19.2.2007 | 14:20
Sérmerkjum fótósjoppaðar myndir.
Af og til er almúganum bent á það hvernig átt er við myndir í tímaritum sérstaklega þó frosíðumyndirnar. Í daglegu tali er þetta oft kallað að fótósjoppa. Gjarnan er líkama kvenna og stundum raunar karla líka breytt verulega á myndum. konur eru gerðar örmjóar og takmarkið á að vera að gera viðfangsefnin gallalaus. Ég set stórt spurningarmerki við þessa gallaeyðingu. Hvað er galli í útliti manneskju? Mér virðist sem hugtakið gallalaus manneskja sé á þessum myndum manneskja með örmjóa handleggi og læri, húðin hrukkulaus og ljósbrún, mittið óeðlilega mjótt og andlitið og hálsinn einhvern veginn ótrúlegt. Hvernig stendur á því að við getum ekki komið fyrir alþjóð á forsíðum tímarita eins og við erum?
Ég legg til að myndir sem búið er að lagfærða verði merktar á sérstakann hátt þannig að við getum áttað okkur á því hvað er og hvað er ekki.
Athugasemdir
Það væri þá örugglega fljótlegra að merkja þær sem eru það ekki En auðvitað er ég alveg sammála þér!
Harpa J
http://www.vestan.blogspot.com/Harpa Jónsdóttir (IP-tala skráð) 20.2.2007 kl. 13:16
Það sorglega er að margar stelpur og konur eyða svo ævinni, peningunum sínum og hamingju í að reyna að líta út eins og hið ómögulega. Mér finnst þetta góð hugmynd með að sérmerkja myndirnar..og einhversstaðar innnan í blaðinu ætti svo upphaflega og raunverulega myndin að vera til staðar. Before and after photoshopping!
Gaman að "sjá" þig aftur eftir allan þennan tíma Matta mín.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 22.2.2007 kl. 10:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.