25.4.2007 | 17:49
Guð er góður......með sig.
Nú er það ljóst að afturhaldsöfl innan Íslensku þjóðkirkjunnar ráða. Þetta er sorgleg niðurstaða og verður líklega til þess að þjóðin segir á endanum skilið við þessa blessuðu kirkju. Mér er fyrirmunað að skilja af hverju prestaþing hafnaði þessu sjálfsagða framfaraskrefi. Hvað varð um umburðarlyndið og skilninginn. Guð er góður...............með sig
Tillaga um hjónavígslu samkynhneigðra felld | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
mig langaði að blogga um þetta en mér er eiginlega of heitt í hamsi til þess að tjá mig málefnalega um þetta mál.
Guð er vissulega góður, en hrikalega misskilinn og mistúlkaður af þessum mönnum með hvítu kragana.
Góð færsla hjá þér!
Bergrún Íris Sævarsdóttir, 25.4.2007 kl. 18:00
Gústi guðsmaður leggur ekki blessun sína yfir fellingu þessarar tillögu. Þetta er hreint og klárt mannréttindabrot.
Vestfirðir, 25.4.2007 kl. 18:06
Rosalega er ég sammála ykkur, ég bara á ekki til orð yfir þessu. Komið árið 2007 en manni finnst eins og það sé frekar árið 1887....þetta er bara ótrúlegt.
Thelma (IP-tala skráð) 25.4.2007 kl. 20:48
Ekki er ég hissa. Umburðarlyndi og skilningur er löngu týnd hugtök innan þessara stétta. Guð hvað ? Hann er bara aukaatriði. Ef hægt er að segja svo um ljós og kærleika. Það er hægt að fá eyðublöð til að skrá sig úr kirkjunni. Það er eiginlega það sem fólk á að gera.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.4.2007 kl. 08:55
Sagði mig úr þjóðkirkjunni í tilefni dagsins. Bölvaðekkisens afturhald og mannfyrirlitning þar innanbúðar.
Jenný Anna Baldursdóttir, 26.4.2007 kl. 14:00
Já ennþá er langt í land voru það ekki 68 nei og 14 já þannig að þið sjáið kvernig landið liggur. Við ráðum nú ósköp litlu um þetta allt saman, en einu ráðum við kvernig okkur líður og við höfum valdið yfir því sem snýr að okkur. EF við trúum á alheimsorkuna og látum okkur líða vel með henni þá er ljósið og kærleikurinn í okkur til að gefa öðrum. Það er engin sem getur gefið okkur eins mikla orku og við sjálf, en við þurfum að byðja um hana og viðhalda henni, kver finnur sína leið til þess.Trúum á okkur sjálf. Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 26.4.2007 kl. 14:19
Kom núll á óvart, enda löngu farinn úr þessu bákni.
Sveinn H. Þorbjörnsson (IP-tala skráð) 27.4.2007 kl. 16:14
Nei, þetta kom svo sannarlega ekki á óvart...
Harpa Jónsdóttir (IP-tala skráð) 27.4.2007 kl. 17:58
Ég ætla að segja mig úr þjóðkirkjunni á mánudaginn. Legg til að þeir sem mótmæla ákvörðun þessara afturhaldsseggja nái í þetta eyðublað og skrái sig úr þjóðkirkjunni.
Jafnrétti fyrir alla!!
Harpa Oddbjörnsdóttir (IP-tala skráð) 27.4.2007 kl. 23:24
Hjónaband er fyrir karl og konu.. En samt mætti alveg blessa saman 2stráka eða 2stelpur jafnvel fleirri mín vegna..
siggi frændi (IP-tala skráð) 28.4.2007 kl. 09:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.