9.3.2007 | 11:04
8. mars. 2007 Fyrst kemur fyrst fær.
Í gær var alþjóðlegur baráttudagur kvenna og ég ákvað að skrifa ekkert um daginn fyrr en hann væri liðinn. Það er nú svo skrítið að smáatriðin verða stundum stór þegar kona lítur til baka. Það sem yljaði mér mest um hjartarætur í gær var látlaus auglýsing frá bókamarkaði. Fyrst kemur fyrst fær. Ég hef gaman að því að grúska í málinu okkar, snúa út úr og setja á hvolf. Ekki síst að velta fyrir mér af hvernig við tökum til orða. Alla mína tíð hef ég heyrt fyrstur kemur fyrstur fær, og hafði ekkert spáð nánar í það.
Hver sem samdi þessa auglýsingu fær frasaverðlaun Matthildar, en þau eru veitt þegar tilefni gefst til.
Athugasemdir
Þær síðustu verða fyrstar.
Skemmtileg auglýsing...ætli það hafi margar tekið eftir þessu?
Gangi bara allt vel..sé að óbeilsuð fegurð vekur athygli sem er gott mál.
Bæ
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 9.3.2007 kl. 12:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.