Sætti mig ekki við Útvarp Reykajvík, í Reykjavík um Reykjavík

Vestfirðingar mótmæla yfirvofandi lokun starfstöðvarinnar á Ísafirði og
uppsögn fréttamanns þar.

Það er mikið hagsmunamál fyrir alla íbúa landsins að fréttamenn og annað
dagskrárgerðarfólk hafi aðsetur sem víðast um landið. Í yfir 20 ár hefur Ríkisútvarpið rekið starfstöðvar á Akureyri, Egilstöðum og á Ísafirði. Hafa þessar stöðvar sent út svæðisútvarp þar sem málefni hvers svæðis hefur verið í brennidepli. Auk þessa sem margir útvarpsþættir hafa verið sendir út frá svæðisstöðvunum, til að mynda Okkar á milli, innslög í Samfélagið í nærmynd og dægurmálaútvarpið svo eitthvað sé nefnt.
Það verður ekki séð hvernig Ríkisútvarpið ætlar að rækja skyldur sínar við íbúa landsins ef öll dagskrárgerð verður í Reykjavík um Reykjavík. Ríkisútvarpið hefur bæði öryggis og menningarlegum skyldum að gegna og því skorum við á stjórn RÚV og Menntamálaráðherra að grípa inn í þessa atburðarrás. Það er með ólíkindum að enn og aftur skuli niðurskurðarhnífnum vera beitt á landsbyggðina.

Mætum á laugardaginn kl. 16 fyrir framan starfstöð RÚV á Ísafirði. Höfum með okkur útvarpsviðtækin, gömul, ný, stór og smá - sýnum samstöðu og krefjumst réttar okkar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hörður Halldórsson

Ómar Ragnarsson hefur bent á að Útvarpshúsið var allt of stórt og dýrt.Mér finnst að RÚV hefði átt að þjappa sig saman á Laugaveginum.Margir milljarðar farið í þetta fokk á Efstaleiti.Og Landsbyggðin líður fyrir rangar ákvarðanir.

Hörður Halldórsson, 30.1.2010 kl. 11:05

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Innilega sammála þér Matthildur mín.  Við harðneitum að láta loka útvarpinu á Ísafirði.  Og heyrst hefur að ennþá hafi útvarpsstjórinn jeppann góða og háu launin sín, og víst er hann ennþá að lesa fréttirnar.  Svo ekkert hefur breyst nema uppsagnir og lokanir.  Hausarnir enn við það sama.  

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.2.2010 kl. 10:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband