Mæður okkar sögðu "þú getur gert allt sem þú villt" en við heyrðum "þú verður að geta allt"

Getur verði að við konur séum hafðar að fíflum alla daga og að við séum of samdauna tíðarandanum til að sjá það?  Konum og stúlkum er stanslaust innrætt að þær séu ekki nógu góðar.  í fjölmiðlum eru þeim sýndar fullkomnar konur sem allt geta.  Verið sniðugar, verið á toppnum, verið fallegar, verið gáfaðar, verið vel klæddar og ekki síst verið mjóar.  Okkur er innrætt að við séum vandamál eða eigum við vandamál að stríða. Og okkur eru sýndar lausnir á vandamálinu.  Fyrir "sanngjarna" upphæð má kaupa hrukkukrem eða jafnvel fara í fegrunaraðgerð.  Námskeið í því að klæða sig fallega, vera sterk eða að vera mjó.  Hvað sem amar að þér kona, getum við bætt með aðgerð, kremi eða námskeiði.  Við skulum ekki gleyma því að karlmenn og strákar eru hvorki blindir né heyrnarlausir, þeir standa hjá og meðtaka boðskapinn. Konan er gölluð vara sem þarfnast viðgerðar.  Er nema von að þeir sjái okkur ekki sem jafningja. Hættum að hlusta á þessar úrtöluraddir höldum á lofti þeirri staðreynd að að líkami okkar er fullkominn eins og hann er.  Engin á að þurfa að geta allt eða vera fullkomin.  Konur þurfa ekki að vera fullkomnar mæður, fullkomnar eiginkonur, fullkomnir starfsmenn, fullkomnar stjórnmálakonur eða fullkomnir forstjórar.  Ekkert frekar en karlar þurfa að vera fullkomnir. 

Hvað kom fyrir?  Af hverju höfum við ekki náð lengra?  Við erum enn föst í því fari, að heimilishald og börn séu á ábyrgð kvenna, en peningar og völd á ábyrgð karla.  Samkvæmt nýlegri könnun telja unglingar í grunnskóla að konur séu betur til þess fallnar að stunda heimilisstörf en karlar.  Þessir unglingar verða innan nokkurra ára fullorðnir, stofna heimili og fara í vinnu.  Hvernig verður jafnréttið hjá þeim?

Nú verðum við, öll þjóðin að skammast okkar og taka aðeins til hendinni.  Taka jafnréttismálin föstum tökum og setja þau á dagskrá. Ræðum þau í sjónvarpi og útvarpi.  Ræðum þau á pólitíkum fundum, í bæjarstjórnum, á Alþingi, á vinnustöðum og í skólum.  Umfram allt ræðum jafnréttismál við börnin okkar og unglingana. Jafnréttismál hafa verið næstum ósýnileg í umræðu hér á Íslandi, þótt léttvæg.  Þegar reiðir feminsitar, eins og ég, berja stöku sinnum í borðið, rísa upp varðhundar úrelts karlakerfis til að þagga niður í okkur ýmist með háði eða skítkasti.  Ég gerði mér grein fyrir því við lestur nýjasta Bitch Magazine að ég er sjálf á þáttakandi í þessari fullkomnunaráráttu.  Setningin sem varð kveikjan að  skrifum mínum og ég nota sem fyrirsögn er fengin úr grein eftir Courtney E. Martin  í sama blaði, ég kannaðist strax óþægilega við mig.

Við verðum öll að horfast í augu við að jafnrétti kynjanna kemur okkur öllum við, það er þjóðhagslega hagkvæmt að nýta krafta kvenna til jafns við karla.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Orð í tíma töluð.  Takk fyrir frábæran pistil.

Jenný Anna Baldursdóttir, 4.5.2007 kl. 13:31

2 identicon

Hananú og takk fyrir ! sammála síðasta ræðumanni

iris (IP-tala skráð) 4.5.2007 kl. 13:36

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Hæ Matthildur ég er sammála þér, þótt ég sé ekki feministi, (og þó ) þá er ég sammála ykkur í mörgu, þar á meðal, þetta með jafnrétti kynjana. Maður heyrir svohljóðandi setningar. þetta verður að laga. Við vinnum í því. Ég er orðin afar þreitt á þesskonar setningum. Svo gerist aldrei neitt. Við sofnum á verðinum þangað til að við berjum næst í borðið, þetta er búið að taka of langan tíma. Þetta með að  karlmenn reyni að slá á puttana á okkur er rétt svo ég tali nú ekki um svipinn sem kemur á þá er maður segir sína meiningu á málunum. Æ þeim er nú vorkun blessuðum því raun og veru eru þeir skíthræddir við okkur, þeir vita ekki hvernig þeir eiga að höndla stöðuna.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 4.5.2007 kl. 16:29

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Matta mín þú ert aldeilis frábær.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.5.2007 kl. 21:36

5 Smámynd: Rannveig Þorvaldsdóttir

Takk fyrir góðan pistil. Þetta sást einmitt svo greinilega í stjórnmálaumræðuþætti í vikunni. Þegar rætt var um heilbrigðismál þá voru margar konur til svara en þegar kom að því að ræða skattamálin, lesist peningamál, þá voru karlarnir mættir til leiks - fyrir alla flokka!

Rannveig Þorvaldsdóttir, 5.5.2007 kl. 10:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband