16.5.2007 | 00:06
Fósturlandsins Freyja í latex að selja egg.
Hvernig væri að ganga alla leið hérna í Norðvestur kjördæminu og endurskoða þessa kvennadaga sem verða hvort sem er ekki í notkun næstu fjögur árin.
8. mars gætum við að haldið búrkudaginn. Þá myndum við konur í kjördæminu klæðast búrkum, ganga um í litlum siðsamlegum kvennahópum og ávörpuðum karla ekki að fyrra bragði.
17. júní gætum við jarðað fjallkonuna og blessað minningu hennar. Ekki væri úr vegi að frumsýna fjallkarlinn við sama tækifæri. Hann gæti tætt inn á sviðið á sínum 4WD á 42" túttum. Ég sé fyrir mér tenór eða jafnvel hetjugítarleikara.
19. júní gætum við allar skellt okkur í klámgallann. Líka þessar með árhringina og hrukkurnar. Fósturlandsins Freyja gegni í hús í latex að selja egg til styrktar karlakórnum.
24. október gætum við gefið öllum körlum frí. Unnið fram eftir til að klára störfin þeirra þá myndum við kannski skilja hvað það er erfitt að vera karl.
Athugasemdir
Mér finnst búrkuhugmyndin GEÐVEIK!! Þá þarf ég ekki að mála mig, skiptir engu í hverju ég er eða hvort ég er greidd eða ógreidd og það besta: enginn sér hvað ég er orðin FEIT!!! Fjallkonan er orðin svo gömul. Fer hún ekki að verða ellidauð hvort eð er? En að ég nenni að taka að mér karlastörf- það er af og frá. Ég er nebblega kona sjáðu til. Ég bara get hreinlega ekki staðið í svoleiðis.....
Knús til þíná þessum fagra degi, fagra frú. Svo get ég ekki sett þig á bloggvinalistann min. hverju sætir það? er ég ekki nógu mikill feministi??
Ylfa Mist Helgadóttir, 16.5.2007 kl. 10:33
Svo syngjum við tvisvar sinnum yfir Táp og fjör á þorrablótunum og sleppum Fósturlandsins Freyju. Kannski "Ég vil líkjast Daníel... og éheheg líka!"
Hjördís Þráinsdóttir, 16.5.2007 kl. 11:59
Við setjum á fund á Langa Manga og plottum næstu skref
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.5.2007 kl. 21:30
Stórkostlegar hugmyndir!
erlahlyns.blogspot.com, 16.5.2007 kl. 22:04
Verst að 19.júní er full seint fyrir svartfuglseggin.
Arna Lára Jónsdóttir, 17.5.2007 kl. 15:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.