Formsatriði var ekki fullnægt

Á sama tíma og hið opinbera sýknaði olíuforstjóranna sem sannanlega höfðu okrað á okkur árum saman, fékk lítið kaffihús út á landi einn á lúðurinn frá þriggjamanna nefnd á vegum Dómsmálaráðuneytisins, eða eigum við að segja á vegum hins opinbera.  Nefnd þessi komst að þeirri niðurstöðu að vínveitingaleyfi kaffihússins skildi gert ógilt þar sem öllum formsatriðum hafði ekki verið fullnægt.

 

Forsaga málsins er sú að eigendur kaffihússins fóru á fund sýslumanns fyrir tæpu ári síðan til að endurnýja leyfin fyrir staðinn.  Sýslumaður tók þeim vel en fór fram á nokkur vottorð og skýrslur frá þar til bærum aðilum auk nokkura þúsundkalla í ríkissjóð.  Það tók ekki nema nokkra daga að útvega alla pappírana (frá 9 mismunandi aðilum) sem sanna skildu sakleysi eigendanna og ágæti staðarins.  Eftir nokkra umhugsun gaf sýslumaður út veitingaleyfið.  Í kjölfarið  gaf viðkomandi bæjarstjórn út vínveitingaleyfi. Til að lífið sé ekki of einfallt eru þessi leyfi  ekki gefin út af sama aðila. Og ballið hélt áfram.  Bæjarbúar og gestir undu sér við blaðalestur yfir súpuskál eða kaffibolla.  Kíktu á leikinn.  Reyndu fyrir sér í Drekktu betur.  Nú eða fengu sé öl eða vín í góðra vina hópi.  Á tónleikum með íslenskum og erlendum tónlistarmönnum, frægum eða ekki eins og gengur.  Var þá ekki allt í lagi í paradís? Nei, aldeilis ekki.  Þriggja manna nefndin skarst í leikinn og ógilti leyfið. Bæjaryfirvöld höfðu gert þau alvarlegu mistök að byggja sinn úrskurð á úrskurði sýlsumanns en hirtu ekki um að fá sjálfir sömu skýrslurnar frá sömu aðilunum og fara aftur yfir þær. Nú skulu eigendur kaffihússins fara aftur af stað og safna vottorðum og skýrlsum í tvíriti eða tveimur frumritum með tilheyrandi kostnaði og fyrirhöfn.  Þökk sé þriggja manna nefndinn sem skarst í leikinn og kom í veg fyrir tilburði opinberra starfsmanna við hagræðingu og sparnað.

Er nema von að konu fallist stundum hendur?

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hlynur Þór Magnússon

Hafa svo allir nokkuð að iðja, eins og Árni Magnússon handritasafnari sagði.

Hlynur Þór Magnússon, 9.2.2007 kl. 23:26

2 identicon

Haha... Nefndin er eitthvað farin að ryðga enda ekki fundað síðan í október 2004

Allavega samkvæmt þessu:

http://rettarheimild.is/DomsOgKirkjumala/UrskurdarnefndUmAfengismal/

 Kv. Eygló J.

Eygló J. (IP-tala skráð) 12.2.2007 kl. 11:32

3 identicon

Velkomin í bloggheima!

http://www.vestan.blogspot.com/ 

Harpa Jónsdóttir (IP-tala skráð) 12.2.2007 kl. 13:35

4 identicon

Þetta er ótrúlegt! Það bara má ekki loka Langa blessuðum, eina almennilega kaffihúsinu/barnum á staðnum!

Harpa Jónsdóttir (IP-tala skráð) 12.2.2007 kl. 13:37

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Matthildur þetta mál er alveg með ólíkindum, og svo hefur hver sinn djöful að draga, eins og þar stendur.  Segi ekki meira um það.  En kaffihúsið litla er gersemi og við viljum hafa það hérna, með sínum uppákomum, súpum og öðru munngáti, listsýningum og drekktu meira spurningaleiknum og góðum gestum.

Þið eruð frábær og þú ert hetja.  Bestu kveðjur Ásthildur.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.2.2007 kl. 09:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband