7.5.2007 | 09:44
497 þúsund til Sólstafa
Keppendur og skipuleggendur Óbeislaðarar Fegurðar hittust á kaffihúsinu Langa Manga í gær til að afhenda fulltrúum Sólstafa ágóðann af Óbeislaðri Fegurð. Okkur tókst að safna 497.000. kr. Upphaflega skrifuðum við töluna 500.000 á blað þannig að við komumst mjög nálægt markmiðinu. Það er okkur mikill heiður og ánægja að geta lagt Sólstöfum lið því mikið starf er óunnið hjá þessum hetjum sem standa að Sólstöfum.
Við hefðurm ekki getað haldið þessa uppákomu án skilnings og velvilja fyrirtækanna hér á svæðinu. Að ekki sé minnst á alla þá einstaklinga sem gáfu vinnu sína.
Sparisjóður Vestfirðinga, Síminn, Gullauga, Húsasmiðjan, VÍS Hafnarbúðin og KNH gáfu Óbeislaðri Fegurð pening til að standa straum af kostnaði því takmark okkar var jú að geta afhent Sólstöfum myndarlega upphæð. Þar að auki gaf V-Dagurinn á Íslandi Sólstöfum peningagjöf.
Önnur fyrirtæki gáfu okkur þarfa hluti því að mörgu er að gæta við skipulagningu á svona viðburði. Redda þurfti húsnæði , veislustjóra, koma upp heimasíðu, útvega mat og kokk, fá dómara og starfsfólk. Snerpa gaf heimasiður, 3X Tecnologi gaf Sólstöfum tvær flugferðir til og frá Reykjavíkur, Lífeyrissjóður Vestfirðinga borgaði flugfar fyrir einn dómarann sem Hótel Ísafjörður hýsti. Flugfélagi Íslands flutti veislustjórnn báðar leiðir, H. V Umboðsverslun gaf kartöflur og annað til matargerðar, Emmess ís gaf eftirréttinn, Bakarinn gaf brauð með matnum, Langi Mangi sá um vínveitingarnar og var fundarstaður ÓB hópsins. H Prent prentaði götuauglýsingarnar, Vífilfell gaf fordrykk, Jón og Gunna og Hafnarbúðin sáu keppendum fyrir fötum á tískusýningu, Blómaturninn gaf rósir og Efnalaugin Albert gaf leigu á glösum. Það munar um minna.
Við lögðum mikla áherslu á að keppendur fengju veglega vinninga og voru þeir ýmist hefðbundnir eða skrítnir og skemmtilegir. Ber þá fyrst að nefna Ferðaþjónustuna Reykjanes sem gaf handhafa Óbeislaðrar Fegurðar 2007 tvær gistinætur fyrir tvo í Reykjanesi. En vinningshafinn Ásta Dóra vildi frekar fá gistingu í Reykjanesi en utanlandsferð. Diva, Ametyst, Lyfja, Konur og Menn og Hárkompaní gáfu vinninga með ýmsum kremum og snyrtidóti til að keppendur geti áfram tekið þátt í útlitskapphlaupinu og Naglagerð Betu gaf 10 neglur úr plati í sama tilgangi. Til að næra sálina og slappa af gáfu Hótel Hellisandur, Við Fjörðinn og Veggisting gistinætur og Vesturferðir gáfu ferð í Vigur. KNH gaf dag með bílstjóra að eigin vali og Michelin dekk Sr. Valdimar Hreiðarsson gaf blessun og Nudd og Ráðgjafasetrið gaf nudd. Við gleymdum ekki að hugsa um næringu líkamans. Nói Sirius og Góa gáfu veglegar gjafakörfur með súkkulaði og öðru sælgæti. Gjafafbréf frá Hamraborg, gjafakarfa full af sykri frá Natan og Olsen. Holustufæðið var líka í boði en Íslandssaga gaf fisk. Allir vita að okkur líður vel að eiga ýmiskonar dótarí og BT, Netheimar, Rammagerðin, Efnalaugin Albert, Penninn og Esso Birkir gáfu ýmsa eigulega hluti. Suma vinningana er erfitt að flokka. Barði Önundarson gaf mokstur á bílastæði, Málingarbúðin Ísafirði gaf 10 lítra af málingu og Hjólbarðaverkstæði Ísafjarðar gaf umfelgun.
Sérstakar þakkir fá allir þeir sem gáfu vinnu sína eða hjálpuðu okkur á einn eða annan hátt.
Halldór Jónsson fyrir frábæra veislustjórn. Magnús Hauksson eldaði óbeislaða súpu. Jóhann Daníelsson lýsti upp sviðið af ótrúlegri nákvæmni og alúð. Ársæll Níelsson fær þakkir fyrir ógleymanlegan flutning á einleiknum Fyrirsætunni eftir Benoní Ægisson. Elísabet Markúsdóttir fyrir uppistandið Kíló. Birgitta Baldursdóttir hjálpaði okkur að snara fréttunum yfir á ensku. Marta Kristín, Dominika Remy og Hildur hjálpuðu okkur við að bera fram súpuna og fordrykkinn. Kristrún og Berglind hjá Divu sáu um að snyrta þá keppendur sem vildu, Húsasmiðjan gaf okkur borðskraut og Sunneva hjá Hárkopmaní greiddi keppendum. Birgir Halldórsson tók myndina frábæru sem hefur verið andlit keppninnar. Hrafnhildur í Krummafilm fær sérstakar þakkir fyrir að elta okkur með myndavélina og Tina Naccche fyrir hlust a á BBC World við uppvaskið heima í Beirút og drífa sig til Íslands til að skrásetja viðburðinn. Heimildarmyndainnar er beðið með eftirvæntingu. Bestu þakkir fá Jói "bróðir" Jónsson í Digi Film og Hafþór Víkari Gunnarsson Leóssonar fyrir kvikmyndatöku. Ágúst Atlason fyrir að taka frábærar og óbeislaðar myndir af keppendum og vinnu við heimasíðu keppninnar ásamt Baldri Hólmgeirssyni. Nokkrir félagar úr karlakórnum Erni og kvennakórinn Valkyrjurnar tóku nokkur lög við góðar undirtektir viðstaddra. Ekki má gleyma dómurunum, Barða Önundarsyni, Þórey Vilhjálmsdóttur, Erlingi Sigtryggssyni, Björk Ingadóttur og Jóni Guðna Guðmundssyni, sem komu víða að og gáfu keppni þessari virðulegt yfirbragð og trúverðugleika. Þeim fjölmiðlum sem fjölluðu um keppnina þökkum við athyglina en Tinna Ólafs hjá bb.is fær þakkir fyrir að taka að sér að vera fréttaritari BBC. Keepndunum færum við að sjálfsögðu bestu þakkir því án þeirra hefði ekkert orðið úr neinu.
Að lokum viljum við færa vinnustöðum okkar Snerpu, Verk Vest, Sjörnubílum Ametyst, Langa Manga og starfsmönnum þeirra sérstakar þakkir, fyrir endalausa þolinmæði og reddingar þegar óbeilsaði hópuinn þurfti að sinna öðrum og mikilvægari málum en vinnuni sinni. Börn okkar og fjölskyldur biðjum við afsökunar á vanrækslunni og fálætinu, en það er nú einu sinni þannig að fólk þarf stundum að skreppa frá til að bjarga heiminum.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
6.5.2007 | 23:48
Megrunarlausi dagurinn.
Í dag er megrunarlausi dagurinn í tilefni að því ættum við öll að:
fagna margbreytilegum líkamsvexti af öllum stærðum og gerðum
minna á rétt ALLRA til heilbrigðis, hamingju og velferðar óháð líkamsvexti
lýsa yfir opinberum frídegi frá hugsunum um mat, megrun og líkamsvöxt
vekja athygli á lítt þekktum staðreyndum um megrun, heilsu og holdafar
minna á hvernig megrun og stöðug krafa um grannan vöxt er samfélagsleg atlaga gegn konum
minnast fórnarlamba átraskana og hættulegra megrunaraðferða
berjast gegn andúð á líkamsfitu og fordómum vegna vaxtarlags.
Bloggar | Breytt 7.5.2007 kl. 09:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.5.2007 | 10:56
Mæður okkar sögðu "þú getur gert allt sem þú villt" en við heyrðum "þú verður að geta allt"
Getur verði að við konur séum hafðar að fíflum alla daga og að við séum of samdauna tíðarandanum til að sjá það? Konum og stúlkum er stanslaust innrætt að þær séu ekki nógu góðar. í fjölmiðlum eru þeim sýndar fullkomnar konur sem allt geta. Verið sniðugar, verið á toppnum, verið fallegar, verið gáfaðar, verið vel klæddar og ekki síst verið mjóar. Okkur er innrætt að við séum vandamál eða eigum við vandamál að stríða. Og okkur eru sýndar lausnir á vandamálinu. Fyrir "sanngjarna" upphæð má kaupa hrukkukrem eða jafnvel fara í fegrunaraðgerð. Námskeið í því að klæða sig fallega, vera sterk eða að vera mjó. Hvað sem amar að þér kona, getum við bætt með aðgerð, kremi eða námskeiði. Við skulum ekki gleyma því að karlmenn og strákar eru hvorki blindir né heyrnarlausir, þeir standa hjá og meðtaka boðskapinn. Konan er gölluð vara sem þarfnast viðgerðar. Er nema von að þeir sjái okkur ekki sem jafningja. Hættum að hlusta á þessar úrtöluraddir höldum á lofti þeirri staðreynd að að líkami okkar er fullkominn eins og hann er. Engin á að þurfa að geta allt eða vera fullkomin. Konur þurfa ekki að vera fullkomnar mæður, fullkomnar eiginkonur, fullkomnir starfsmenn, fullkomnar stjórnmálakonur eða fullkomnir forstjórar. Ekkert frekar en karlar þurfa að vera fullkomnir.
Hvað kom fyrir? Af hverju höfum við ekki náð lengra? Við erum enn föst í því fari, að heimilishald og börn séu á ábyrgð kvenna, en peningar og völd á ábyrgð karla. Samkvæmt nýlegri könnun telja unglingar í grunnskóla að konur séu betur til þess fallnar að stunda heimilisstörf en karlar. Þessir unglingar verða innan nokkurra ára fullorðnir, stofna heimili og fara í vinnu. Hvernig verður jafnréttið hjá þeim?
Nú verðum við, öll þjóðin að skammast okkar og taka aðeins til hendinni. Taka jafnréttismálin föstum tökum og setja þau á dagskrá. Ræðum þau í sjónvarpi og útvarpi. Ræðum þau á pólitíkum fundum, í bæjarstjórnum, á Alþingi, á vinnustöðum og í skólum. Umfram allt ræðum jafnréttismál við börnin okkar og unglingana. Jafnréttismál hafa verið næstum ósýnileg í umræðu hér á Íslandi, þótt léttvæg. Þegar reiðir feminsitar, eins og ég, berja stöku sinnum í borðið, rísa upp varðhundar úrelts karlakerfis til að þagga niður í okkur ýmist með háði eða skítkasti. Ég gerði mér grein fyrir því við lestur nýjasta Bitch Magazine að ég er sjálf á þáttakandi í þessari fullkomnunaráráttu. Setningin sem varð kveikjan að skrifum mínum og ég nota sem fyrirsögn er fengin úr grein eftir Courtney E. Martin í sama blaði, ég kannaðist strax óþægilega við mig.
Við verðum öll að horfast í augu við að jafnrétti kynjanna kemur okkur öllum við, það er þjóðhagslega hagkvæmt að nýta krafta kvenna til jafns við karla.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
25.4.2007 | 17:49
Guð er góður......með sig.
Tillaga um hjónavígslu samkynhneigðra felld | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
24.4.2007 | 23:34
Umboð frá Guði
Það vona ég að prestastefnan á Húsavík álykti um að samþykka skuli hjónavígslur samkynhneigðra. Það þætti mér í anda þeirrar barnatrúar sem mér eins og svo mörgum öðrum Íslendingum var innrætt. Það er smánarblettur á stofnun sem vill kalla sig Þjóðkirkju að fara ekki eftir vilja meirihluta þjóðarinnar í þessu máli. Það er ekkert sem stoppar þá nema þröngsýni og fordómar. Ef Þjóðkirkjan treystir sér ekki til þess að koma fram við samkynhneigða af sjálfsagðir virðingu getur hún ekki ætlast til þess að þjóðin virði hana eða kæri sig um að kalla slíka stofnun þjóðkirkju. Hingað til hefur þetta litið út eins og hroki nokkurra manna sem telja sig hafa umboð sitt beint frá guði geti ráðið þessu. Ég er félagi í Þessu trúfélagi og hef satt að segja oft íhugað að skrá mig úr því. Ástæðurnar eru tvær, mér finnst kirkjan allt of karllæg og mér ofbýður framkoman gagnvart samkynhneigðum.
Einhver sagði að Íhaldsmaður væri sá sem virti ekki nýja tunglið viðlits af virðingu fyrir því gamla.
Prestastefna sett á Húsavík | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 25.4.2007 kl. 00:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
15.4.2007 | 03:10
Miðasala á Óbeislaða Fegurð hafin
Það er eitt betra en að skemmta sér og það er að skemmta sér við að styrkja gott málefni. Miðinn á Óbeislaða Fegurð þann 18. april n.k. kostar ekki nema 3.800 kr. og hægt er að panta miða í síma 895 7170 frá kl. 8:00 til 24:00 og í síma 8473 436 frá 12:00 til 18:00 eða á untamed@untamedbeauty.org Fordrykkur, matur, skemmtun,keppnin og ball sjá nánar á heimasíðu keppninnar. Fyrirtæki á Ísafirði og víðar hafa styrkt keppnina og gerir það okkur kleyft að láta aðgangseyrinn ganga til Sólstafa systursamtaka Stígamóta á Vestfjörðum.
Það er óhætt að segja að þetta uppátæki okkar hafi fengið mikla athygli. Keppnin er háðsádeila á fegurðarbransann. Hvert sem er litið fáum við skilaboð um útlit. Pressa sem miðar að því að steypa alla í sama mótið og finna hina einu sönnu fegurð. Kröfurnar er slíkar að einungis fáir uppfylla þær frá náttúrunnar hendi. Hinir sem eru of litlir eða of stórir eru hvattir til að taka nú á sínum málum og gera eitthvað í vandamálinu. Með því að kaupa tiltekið krem, fara í megrun eða jafnvel lýtaaðgerð. Fegurðarsamkeppnir vegsama þetta eina sanna útlit og því völdum við þá leið að nota það form. Með því að taka það sem kallast gallar eða er hreinlega útilokað í hefðbundnum keppnum og hefja það til virðingar, sýnum við fram á hversu fátæklegir og einhæfir þessir staðlar eru. Við setjum saman í keppni karla og konur, unga og gamla til að sýna fjölbreytileikann og fegurðina í hverjum og einum.
Það verður gaman að sjá hvort dómararnir geta dæmt um fegurð í keppninni eða hvort grípa verður til óhefðbundinna aðferða til að fá niðurstöðu. Við erum einmitt oft spurð að því hvernig í ósköpunum við ætlum að fara að því að dæma í svona keppni. Þá höfum við spurt á móti hvernig dæmt sé í hinum hefðbundnu keppnum. Þær upplýsingar liggja raunar ekki á lausu en við munum nota álíka heimskulegar aðferðir.
Fjölmiðlar um allan heim hafa sýnt þessari keppni mikinn áhuga alveg frá byrjun. Aðstandendur og keppendur hafa verið í útvarpsviðtölum og má nefna AFP, BBC, Newstalk Írlandi, Talk107 Edinborg, ABC Perth Ástralíu. Eitt eiga allir þessir fjölmiðlar sameiginlegt en það er að þeir komu strax auga á boðskapinn þó kalt háðið hafi verið það sem vakti athyglina. Satt að segja kom okkur á óvart hversu fáir hafa skammast í okkur fyrir að rugga bátnum en það er yfirleitt ekki vinsælt að rakka niður viðteknar venjur á svona óvæginn hátt.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
4.4.2007 | 14:40
Naflaskoðun án nafla.
Í hádeginu fór ég á Langa Manga eins og oft áður og fékk mér súpu og spjall. Meðal annara hitti ég nokkrar óbeislaðar vinkonur mínar sem sýndu mér þessa frábæru auglýsingu frá árinu 2006. Auglýsing þessi birtist í júlí eintaki tímaritsins Red sem að sem segist á forsíðu fjalla um bestu hlutina í lífinu. Blað þetta fjallar að miklu leyti um fegurð, falleg föt, fallegt fólk og fallegt líf. Eitthvað hafa þau farið fram úr sjálum sér þarna því ljósmyndarinn David Gubert á mynd í blaðinu af fyrsætunni Lizzy B. Eins og fram hefur komið, bæði í mínu bloggi og víðar, eru myndir í tímaritum almennt fótósjoppaðar s.s. breytt. Fyrirsætur eru gerðar grennri, augun færð til og húðini breytt svo eitthvað sé nefnt. Það sem er athyglisvert við þessa tilteknu mynd er að naflann vantar á konuna. Nú skal ég ekki segja til um hvort þetta var óvart en mér þykir það merkilegt.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
3.4.2007 | 16:57
Skjótum þá bara
Bush gagnrýnir ferð Pelosi til Sýrlands | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
28.3.2007 | 15:12
mbl.is ber ábyrgð á dauða ónefndrar konu.
Ísbjarnarhúnninn sagður hafa valdið dauða pandabirnu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
20.3.2007 | 00:05
Segjum það umbúðalaust.
Það er alveg yfirgengilegt hvað mikið drasl fylgir okkar vestræna lífstíl. Hvert sem ég lít eru umbúðir. Pappakassar. Plastpokar. Bréfpokar. Bóluplast. Gjafapappír. Öskjur. Plastfilma.
Ef ég skrepp út í búð til að kaupa krem, svo það frjósi ekki á mér nefið sit ég uppi með kremdollu sem gjarnan er stór að utan en lítil að innan. Væntanlega gert svo ég haldi að ég sé að fá meira fyrir peninginn. Kremdollan er sett í lítinn pappakassa, sem er samt oftast aðeins of stór, með þar til gerðum fölskum botni. Væntanlega gert svo ég haldi að ég sé að fá meira fyrir peninginn. Þessi krúttlegi kassi er síðan plastaður og alveg ótrúlega erfitt að ná bansettu plastinu utan af. Þessu er síðan skellt í lítinn plastpoka og þá erum umbúðirnar orðnar þyngri en kremið og umfang þeirra margfallt. Staðan krem 1 umbúðir 4
Þó reynslan af kreminu hafi næstum slegið mig út af laginu hætti ég ekki búðarápinu. Fór í bókabúðina til að kaupa mér tímarit. Svipaðist vongóð eftir góðu feminísku blaði en fann ekkert og keypti því húsablað. Fyrir þau sem ekki vita hvað það er þá er skilgreining okkar Deddu vinkonu á húsablaði sú að húsablað er blað um hús og allt mögulegt sem hægt er að setja inn í hús. Blaðinu var pakkað inn í plast og inn í plastinu var einhver auglýsingabók og tilboð í öðru plasti í plastinu. Ég sá við stráknum sem afgreiddi mig og harðneitaði að leyfa honum að láti blaðið mitt í poka. Staðan blað 1 umbúðir 2, hefðu verið þrír ef ég væri ekki svona fljót að hugsa.
Öll þessi innkaup gerðu mig svanga og ég skrapp í matvörubúðina. Keypti paprikkur, hverri einustu var pakkað í plast. Nokkra tómata, á frauðplastbakka og í plasti. Appelsínurnar hafði ég lausar og líka laukinn. Brauð í poka. Hrísgrjón í poka og kassa. Mjólk í fernu. Lambakjöt í poka í álbakka í pappahólk. Öllu þessu kom ég svo í einn poka. Staða matur 8 umbúðir 11
Samtals gera þetta 10 vörur gegn 17 umbúðum. Þó sýndi ég þrisvar umhverfisvæna tilburði og neitaði mér um poka. Afkomendum okkar mun þykja mikið til arfleiðarinnar koma, ruslahaugar og mengun. Margt lítið gerir eitt stórt. Hættum að pakka inn gjöfum, felum þær undir skyrtum og fyrir aftan bak. Upp á skáp eða undir rúmi. Segjum það umbúðalaust.
Bloggar | Breytt 15.8.2007 kl. 21:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)