Foreldrar bera ábyrgð á slysum sem börn þeirra valda en ekki á kúlulánum

Það er fróðlegt fyrir okkur foreldra að skoða hvenær við berum ábyrgð á börnunum okkar og hvenær ekki. Til dæmis er vert að bera saman ábyrgð foreldra barna sem tóku kúlulán í þeirra nafni og ábyrgð foreldra barns sem í uppnámi slasaði kennarann sinn.

Fyrir nokkru var mikil umræða í fjölmiðlum og þjóðfélaginu öllu um bætur sem móðir ungrar stúlku, sem slasaði kennarann sinn, var dæmd til að greiða.  Málsatvik voru þau að stúlkan, sem var á flótta undan einelti, faldi sig í aðstöðu kennarana og skellti hurð á höfuð kennara sín þegar hann fór að leita hennar.   Kennarinn hlaut örorku og stefndi móður barnsins og sveitarfélaginu sem rak skólann þar sem atvikið átti sér stað. Hæstiréttur dæmdi móður barnsins sem var sem betur fer tryggð  til að borga kennaranum 10 milljónir í bætur, en sveitarfélagið slapp. Lesa má nánar um það mál hér

Núna er verið að fella niður ábyrgð foreldra á kúlulánum sem þau tóku í nafni barna sinna því þau voru án veða og líklega ólögleg.  Getur verið að það sé löglegt að taka lán í nafni barnanna sinna?  Ef ekki er þá ekki borðliggjandi að kæra eigi bæði foreldrana og þá bankamenn sem veittu lánin?

Ég verð að viðurkenna að bæði málin stríða gegn réttlætisvitund minni, sem hefur reyndar oft verið misboðið að undanförnu.


mbl.is Hyggst ekki innheimta lánin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ber ekki að ákæra foreldrana úr því þeir telja sig hafa framið glæp á börnum sínum?   

Væntanlega hefðu foreldrarnir stefnt bankanum ef það hefði orðið ofsagróði á þessari hlutafjáraukningu en bankinn neitað að greiða út arð vegna þess formgalla nú orðin ljós á tilurð þessara lána.

Þetta mál er svo dæmigert fyrir þetta þjófa samfélag, svik og prettir er allt sem þarf til að ná í gróðann, afneitun á tapinu og öðrum kennt um þegar illa fer.

Melur (IP-tala skráð) 29.10.2009 kl. 22:35

2 identicon

Gaman væri að fá að vita hvort foreldrarnir hafi ekki fengið skattaafslátt útá hlutabréfakaupin og frádrátt til lækkunar á skatti vegna skuldarinnar.

Furðulegasta mál. V

ona að dv birti nöfn foreldranna, engir venjulegir foreldrar þarna á ferð.

Lísa (IP-tala skráð) 29.10.2009 kl. 23:22

3 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Það er allt gert til þess að stórlántakendur sleppa. Svona mál hefir verið með ráðum gert og getur ekki verið löglegt. 

Valdimar Samúelsson, 29.10.2009 kl. 23:23

4 Smámynd: Þórhildur Helga Þorleifsdóttir

Þú ert bara æði !! og hefur svo hárrétt fyrir þér,- barnið var ekki bara lagt í einelti heldur og var á einhverfurófi minnir mig !!

Þórhildur Helga Þorleifsdóttir, 29.10.2009 kl. 23:40

5 Smámynd: Kjarri thaiiceland

Hárrétt hjá þér. Mér fannst alltaf þessi tiltekni dómur svo skrítin og eiginlega fáránlegur. Það getur verið að sveitarfélagið hefði átt að greiða bætur (hefði fundist það eðlilegt þar sem skólagangan er í höndum sveitarfélagsins) en að láta foreldrana greiða fannst mér út í hött og sýnir kannski að Íslenskt réttarfar er ekki upp á marga fiska (samanber dómana í Baugsmálinu þar sem allir sluppu, en síðan er foreldrum refsað með umræddum dómi). Nú þurfa foreldrar Kúlulánabarnanna ekki að taka afleiðingum gerða sinna og sleppa (á sama hátt og útrásarvíkingar, Baugsfólk og hvað þetta heitir allt saman sem er búið að koma okkur í þessa stöðu sem við erum í). Það virðist vera að ef menn svindla hundruð eða þúsundum milljóna að þá fái menn bara að gera það óáreitt??

Kjarri thaiiceland, 30.10.2009 kl. 05:27

6 identicon

Gæti ekki verið meira sammála þér. Viðeigandi samanburður nú þegar verið er að vekja athygli á einelti.

Vilborg (IP-tala skráð) 30.10.2009 kl. 10:44

7 Smámynd: Hjóla-Hrönn

Maður heldur að það sé ekki hægt að toppa vitleysuna sem fólki datt í hug á góðærisárunum, og þá einmitt gerist það!  Ætli börnin sem um ræði viti af þessu?  Eða voru það foreldrarnir sem voru að græða á krökkunum, þau munu kannski fyrst frétta af þessu þegar þau sjá nöfn sín á svörtum listum hér og þar þegar þau hafa aldur til.  Eða kannski voru foreldrarnir svo forsjálir að stofna fyrirtæki í kring um kúlulánin Dúllí-dúll ehf

Hjóla-Hrönn, 30.10.2009 kl. 11:27

8 identicon

Velti fyrir mér hvort að barnavernd eigi ekki að stíga inn í þetta mál. Að misnota börnin sín svona er auðvitað ekki í boði. Eða ætti ekki að vera það.

linda (IP-tala skráð) 30.10.2009 kl. 13:11

9 Smámynd: Jón Sævar Jónsson

 Það skildi ekki gleymast að foreldrarnir eru búinn að fá greiddan arð frá BYR sparisjóð út á "eign" sem þeir þurfa svo ekki að borga fyrir.
Þetta er svona a.la. fyrrverandi menntamálaráðherra og eiginmaður hennar.
Fólk "kaupir" hlutafé út á kúlulán. Fær svo greiddan arð en skilur lánið eftir í eignarhaldsfélagi ( gjaldþrota ) eða fær lánið fellt niður eins og í þessu barnatilviki.
Ég skil ekki hvernig nokkrum manni dettur svo í hug að einhver beri ábyrð!
Hvað er nú það?
Svo bíður BYR bara eftir 12 milljörðum frá fjármálaráðherra og enginn segir neitt.
Bara besta mál. Það verður að halda rotnu sparisjóðakerfi gangandi. 

Jón Sævar Jónsson, 30.10.2009 kl. 15:37

10 identicon

Þetta var ólöglegt og þeir sem stóðu að þessum lánum segja bara sorry við látum viðskiptavinnina okkar borga þetta. Auðvita á að skoða þetta mál og einhverjir voru á góðum launum í bankanum vegna þess að þeir báru svo mikla ábyrgð á allt væri gert rétt og þeir hljóta að verða dregnir fyrir dóm. Það sem er afskrifað lendir á þjóðinni að borga. Þetta með barnið sem skaðaði kennarann er heiftarlega misskilið. Konan keypti tryggingu sem tók til skaða sem barnið gæti hugsanlega valdið óvart og þá er rétt að hægt sé að láta trygginguna borga fyrir það sem fólk er búið að tryggja sig fyrir. Ef konan hefði ekki verið tryggð fyrir þessum aðstæðum hefði ekki verið gengið að henni. Barnið og hún voru ekki skaðbóta skyld. Margar heimilistryggingar taka yfir skaða sem þeir sem tilheyra fjölskyldunni valda óvart og eru börn ekki undaskilin jafnvel þó að þau eða foreldrar þeirra séu ekki lagalega ábyrg fyrir skaða sem þau kynnu að valda vegna hegðunar sinnar eða óhappa. Ef fólk er að borga skaðbótatryggingu gagnvart öðrum aðila, hlýtur það að vilja að tryggingarnar bæti skaða sem það eða barnið þeirra veldur öðrum, jafnvel og sérstaklega ef það er óviljaverk.

merkúr (IP-tala skráð) 30.10.2009 kl. 21:07

11 Smámynd: Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir

Það má vera að ég hafi misskilið þennan dóm sem féll á móður barnsins og hef þá líklega ekki verið ein um það.  Ég skil þó ekki hvað tryggingin hefur með dóminn að gera, nema að viðkomandi hefði aldrei sótt málið ef trygging hefði ekki verið fyrir hendi.  Því varla getur það haft áhrif á niðurstöðu dóms hvort fólk er tryggt eða ekki.

Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir, 31.10.2009 kl. 01:01

12 identicon

Það varð að höfða mál gegn tryggingahafa til að fá bætur út úr tryggingum móður. Það kom fram í einni frétt af þessu máli að ekki hefði verið höfðað mál nema vegna þess að viðkomandi var með þessar tryggingar. Fréttir af þessu máli voru í fyrstu ruglingslegar og ég áttaði mig ekki á þessu fyrr en ég var búinn að lesa nokkrar greinar um málið. Oft eru fréttir illa útskýrðar og engin vinnsla í gangi, bara fyrirsagnir og upphrópanir. Viðurkenni alveg að ég misskildi þetta í fyrstu eins og margir aðrir. 

merkúr (IP-tala skráð) 31.10.2009 kl. 21:23

13 identicon

Það var greiddur út mikill arður nokkrum mánuðum eftir þetta.  Ætli þeir peningar sitji eftir hjá fjölskyldunum meðan skuldin er ógreidd.

Erna Jóhannsdóttir (IP-tala skráð) 1.11.2009 kl. 10:06

14 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Er þetta ekki þannig vaxið að foreldrarnir eru óhæfir til að ala upp börn?  Að selja börnin sín í ánauð fyrir græðgi hlýtur að vera vott um vanhæfi.  Þess vegna hlýtur að þurfa að taka börnin af slíkum foreldrum og koma þeim í fóstur til fólks sem ekki er haldið slíkri græðgi. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.11.2009 kl. 10:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband