Óbeisluð fegurð á Ísafirði

Áhugahópur um óbeislaða fegurð hefur í hyggju að halda feguðarsamkeppni á Ísafirði.  Keppnisreglur  eru einfaldar og er meiningi að bæði kynin geti tekið þátt.  Þátttakendur verða að vera komnir af barnsaldri og vera sem upprunalegastir þ.e. hárígræðslur, brjóstastækkanir og aðrar lýtaaðgerðir geta útilokað fólk frá keppni.

Það telst keppendum til tekna ef lífið sést utan á þeim.  Er þá átt við aldur, aukakíló, hrukkur, slit vegna barnsfæðinga, lafandi brjóst, skalli,loðið bak appsínuhúð o.þ.h. teljast til kynþokka.  Keppendur munu hvorki þurfa að grenna sig né þyngja til að geta tekið þátt og aðstandendur keppninnar minna á að tíða ferðir í ljós geta valdið krabbameini.  Keppt verður um titilinn Óbeisluð fegurð 2007 auk nokkurra annara tiltla; Michelin 2007, húðslit 2007, Dansukker 2007 svo einhverjir séu nefndir. 

Áhugasamir sendi póst á ljufar@hotmail.is til að fá nánari upplýsingar og til að skrá sig í keppni.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Vá loksins á maður sjens á að vinna hehehe.....

En þetta er skemmtilegt framtak.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.2.2007 kl. 14:04

2 Smámynd: Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir

Á tímum frjálsræðis er allt hægt.

Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir, 20.2.2007 kl. 14:07

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

já einmitt. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.2.2007 kl. 15:27

4 identicon

Jessmann, velkomin aftur í bloggið! Loksins fær kona að skjá til þín aftur og kominn tími til!  Skjáumst!

p.s. Má mín vera bloggvinKONA þín? Knúskveðja frá Edinborg, Villa.

www.vilborgd.blogspot.com (IP-tala skráð) 20.2.2007 kl. 17:56

5 identicon

Frábært!

Harpa J    

http://www.vestan.blogspot.com/

Harpa Jónsdóttir (IP-tala skráð) 20.2.2007 kl. 18:16

6 Smámynd: Sigríður Jósefsdóttir

Hvenær er þetta, var að hugsa um að skrá eiginmanninn  Hann er bæði sköllóttur og með loðið bak?  (Þarf hann að koma fram í sundskýlu?)

Sigríður Jósefsdóttir, 21.2.2007 kl. 15:22

7 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Hæ Matthildur ! Frábært framtak hjá ykkur þessum óbeisluðu, He He. Vonandi fáið þið vínveitingaleifið fljótt. Það veitir ekki af að fara sameina öll leifi sem fólk þarf í sambandi við sína starfsemi á einn stað.Gaman væri ef þú mundir skila kveðju til Sirríar systur þinnar. Kveðjur og gangi ykkur alt í haginn Milla á Húsavík.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 28.2.2007 kl. 19:07

8 Smámynd: Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir

Við misstum raunar aldrei leyfið en þessi einmanna sál sem er að berjast gegn því að veitingastaðir séu opnir fram yfir 11 á kvöldin á Ísafirði matar fjölmiðla á villandi upplýsingum.  Þetta breytist allt núna á næstunni því engin rök eru fyrir því að við fáum ekki leyfi. 

Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir, 1.3.2007 kl. 11:17

9 identicon

Hvar á maður að skrá sig? ég er nefnilega með tilviljunakennda brjóstastærð!

Frábært framtak, nútímavæða hrútasýningarnar, komin tími til.

Halla Signý

Halla Signý (IP-tala skráð) 1.3.2007 kl. 15:37

10 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já ég er að hugsa um að melda mig inn í keppnina.  Geri það hér með til þín sérstaklega Matthildur mín.  Í hólfið 60+

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.3.2007 kl. 21:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband