15.3.2007 | 00:32
Ekkert!
Vestfirðingar: "Ekkert múður lengur við viljum sjá aðgerðir í atvinnu og samgöngumálum, strax"
Ríkisstjórnin: Starir þegjandi út í loftið
Geir forsætis: "Vestfirðingar"
Vestfirðingar: "Já"
Geir forsætis: Ekkert!
Á einni langferð frá Reykjvavík til Ísafjarðar sl. haust fundum við sonur minn upp leikinn Ekkert til að stytta okkru stundir. Það kom mér verulega á óvart að þessi leikur væri orðin það þekktur og vinsæll að ríksstjórn Íslands léki hann við okkur þegnana. Leikurinn getur staðið yfir eins lengi og þáttakendur nenna og margir geta tekið þátt. Reglurnar eru ekki flóknar en lúmskum gengur oft betur en hinum. Þær ganga út á að leikmaður A ávarpar leikmann B, t.d. með nafni, og B svarar "já" eða "hvað" í þeirri vissu eða von að A hafi eitthvað fram að færa. En þá hefur A leitt B í gildru og vinnur stig með því svara "Ekkert!". Sá vinnur leikinn sem oftar getur svarað ekkert, hvort sem leikurinn stendur yfir í tiltekinn tíma eða takmarkið er að ná tilteknum stigafjölda. Oftar en ekki þarf að beita blekkingum og fagurgala til að ná stigum því fæstir láta veiða sig oft í sömu gildru, og þó.
Athugasemdir
Góð Matthildur
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.3.2007 kl. 09:27
Ha ha ha ha!
Við nánari umhugsun er þetta ekkert sérstaklega fyndið í ljósi þess að þetta er ekki leikur heldur rammpólitískur raunveruleiki. Ha hvað?
Ekkert.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 15.3.2007 kl. 12:53
BBC!
Gunnar (IP-tala skráð) 15.3.2007 kl. 16:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.