Hvað veist þú um fótbolta?

Ég er ein af þeim sem studdi Höllu í formannskjöri KSÍ.  Allir vita hvernir það fór en ég held því þó kokhraust fram að framboð hennar hafi þegar haft áhrif og muni gera það í framtíðinni.  Þá bendi ég t.d. á að skömmu fyrir kosningarnar voru fornar karlrembu reglur um dagpeninga lansdliðskvenna leiðréttar.  Það hafði nefnilega tíðkast að greiða kvennalandsliðinu lægri dagpeninga en karlalandsliðinu.  Þær fengu m.a.s. lægri greiðslur en silkihúfurnar sem fylgdu þeim á leiki eftir því sem ég kemst næst.  Gott mál í sjálfu sér að þetta hafi verið leiðrétt og vonandi heldur stjórnin (14 -2 fyrir körlum) áfram á þessari braut.

 Ég er ekkert tapsár fyri þessum úrslitum enda vissum við að á brattann væri að sækja en ég er aftur á móti stór móðguð.  Móðguð vegna þess að í dag hef ég hef í tvígang verið spurð hvaða vit ég hafi á fótbolta.

Hversu mikið vit þarf ég að hafa á fótbolta til að sjá kynjaslagsíðuna hjá KSÍ?

Hversu mikið vit þarf ég að hafa á fótobolta til að vilja sjá breytingar á þeim reglum sem leggja ofur áherslu á úrvalslið karla í fótbolta?

Hversu mikið vit á fótbolta þarf ég að hafa til að sjá að fótholti má vera fyrir alla, konur, karla, stelpur og stráka?

Já svei þér matthildur að hafa skoðanir og þora að ræða þær, eða hvað! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

U go girl :)

Kv Michelin Gellurnar

Fröken og Ungfrú Michelin (IP-tala skráð) 12.2.2007 kl. 22:27

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég veit ekkert um fótbolta eða yfirleitt neinn boltaleik nema þá leiki sem við krakkarnir stunduðum á Stakkanesinu í gamla daga, þar var enginn kynjamismunur, mesta lagi að þau yngstu væru valin seinast í liðið.  En ég er alveg sammála þér um skömmina í þessu kjöri.  Heil þrjú atkvæði ?  En hún hefur örugglega breytt sögunni með þessu framboði sínu og rutt veginn fyrir þær konur sem á eftir koma. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.2.2007 kl. 09:01

3 identicon

Auðvitað mega allir hafa skoðun á fótbolta.

Hversu mikið vit á fótbolta þarf ég að hafa til að sjá að fótholti má vera fyrir alla, konur, karla, stelpur og stráka?

Það er hins vegar þessi gagnrýnispunktur um að fótbolti hafi hingað til einungis verið fyrir karlkyns afreksíþróttamenn sem á engan vegin rétt á sér.

Það hefur átt sér stað gífurleg uppbyging í þjálfun barna á síðastliðnum árum og því eru þessi orð sem prump út í vindinn og ljóstrarðu þannig upp um vanþekkingu þína á fótboltanum hér á landi. Það vita þetta allir sem tekið hafa þátt í starfi knattspyrnunar.

Finnst ykkur einhver skömm af því að frambjóðandi fæddur 1981 sem hefur lítið sem enga reynslu af starfi innan KSÍ tapi gegn reynslubolta eins og Geir Þorsteinssyni? Er ekki allt í lagi? Þið ættuð frekar að hvetja Höllu til að halda áfram á þessari braut en að skammast.

Ólöf (IP-tala skráð) 13.2.2007 kl. 15:08

4 identicon

 

Ég sat sjálf í stjórn íþróttafélags í 6 ár og þekki því aðeins inn á svona mál þó svo að KSÍ sé allt stærra í sniðum. Ég veit að svona störf eru mjög vanþakklát og þreytandi til lengdar og það er alltaf gott að fá ferskt blóð í starfið. Þessi stúlka virkaði vel á mig og kom fram með miklum krafti. Ég er sannfærð um að hún hefði staðið sig frábærlega hefði verið tekið mark á henni og örugglega betur en maður sem hefur staðið í þessu í mörg ár og ég vil meina (af reynslu) að sé brunninn út.

Kv.

Eygló J. 

eygló Jónsdóttir (IP-tala skráð) 13.2.2007 kl. 17:22

5 identicon

Svo annað. Kvennalandslið Íslands á ekki mjög langt í land með að ná inn á stórmót (HM eða EM) það hefur vantað herslumuninn upp á það og það mun gerast innan tíðar. En ég held að við þurfum ekki að vonast eftir því, hversu bjartsýn sem við erum, að karlaliðið komist nokkurn tíman á slíkt mót. Þannig er það bara.

Kv.

Eygló J. 

eygló Jónsdóttir (IP-tala skráð) 13.2.2007 kl. 17:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband