24.4.2007 | 23:34
Umboð frá Guði
Það vona ég að prestastefnan á Húsavík álykti um að samþykka skuli hjónavígslur samkynhneigðra. Það þætti mér í anda þeirrar barnatrúar sem mér eins og svo mörgum öðrum Íslendingum var innrætt. Það er smánarblettur á stofnun sem vill kalla sig Þjóðkirkju að fara ekki eftir vilja meirihluta þjóðarinnar í þessu máli. Það er ekkert sem stoppar þá nema þröngsýni og fordómar. Ef Þjóðkirkjan treystir sér ekki til þess að koma fram við samkynhneigða af sjálfsagðir virðingu getur hún ekki ætlast til þess að þjóðin virði hana eða kæri sig um að kalla slíka stofnun þjóðkirkju. Hingað til hefur þetta litið út eins og hroki nokkurra manna sem telja sig hafa umboð sitt beint frá guði geti ráðið þessu. Ég er félagi í Þessu trúfélagi og hef satt að segja oft íhugað að skrá mig úr því. Ástæðurnar eru tvær, mér finnst kirkjan allt of karllæg og mér ofbýður framkoman gagnvart samkynhneigðum.
Einhver sagði að Íhaldsmaður væri sá sem virti ekki nýja tunglið viðlits af virðingu fyrir því gamla.
Prestastefna sett á Húsavík | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Um að gera að segja sig úr þessari stofnun. Leita að sinni eigin sannfæringu og ástunda umburðarlyndi gagnvart öðrum. Þú finnur það varla þarna, nema hjá einstaka mönnum. En það gerir þú líka utan kirkjunnar. Þar er margt gott fólk sem fer sínar eigin leiðir.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.4.2007 kl. 08:21
Þetta snýst auðvitað ekki um mig, þeim er væntanlega nokk sama um eina kjaftfora sál. Ég hef meiri áhyggjur af viðhorfi kirkjunnar fólks til samkynhneigðra. Kannski ég ætti að biðja prest að staðfesta sambúð okkar Gumma, skildi það vera hægt.
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir, 25.4.2007 kl. 09:18
Alveg sammála þér Matta, okkur í Mýrahreppi var innrætt önnur barnatrú en þessi sem svífur yfir vötnum á biskupsstofu. Vita menn ekki hvenær biblían var skrifuð?
ég hef ekki lesið um það í biblíunni að það sé sér himnaríki fyrir samkynhneigða. Kannski er það, maður kemst að því seinna!
Halla Signý Kristjánsdóttir, 25.4.2007 kl. 09:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.