Við ættum ekki að styrkja íþróttahreyfingu sem ekki notar siðferðisreglur.

Er ekki mál til komið að við, íslenskir skattgreiðendur, hættum að leggja íþróttahreyfingunni til peninga þangað til forsvarsmenn þeirra setja sér siðferðisreglur - og fara eftir þeim.  Ég legg þetta til í fúlustu alvöru og tilefnið er að sjálfsögðu þetta ömurlega mál um fjármálastjórann sem heimsótti strípistað í Zürich, glutraði þar niður greiðslukorti Knattspyrnusambandsins og sú nöturlega staðreynd að sambandið telur þetta ekki brottrekstarsök.

Nú finnst mér ég hafa heyrt af því ávæning að einhver félagasamtök, fyrirtæki og sveitarfélög hafi sett reglur, eða séu að setja reglur, sem banna þeim sem ferðast á þeirra vegum að kaupa vændi, sækja strípistaði eða þess háttar.   Þetta finnst mér eðlileg krafa og ólíðandi með öllu að fólk kaupi afnot af öðrum manneskjum til að svala sínum fýsnum á dagpeningum frá hinu opinbera eða íþróttasamböndum.

Það er með ólíkindum að  fosrvarsmenn KSÍ skuli ekki skammast sín og sjá hversu alvarlegt málið er. Allt bendir því miður til þess að þar á bæ ráði ríkjum einhverjar risaeðlur, sem fram í rauðan dauðan berjast fyrir rétti karlmanna til að fróa sér á strípistöðum í svokölluðum fundaferðum til útlanda.  Í það minnst verja þeir rétt þessa "flekklausa" starfsmanns og segjast ekki hafa orðið fyrir neinu tjóni.  Vissulega var sá flekklausi en jafnframt óheppni látinn endurgreiða þær upphæðir sem teknar voru af kortinu, en hvað um orðsporið? 

Það er líka fróðlegt að rifja upp mál keppanda í hestaíþrótt sem var rekinn því hann fékk sér í glas og bera það saman við þetta mál.  Um það má má lesa hér. Það er greinilegt að sumir eru réttari en aðrir hjá íþróttahreyfingunni.

Ég legg til að Íþróttasamband Ísland og öll íþróttafélög og sambönd, setji nú þegar reglur sem banna öllum sem ferðast á þeirra vegum að kaupa vændi eða stunda strípistaði.  Að brot á þessum reglum verði brottrekstrarsök. 

 


mbl.is Dýrt næturævintýri Íslendings í Sviss
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Snævar Haraldsson

Ég er ekki að fatta þig. Hvar er talað um vændi og stripp í þessari frétt.

Eða áttu við að það eigi að banna fólki að fara á næturklúbba.

Jóhannes Snævar Haraldsson, 6.11.2009 kl. 23:14

2 Smámynd: Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir

Já ég er að tala um að þeim sem ferðast á vegum ríkisins og íþróttafélagana verði bannað að sækja slíka staði.

Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir, 6.11.2009 kl. 23:20

3 identicon

Hræsni... tíbíst kvennrembubull... allir karlar eru kynóðir fjandar bara fyrir það eitt að álpast inná næturklúbb.. já, Hræsni...  

Snorri Ólafsson (IP-tala skráð) 6.11.2009 kl. 23:28

4 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Hafandi enga sérstaka andúð eða sterka skoðun á rekstri næturklúbba get ég samt ekki annað en sett alvarlegt spurningamerki við þá staðreynda að maðurinn lét kort félagsins fara í gegnum kerfið hjá umræddum stað? Af hverju? eiga menn ekki að nota sín prívat kort á "dansstöðum" eða næturklúbbum þegar þeir eru að sækja þessháttar staði?

Það að "álpast" inná næturklúbb er töluvert annað en að gefa afgreiðslumönnum staðarins kredidkortanúmer þessa Íþróttasambands. er það ekki rétt?

Ylfa Mist Helgadóttir, 6.11.2009 kl. 23:37

5 Smámynd: Jóhannes Snævar Haraldsson

Elsku Matthildur, ertu nú ekki að missa þig vegna sjálfgefinna atriða. Þó Moulin Rouge hafi verið vafasamur staður í myndinni sem sýnd var í bíó um árið, þá þarf ekki að vera að að þetta hafi endilega verið vændishús þarna í Sviss. Fólk er að lenda í þessu um allan heim með kortamisnotkun.

Annars gerði ég nú þessa athugasemd vegna þess að ég verð argur yfir að sjá ádeilur á alla íþróttahreyfinguna hjá þér vegna þess að þú gefur þér að maðurinn hafi verið að kaupa sér vafasama þjónustu. Ég tel allavega ekki að við eigum að draga kvennalandsliðið okkar úr keppni á HM vegna þessa. Karlalandsliðið skiptir engu máli, þeir geta ekki neitt hvort sem er. 

Þú mátt ekki setja samasem á milli vændishúsa og næturklúbba. 'A mörgum hótelum sem ég hef gist erlendis eru næturklúbbar þar sem maður jafnvel borðar fyrripart kvölds og situr svo og fær sér í glas þegar líður á kvöldið. 

Við skulum ekki skjóta fyrst og spyrja svo.

Jóhannes Snævar Haraldsson, 6.11.2009 kl. 23:45

6 Smámynd: Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir

Jóhannes þú ættir kannski að kíkja á heimsaíðu Moulin Rough í Zürich áður en þú skítur á að þetta sé venjulegur næturklúbbur sem maðurinn álpaðist inn á og afhenti þeim óvart kreditkortin. 

En, burt séð frá þessu tiltekna máli finnst mér eðlilegt að setja reglur um kaup á vændi eða fylgdarþjónustu hjá Íþróttahreyfingunni.  Það segja mér kunnugir að innan hreyfingarinnar séu strangar siðareglur.  Annað hvort ná þær ekki yfir þetta og reglurnar hafa verið beygðar eða þær ná ekki yfir þetta.  Ef hið síðarnefnda er rétt þá finnst mér eðlilegt að skerpa á því. 

Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir, 7.11.2009 kl. 00:05

7 identicon

20 Minuten Online segir, að Íslendingurinn hafi heimsótt nokkra næturklúbba, síðast staðinn Moulin Rouge þar sem kampavínið flóði. Daginn eftir hafi Íslendingurinn uppgötvað að úttektir á kortunum námu 67 þúsund svissneskum frönkum,.............

......... Þessi þriggja barna fjölskyldufaðir (Tyrki sem plataði greyið )  hefði haldið úti fjölda rússneskra vinkvenna og ekið um á lúxuskerru.

Aumingja maðurinn  æ æ æ strangheiðarlegur að fá sér í gogginn eftir erfiða fundi í útlandinu. æ æ æ 

vond kona sem skilur ekki neitt ! (IP-tala skráð) 7.11.2009 kl. 00:08

8 identicon

þessi maður á að segja af sér, ekki spurning, veit ekki betur enn að KSÍ sé styrkt af almanna fé.

það hefur þá verið logið að manni að þetta félag sem og önnur íþróttafélög eigi að hafa svo mikið forvarnargildi í sem víðustum skilningi þess orðs. Halló ! þetta var ekki  neinn fyrirmyndarklúbbur sem maðurinn "lenti" inn á. 

Ekki orð að marka svona froðusnakk !

Svo heitir hann Pálmi Jónsson þessi maður.

HG (IP-tala skráð) 7.11.2009 kl. 00:13

9 identicon

Tvennt fimmst ,mér ámælisvert í þessu máli. Í fyrsta lagi að maðurinn skyldi nota kort KSÍ til eigin nota hver sem þau eru. Og í öðru lagi að maðurinn skuli enn vera í vinnu hjá þeim. Ekki vildi ég hafa mann sem misnotar svona aðstöðu sína í vinnu hjá mér, sama hversu góður starfsmaður hann væri.

Guðrún Óladóttir (IP-tala skráð) 7.11.2009 kl. 01:05

10 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Menn eru hiklaust rændir á svona stöðum, einkum og sérílagi ef þeir eru einir á ferð og drukknir. Erlendis eru þessir staðir með öfluga dyraverði (les handrukkara) og undarlega mörg dæmi eru um að menn líði útaf eftir eitt glas.

Sigurður Þórðarson, 7.11.2009 kl. 07:10

11 identicon

Ég gef ekki mikið fyrir svona bönn sem slík, enda þyrfti þá að setja sem skilyrði við ráðningu í slík störf að viðkemandi sé náttúrulaus með öllu.  Við verðum líka að gera ráð fyrir að siðferðiskennd flestra þeirra sem svona störfum gegna sé í lagi.  EN....skrifa heilshugar undir  að íþróttafélög setji sér siðareglur, löngu tímabært.  Mér segir svo hugur að Ríkisskattstjóri þyrfti að kanna alla innviði þessara félaga.

Sig. R. Þórarinsson (IP-tala skráð) 7.11.2009 kl. 10:19

12 identicon

Svona er Ísland í dag!

Jón Þórhallsson (IP-tala skráð) 7.11.2009 kl. 10:41

13 Smámynd: Guðmundur Benediktsson

Mér sýnist sumir hér líta framhjá alvöru málsins.

Starfsmaður KSÍ er á ferð á vegum sambandsins.

Það er eitt að fá sér einn á hótelbarnum og annað að gera sér ferð á strippstað og njóta þar lífsins lystisemda og veifa frekar röngu korti en öngvu. Ég held líka að það séu ekki jafn skörp skil á milli næturklúbba og vændishúsa og Jóhannes vill vera láta.

Málið er svo vendilega þaggað niður af bræðralaginu.

Það er sjálfsagt að gera meiri siðferðislegar kröfur til forsvarsmanna samtaka sem höfða jafnmikið til barna og íþróttir gera.

Getur verið að KSÍ sé jafnmikil "mafía" og Alþjóða ólympíunefndin, svo ekki sé minnst á Alþjóðlega handknattleikssambandið?

Guðmundur Benediktsson, 7.11.2009 kl. 11:00

14 Smámynd: Guðmundur Benediktsson

Ekki meir Geir!

Guðmundur Benediktsson, 7.11.2009 kl. 11:01

15 identicon

Má ekki segja thad sama um kvótakerfid?  Thjódin samthykkir sidlaust kerfi sem búid er ad rústa sidferdi og efnahag hennar. 

Ad fullordid fólk láti slíkt kerfi vidgangast er ömurlegur vitnisburdur um heimsku og aulahátt íslendinga.

Íslenska thjódin er á beinni og breidri braut til helvítis.

Daníel (IP-tala skráð) 7.11.2009 kl. 11:04

16 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Samála þessum pistli og tek mér orð Guðmundar Benediktssonar í munn, sem hittir naglann "lóðbeint" á höfuðið.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 7.11.2009 kl. 11:43

17 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Mér finnst engu máli skipta í hvað kortið var notað - það er greinilega brot að brúka kort vinnuveitandans til einkanota, hvort sem það er til að kaupa brauð handa öndunum eða til annars.

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 7.11.2009 kl. 15:28

18 identicon

Ekki er þetta framferði til fyrirmyndar hjá þessum starfsmanni KSÍ, svo mikið er víst. Ljóst að þessi starfsmaður hefur misstigið sig en hins vegar fer tvennum sögum af því hvað raunverulega gerðist svo það er það er erfitt að dæma, eiginlega ómögulegt. En að dæma alla íþróttahreyfinguna sem hefur innan sinna vébanda tugi þúsunda einstaklinga út frá þessu atviki, er náttúrulega alveg fráleitt. Víða eru breiskir einstaklingar, ólíklegt að það sé hærra hlutfall af þeim innan íþróttahreyfingarinnar miðað við allt þjóðfélagið allt. Að sjálfsögðu eru siðareglur innan íþróttahreyfingarinnar, þær eiga reyndar aðallega við um íþróttamennina sjálfa. Er íþróttahreyfingin styrkt af ríkinu ? Það eru aldeilis fréttir. Íþróttahreyfingin fær tekjur sínar eftir ýmsum leiðum, aðgansgseyrir á kappleiki, æfinga og félagsgjöld, lottótekjur, styrkir frá fyrirtækjum og einstaklingum og sjónvarpsréttartekjur. Í tilfelli KSÍ kemur stærstur hluti tekna af sjónvarpsrétti.

JónJ (IP-tala skráð) 7.11.2009 kl. 22:53

19 identicon

Aumkunarvert var að heyra formanninn segja að umfjöllunin um málið og það að málið væri nú orðið opinbert skaðaði knattspyrnuhreyfinguna. 

Jóna Benediktsdóttir (IP-tala skráð) 9.11.2009 kl. 21:12

20 Smámynd: Herdís Alberta Jónsdóttir

Ég er sammála Guðmundi og þar að auki vildi ég ekki hafa gæjann í vinnu... myndi bara ekki treysta honum. Ekki heldur konu sem hefði eytt milljónum af fyrirtækjakorti í skó og föt.... þetta er siðleysi og þjófnaður.... og sérlega þar sem íþróttahreyfingin á í hlut.... fyrirmyndirnar og allt það.

Herdís Alberta Jónsdóttir, 11.11.2009 kl. 11:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband