7.5.2007 | 09:44
497 þúsund til Sólstafa
Keppendur og skipuleggendur Óbeislaðarar Fegurðar hittust á kaffihúsinu Langa Manga í gær til að afhenda fulltrúum Sólstafa ágóðann af Óbeislaðri Fegurð. Okkur tókst að safna 497.000. kr. Upphaflega skrifuðum við töluna 500.000 á blað þannig að við komumst mjög nálægt markmiðinu. Það er okkur mikill heiður og ánægja að geta lagt Sólstöfum lið því mikið starf er óunnið hjá þessum hetjum sem standa að Sólstöfum.
Við hefðurm ekki getað haldið þessa uppákomu án skilnings og velvilja fyrirtækanna hér á svæðinu. Að ekki sé minnst á alla þá einstaklinga sem gáfu vinnu sína.
Sparisjóður Vestfirðinga, Síminn, Gullauga, Húsasmiðjan, VÍS Hafnarbúðin og KNH gáfu Óbeislaðri Fegurð pening til að standa straum af kostnaði því takmark okkar var jú að geta afhent Sólstöfum myndarlega upphæð. Þar að auki gaf V-Dagurinn á Íslandi Sólstöfum peningagjöf.
Önnur fyrirtæki gáfu okkur þarfa hluti því að mörgu er að gæta við skipulagningu á svona viðburði. Redda þurfti húsnæði , veislustjóra, koma upp heimasíðu, útvega mat og kokk, fá dómara og starfsfólk. Snerpa gaf heimasiður, 3X Tecnologi gaf Sólstöfum tvær flugferðir til og frá Reykjavíkur, Lífeyrissjóður Vestfirðinga borgaði flugfar fyrir einn dómarann sem Hótel Ísafjörður hýsti. Flugfélagi Íslands flutti veislustjórnn báðar leiðir, H. V Umboðsverslun gaf kartöflur og annað til matargerðar, Emmess ís gaf eftirréttinn, Bakarinn gaf brauð með matnum, Langi Mangi sá um vínveitingarnar og var fundarstaður ÓB hópsins. H Prent prentaði götuauglýsingarnar, Vífilfell gaf fordrykk, Jón og Gunna og Hafnarbúðin sáu keppendum fyrir fötum á tískusýningu, Blómaturninn gaf rósir og Efnalaugin Albert gaf leigu á glösum. Það munar um minna.
Við lögðum mikla áherslu á að keppendur fengju veglega vinninga og voru þeir ýmist hefðbundnir eða skrítnir og skemmtilegir. Ber þá fyrst að nefna Ferðaþjónustuna Reykjanes sem gaf handhafa Óbeislaðrar Fegurðar 2007 tvær gistinætur fyrir tvo í Reykjanesi. En vinningshafinn Ásta Dóra vildi frekar fá gistingu í Reykjanesi en utanlandsferð. Diva, Ametyst, Lyfja, Konur og Menn og Hárkompaní gáfu vinninga með ýmsum kremum og snyrtidóti til að keppendur geti áfram tekið þátt í útlitskapphlaupinu og Naglagerð Betu gaf 10 neglur úr plati í sama tilgangi. Til að næra sálina og slappa af gáfu Hótel Hellisandur, Við Fjörðinn og Veggisting gistinætur og Vesturferðir gáfu ferð í Vigur. KNH gaf dag með bílstjóra að eigin vali og Michelin dekk Sr. Valdimar Hreiðarsson gaf blessun og Nudd og Ráðgjafasetrið gaf nudd. Við gleymdum ekki að hugsa um næringu líkamans. Nói Sirius og Góa gáfu veglegar gjafakörfur með súkkulaði og öðru sælgæti. Gjafafbréf frá Hamraborg, gjafakarfa full af sykri frá Natan og Olsen. Holustufæðið var líka í boði en Íslandssaga gaf fisk. Allir vita að okkur líður vel að eiga ýmiskonar dótarí og BT, Netheimar, Rammagerðin, Efnalaugin Albert, Penninn og Esso Birkir gáfu ýmsa eigulega hluti. Suma vinningana er erfitt að flokka. Barði Önundarson gaf mokstur á bílastæði, Málingarbúðin Ísafirði gaf 10 lítra af málingu og Hjólbarðaverkstæði Ísafjarðar gaf umfelgun.
Sérstakar þakkir fá allir þeir sem gáfu vinnu sína eða hjálpuðu okkur á einn eða annan hátt.
Halldór Jónsson fyrir frábæra veislustjórn. Magnús Hauksson eldaði óbeislaða súpu. Jóhann Daníelsson lýsti upp sviðið af ótrúlegri nákvæmni og alúð. Ársæll Níelsson fær þakkir fyrir ógleymanlegan flutning á einleiknum Fyrirsætunni eftir Benoní Ægisson. Elísabet Markúsdóttir fyrir uppistandið Kíló. Birgitta Baldursdóttir hjálpaði okkur að snara fréttunum yfir á ensku. Marta Kristín, Dominika Remy og Hildur hjálpuðu okkur við að bera fram súpuna og fordrykkinn. Kristrún og Berglind hjá Divu sáu um að snyrta þá keppendur sem vildu, Húsasmiðjan gaf okkur borðskraut og Sunneva hjá Hárkopmaní greiddi keppendum. Birgir Halldórsson tók myndina frábæru sem hefur verið andlit keppninnar. Hrafnhildur í Krummafilm fær sérstakar þakkir fyrir að elta okkur með myndavélina og Tina Naccche fyrir hlust a á BBC World við uppvaskið heima í Beirút og drífa sig til Íslands til að skrásetja viðburðinn. Heimildarmyndainnar er beðið með eftirvæntingu. Bestu þakkir fá Jói "bróðir" Jónsson í Digi Film og Hafþór Víkari Gunnarsson Leóssonar fyrir kvikmyndatöku. Ágúst Atlason fyrir að taka frábærar og óbeislaðar myndir af keppendum og vinnu við heimasíðu keppninnar ásamt Baldri Hólmgeirssyni. Nokkrir félagar úr karlakórnum Erni og kvennakórinn Valkyrjurnar tóku nokkur lög við góðar undirtektir viðstaddra. Ekki má gleyma dómurunum, Barða Önundarsyni, Þórey Vilhjálmsdóttur, Erlingi Sigtryggssyni, Björk Ingadóttur og Jóni Guðna Guðmundssyni, sem komu víða að og gáfu keppni þessari virðulegt yfirbragð og trúverðugleika. Þeim fjölmiðlum sem fjölluðu um keppnina þökkum við athyglina en Tinna Ólafs hjá bb.is fær þakkir fyrir að taka að sér að vera fréttaritari BBC. Keepndunum færum við að sjálfsögðu bestu þakkir því án þeirra hefði ekkert orðið úr neinu.
Að lokum viljum við færa vinnustöðum okkar Snerpu, Verk Vest, Sjörnubílum Ametyst, Langa Manga og starfsmönnum þeirra sérstakar þakkir, fyrir endalausa þolinmæði og reddingar þegar óbeilsaði hópuinn þurfti að sinna öðrum og mikilvægari málum en vinnuni sinni. Börn okkar og fjölskyldur biðjum við afsökunar á vanrækslunni og fálætinu, en það er nú einu sinni þannig að fólk þarf stundum að skreppa frá til að bjarga heiminum.
Athugasemdir
Það var aldeilis frábært að vera viðstödd afhendingu ávísunar upp á 597 þúsund krónur. Fimmhundruð þúsund er eitthvað ó beisluð tala. En maður fann innilegt þakklæti frá þessum frábæru stelpum. Til hamingju enn og aftur Matthildur mín og þið hinar.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.5.2007 kl. 11:26
Vá, þetta er alveg magnað!
Til hamingju með þetta, stjórnendur og Sólstafir!
El brilliante
Já og mín var ánægjan.
Vestfirðir, 8.5.2007 kl. 00:13
Hugmyndir eru sannarlega verðmætar, þú göldrótta kjarnakona! Glæsilegt framtak og til góðs á alla kanta. Aðdáunarkveðjur frá Edinborg.
Vilborg Davíðsdóttir (IP-tala skráð) 9.5.2007 kl. 09:51
Þetta er auðvitað frábærara en flest! En við hverju var svosem að búast, frá svona frábæru fólki.
Hjördís Þráinsdóttir, 9.5.2007 kl. 20:31
Innilega til hamingju með þetta allt saman!
Harpa J (IP-tala skráð) 10.5.2007 kl. 16:59
Ef þetta er ekki velvirkjað vestfirskt hugvit þá veit ég ekki hvað.
Til hamingju
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 12.5.2007 kl. 09:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.