Skemmtiferðaskipi rænt á Ísafirði

Mér er stórlega misboðið þessi staða 9 - 0  fyrir körlum í norðvestur kjördæmi og ég hef verið að leggja höfuðið í bleyti um hvað hægt væri að gera í þessu máli.  Að vísu eru flestar mínar hugmyndir það öfgafullar að þær eru líklega ekki framkvæmanlegar og þar að auki að sumu leyti ólöglegar.  En það að hugsa öllum, að mér meðtaldri, þegjandi þörfina er viss hugarfróun.   Ég sagði vinnufélögum mínum í Snerpu, sem allir eru karlkyns, að það væri ekki séns í helvíti að við tækum þessu þegjandi.  Sagðist hafa í hyggju að ræna fyrsta stóra skemmtiferðaskipinu sem kæmi til Ísafjarðar í sumar og með því færum við allar á brott. Ég sá þetta fyrir mér og það hvernig allt myndi lamast hér fyrir vestan, grenjandi krakkar, bílstjóralausir strætóar, lokaðir bankar, engin umönnun á sjúkrahúsinu verslanir og þjónustufyrirtækin lokuð því stjórnendur og starfskonurnar væru farnar. Siglandi út í óvissuna í leitinni að jafnrétti kynjanna.........en mundi svo að þetta er sama aðferðin og ég notaði þegar mér mislíkaði lífið í gamla daga. Þegar ég ráðgerði að strjúka að heiman til að láta pabba og mömmu fá móral yfir því að særa tilfinningar mínar, með því að leyfa mér ekki að ráða.  Ég strauk aldrei þá, en ég hef tvisvar farið í kvennaverkfall.   

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það er aldrei að vita hvað þér dettur í hug Matthildur mín.  Ég skal skoða þetta með þér með skemmtiferðaskipið. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.5.2007 kl. 10:11

2 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Ha ha ha..en þetta er samt spurning Matta sem ég velti fyrir mér. Fannst einmitt áherslan svo sterk á jafnréttið eða hvað heitir þetta..kynjakvótar... þarna hjá ykkur. Svo bara hrúgast inn konur á alþingi hjá sjöllum sem nenna ekkert að pæla í svona kynjakvótum???  Og ekki ein einasta hjá ykkur???Hva hva hvers vegna??? Hvað er að klikka og hvar???

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 15.5.2007 kl. 10:42

3 Smámynd: Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir

Ég veit ekki alveg hvar þú flokkar mig þegar þú talar um "okkur" Katrín mín en niðurstaðan var svona eftir því sem ég best veit; 43 - 20 fyrir körlum.

xb 5 - 2, 

xf 4 - 0,

xS  12 - 6,

xd  17- 8,

xv 5 - 4

Ég get ekki tekið undir orð þín að sjallar séu að hrúga konum inn á Þing þó ég vildi að það væri satt og ætti við um alla flokka.  Eftir því sem ég best veit notuðu Vinstri Grænir fléttulista en ekki aðrir flokkar.  Mér finnst þetta vera vandamál og vil að við Íslendingar horfumst í augu við að svona er staðan.  Þá getum við farið að ræða hvort við viljum breyta þessari stöðu og að lokum farið í aðgerðir.   

Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir, 15.5.2007 kl. 11:50

4 identicon

Hvernig væri að setja inn restina af pislinum og Alla þá hátíðardaga sem halda á síðan uppá ÉG KEM MEÐ Í FERÐINA ÞÓ SVO AÐ ÉG VERÐI AÐ VERA RÆNULAUS VEGAN SJÓVEIKI

greta skúla (IP-tala skráð) 15.5.2007 kl. 20:34

5 identicon

Mér líst vel á þessar mótmælaaðgerðir - kannski að ég komi bara með, meirað segja vel að mér um skemmtiskip og gæti reynst betri en engin.

En að öllu gríni slepptu, þá finnst mér staðan í fjórðungnum okkar vægast sagt grátleg og til háborinnar skammar á tímum "jafnréttis"

Annska (IP-tala skráð) 17.5.2007 kl. 14:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband