Naflaskoðun án nafla.

Í hádeginu fór ég á Langa Manga eins og oft áður og fékk mér súpu og spjall.  Meðal annara hitti ég nokkrar óbeislaðar vinkonur mínar sem sýndu mér þessa frábæru auglýsingu frá árinu 2006.    Auglýsing þessi birtist í júlí eintaki tímaritsins Red sem að sem segist á forsíðu fjalla um bestu hlutina í lífinu.  Blað þetta fjallar að miklu leyti um fegurð, falleg föt, fallegt fólk og fallegt líf.  Eitthvað hafa þau farið fram úr sjálum sér þarna því ljósmyndarinn David Gubert á mynd í blaðinu af fyrsætunni Lizzy B.  Eins og fram hefur komið, bæði í mínu bloggi og víðar, eru myndir í tímaritum almennt fótósjoppaðar s.s. breytt.  Fyrirsætur eru gerðar grennri, augun færð til og húðini breytt svo eitthvað sé nefnt.  Það sem er athyglisvert við þessa tilteknu mynd er að naflann vantar á konuna.  Nú skal ég ekki segja til um hvort þetta var óvart en mér þykir það merkilegt.  

DSC00346


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þetta er sennilega skilgetin dóttir Evu, því eins og allir vita var hún naflalaus. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.4.2007 kl. 08:27

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Leiðindi að þeir skuli rífa af allskonar óþarfa eins og nafla

Jenný Anna Baldursdóttir, 6.4.2007 kl. 13:24

3 identicon

Alfred Hitchcock var ekki med nafla. Eg veit samt ekki hvort tad se tiskutimaritunum ad kenna.

Nonni (IP-tala skráð) 9.4.2007 kl. 06:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband