gunnar.

Jón Guðbjörn Guðjónsson, 15.9.2009 kl. 22:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband