22.5.2007 | 23:07
Miðbæjarsamtök Ísafjarðar
Stofnfundur Miðbæjarsamtaka Ísafjarðar verður haldinn á Hótel Ísafirði 23. maí klukkan 12:00. Hlutverk félagsins er að efla miðbæjarstarfsemi með hag verslana, þjónustufyrirtækja og íbúa að leiðarljósi, stuðla að fögru, snyrtilegu og öruggu umhverfi á eyrinni á Ísafirði. Á fundinum verður kosin stjórn samtakanna og vill undirbúningsnefnd hvetja forsvarsfólk verslana og þjónustufyrirtækja til að mæta og gerast stofnfélagar. Einnig er hægt að gerast stofnfélagi með því að senda tölvupóst á netfangið midbaer@snerpa.is
Fyrir hönd undirbúningsnefndar,
Gísli Úlfarsson
Matthildur Helgadóttir
Erlingur Tryggvason
Athugasemdir
Ótrúlega skemmtilega samansett nefnd.
Gló Magnaða, 23.5.2007 kl. 10:29
Fínn trekantur!
Steingrímur Rúnar Guðmundsson, 23.5.2007 kl. 15:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.