16.3.2007 | 12:01
Er Zero ekki bara Núllið í Bankastrætinu?
Nú þykja mér vinir mínir í kók hafa gleypt stærri bita en þeir geta kyngt. Eins og allir vita þarf fólk að verða slungið til að hitta á rétta nafnið og réttu herferðina í markaðssetningu á vöru. Hitti fólk ekki í mark er allt unnið fyrir gíg. Mér sýnist að hér séu markaðsfólkið hjá kók að daðra við þann fámenna hóp fólks ,aðallega ungra karla, sem sýnt hafa fádæma áhuga á því að niðurlægja konur og tala niður kvennfrelsi. Athyglisvert að þetta skyldi vera það eina sem þeim datt í hug af öllu því skemmtilega sem karlkynið tekur upp á.
Þetta hefur þeim hjá markaðsdeildinni þótt mjög snjallt, vitandi það að konur eins ég sem hafa skoðanir, myndum hjálpa þeim að vekja athygli með því að rakka niður herferðina. Síðan eiga ungu mennirnir sem alltaf eru að skylmast við okkur feministana að koma drykknum og herferðinni til varnar og ef allt fer að óskum selst varan vel í kjölfar mikillar umfjöllunar m.a. um frelsi og púritanisma.
Það sem ég skil ekki, er velja svona neikvætt nafn á vöruna og að fara neikvæða herferð. Varla er hægt að tengja nafn vörunnar beint við neytandann án þess að tengja hann við núll sem er í hugum flestra neikvætt. Það eina sem þeir gátu gert var að finna eitthvað sem markhópnum þætti lítið til koma eða óvin. Niðurstaðan var sú að nota konur. Hvaða alvöru karlmanni finnst ekki gaman að tala niður til kvenna, eða hvað?
Það sem kók gerði ekki ráð fyrir var að mörgum, sem finnst þessi herferð í besta falli hallærisleg, en kannski miklu heldur niðurlæging bæði fyrir karla og konur, geta hætt að kaupa aðrar vörur frá kók. Það er hægt að fá sambærilegar vörur frá samkeppnisaðilunum og ég er viss um margir munu nýta sér það.
Niðurstaða mín hlýtur að vera sú að kók er að höfða til þeirra örfáu sem vilja segja með því að drekka kók zero vil ég konu sem hugsar ekki og ég nenni ekki neinu svona forleikskjaftæði.
Athugasemdir
Hana þar svelgdist mér á kóksopanum
Sammála Matthidlur undarleg nálgun við markhópinn sem er greinilega ekki konur. Konan á að halda kjafti ekki vera með bílpróf, ekki opna munninn og alls ekki fara fram á tilfinningalega nánd í kynlífi. Svakalega lekkert hjá Vífilfelli. Ég mun ekki kaupa þetta kók. Ónei
Jenný Anna Baldursdóttir, 16.3.2007 kl. 13:32
Hef ekki séð þessa auglýsingar. En ef þetta er eins og þið segið er það ótrúlega hallærislegt.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.3.2007 kl. 16:06
Mikið er ég fegin að vera bara í pepsi max!
Arna Lára Jónsdóttir, 16.3.2007 kl. 19:14
Come on, það hlýtur að vera í lagi að sumar auglýsingaherferðir misheppnist. Það hefur nú áður gerst að margar þeirra hafa farið í manns fínustu af ýmsum ástæðum. Því segi ég bara eins og þeir fóstbræður í Eagles sögðu 1994: Get over it!
Haukur Nikulásson, 17.3.2007 kl. 00:49
Hef ekki séð herferðina..en myndi aldrei í lifanda lífi kaupa neittt sem tengdist skilaboðunum..."Sleppa Forleiknum"
Voru þetta kanínur sem gerðu þessa herferð eða markaðsfræðingar???
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 17.3.2007 kl. 10:08
Bara fegin að é drekk ekki coke. En maður hugsar kvað er að gerast í þjóðfélaginu. Menn eru nú frekar frekar fátækir í hugsun. héldu þeir virkilega að þetta væri fyndið? Hjá kverjum, ég er búin að tala við marga konur og karla öllum fynnst þetta ZERO.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 18.3.2007 kl. 13:55
enn að sleppa bara ,,seinni hlutanum,, og æfa fyrri leikin með gos í hendi ?
þórður (IP-tala skráð) 19.3.2007 kl. 10:39
Ég gat nú brosað yfir húmornum í auglýsingunum og hef smakkað drykkinn (hann var bara fínn). Og þrátt fyrir það lem ég ekki konuna mína, segi henni ekki að halda kjafti, banna henni ekki að aka og neita henni ekki um tilfinningalega nánd í kynlífinu. Þetta var brandari, get over it.
Annars held ég að fólk ætti meira að pæla í innihaldinu á þessum blessaða drykk (og einnig öllum öðrum sykurlausum gosdrykkjum, þ.á.m. Pepsi Max) og tékka hvort sætuefnið Aspartame leynist í honum.
http://en.wikipedia.org/wiki/Aspartame_controversy
Sturla (IP-tala skráð) 19.3.2007 kl. 12:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.