Hvar voru þeir í dag?

Ég fór á borgarafund á Ísafirði í dag.  Fundurinn var undir yfirskriftinni Lifi Vestfirðir og var ákall til þingmanna að láta póltískar deilur til hliðar og ræða ástand í atvinnumálum hér á Vestfjörðum og koma með raunverulega lausnir.  Það er skemmst frá því að segja að þingmenn D og B lista mættu ekki.  Þetta eru væntanlega skýr skilaboð til okkar um hvað þeim hafa mikinn áhuga á svæðinu.  Kannski ætla þeir að mæta í jarðarförina enda oftar en ekki veitt vel erfisdrykkjum.  

Ég skora á alla atkvæiðisbæra að kjósa ekki eftirfarandi frambjóðendur:

Sturla Böðvarsson 

Einar Oddur Kristjánsson

Einar K. Guðfinnsson

Magnús Stefánsson

Þeir stimpluðu sig út í dag.

 

Þess má geta að Sturla og Magnús létu vita að þeir kæmu ekki. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

100% sammála.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.3.2007 kl. 22:05

2 Smámynd: Sigríður Jósefsdóttir

Var flogið?

Sigríður Jósefsdóttir, 11.3.2007 kl. 23:14

3 Smámynd: Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir

Já það var flogið.  

Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir, 12.3.2007 kl. 08:59

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já og nokkrir komu líka bílandi ef ske kynni að ekki yrði flogið, til dæmis Guðjón Arnar.  Og einhverjir eyddu nóttinni á Steingrímsfjarðarheiðinni vegna ófærðar.  Svo þarna er enginn afsökun tekin gild. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.3.2007 kl. 10:57

5 identicon

 

Ég bara trúi ekki að þessir herrar fái mörg ísfirsk atkvæði. Ég hef trú á fólkinu hér og held að það sé betur gefið en svo að það hendi atkvæði sínu í þessa menn.

Þeir hafa skilið eftir skýr skilaboð til okkar.  Takk, gott að vita.

gló (IP-tala skráð) 12.3.2007 kl. 11:32

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég er að vísu ekki Ísfirðingur en get ekki látið hjá líðast að dást að þverpólitísku samstarfi vestfirska kvenna við eflingu bæði menningar og atvinnutækifæra þarna hjá ykkur.  Svei mér þá ef þið gætuð ekki stofnað nýjan Kvennalista.  Finnst þið æði!

Varðandi þá sem lýstu með fjarveru sinni finnst mér að þeir megi skammast sín nema kannski Magnús greyið sem fékk sykurfall.  Er sykursjúk og veit að það er ekki heiglum hent að fá sykurlost svona en tu tre.  Ég tek það fram að ég gef ekki mikið fyrir Framsóknarmenn.

Áfram stelpur

Jenný Anna Baldursdóttir, 12.3.2007 kl. 15:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband