Það búa líka konur á Vestfjörðum.

Þið sem tölduð að jafnrétti í stjórnmálum kæmi að sjálfu sér hljótið að hugsa ykkar gang núna.  Sú hraksmánarlega niðurstaða í Norðvestur kjördæmi að engin kona komst á þing hlýtur að vera skilaboð til okkar kvenna á Vestfjörðum og Vesturlandi að við eigum ekkert erindi í stjórn landsins. Eða hvað?  Annað hvort sannar þessi niðurstaða að kerfið okkar er gallað og við náum aldrei jafnrétti með því, eða að konur á Vestfjörðum vilja ekki fara í stjórnmál til að hafa áhrif. Því ekki ætla ég konum hér að vera verr til þess fallnar að starfa í stjónmálum en karlar. Hver sem ástæðan er verður að finna hana og við öll ,kjósendur sem flokksbundnir verðum að  horfast í augu við það að þessi kynjaskekkja leiðréttist ekki að sjálfu sér.  Ég viðurkenni fúslega að þessi niðurstaða gerir mig sótbrjálaða, þó vissulega hafi ég óttast að svona gæti farið.  Hvernig sem við veltum þessu fram og aftur og hversu margar afsakanir sem við tínum til er þessi niðurstaða staðreynd.  Við skulum spyrja okkur hvort við viljum hafa þetta svona.

Ég verð að segja að mér er andskotans sama hvernig á þessu stendur, ég krefst þess hins vegar sem kona á Vestfjörðum að þetta komi aldrei fyrir aftur. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Auðvitað eigum við erindi á þing, en hvernig er það með kosningu á listana, nei ég er bara að hugleiða hvort það þurfi ekki að hreinsa til í heilabúi fólks svo að það fari að sjá hlutina í réttu ljósi eins og það að konur eru líka flottar, útsjónasamar, ríkar af skipulags-hæfileikum bráð vel gefnar, og geta verið hættulega diplómatiskar. Æ svei mér þá, já nú veit ég Þetta skapast af afbrýðisemi. Getur það verið?

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 13.5.2007 kl. 19:54

2 Smámynd: Bryndís G Friðgeirsdóttir

Já við skerum okkur úr hér í kjördæminu.  Það má finna hrútalyktina langt út fyrir kjördæmið.  Þessu breytum við næst.  Bara að bretta upp ermar og ganga í verkið.

Bryndís G Friðgeirsdóttir, 13.5.2007 kl. 23:16

3 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Iss... Matta mín. Við konur höfum ekkert á þing að gera. Okkur væri bara nær að troðast aftur á bak við eldavélina (sem þýðir auðvitað að við verðum að fara í megrun, ekki gengur að troða spikinu með, þá festist maður) og hræra í pottunum. Það er ekki nokkur mynd á heimilislífinu hjá framagjörnum trukkalessum sem hamast í pólitík í stað þess að hlúa vel að eiginmanni og börnum. Og hananú. Ég hengdi upp þvottinn minn í morgun eftir stærð og lögun! Sá mér til mikillar hrellingar að nágrannakonan mín sem er með fingurna í pólitík, (eins ókvenlegt og það nú er) var ekki einusinni farin að hengja upp!!! Og klukkan orðin hálf átta!!!

 Ég er nú bara yfir mig hneykslöð... Ef þú vilt ræða þetta við mig eitthvað frekar þá verð ég í næsta húsi á Rúv í dag. Og næstu daga ;)

Ylfa Mist Helgadóttir, 14.5.2007 kl. 11:18

4 Smámynd: Hjördís Þráinsdóttir

Þetta er náttúrulega argasti skandall og á ekki að viðgangast. Ef það væri ekki svona brjálað að gera í þvottinum þá hefði ég kannski lagt í að fara á þing.

Hjördís Þráinsdóttir, 14.5.2007 kl. 17:22

5 Smámynd: Arna Lára Jónsdóttir

Já ég er með. Þessu breytum við.

Arna Lára Jónsdóttir, 14.5.2007 kl. 18:49

6 Smámynd: Sigríður Jósefsdóttir

Og ekki kusuð þið einu konuna sem var í oddvitasæti í kjördæminu......?

Sigríður Jósefsdóttir, 16.5.2007 kl. 23:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband