Ný ríkisstjórn og Flateyri

Jæja, þá er það ljóst Samfylking og Sjálfstæðisflokkur ætla að stjórna landinu saman næstu fjögur árin í það minnsta.  Mér líst í sjálfu sér ágætlega á þessa stjórn og ætla að dæma hana af verkum sínum.  Athyglisvert er þó hversu fáar sjálfstæðiskonur eru hæfar til að gegna ráðherraembætti. Það verður fróðlegt að sjá hvort þessi nýja stjórn mun ómaka sig vestur á firði til kjósenda á Flateyri. 

Hvað á að gera á Flateyri?  Einhvern veginn sýnist mér að margir líti svo á að þetta sé ekki mál allra Íslendinga heldur sé þetta einkamál Kambs og þeirra sem þar vinna.  Sumir hafa sagt að þetta séu hvort sem er mest útlendingar, þetta fólk þarna á Flateyri geti bara flutt eitthvað annað og fengið sér vinnu.  Staðreyndin er sú að það skiptir engu máli hvaðan þeir eru sem misstu vinnuna, þeir eru allir Flateyringar, þeir eiga sín hús, börnin í skóla, skuldirnar í bankanum alveg eins og við hin.  Fyrst við Íslendingar vorum svo miklir þorskar að leyfa framsal kvóta veðum við að taka afleiðingunum.  Þar verða stjórnvöld að koma að málum. 

Ég vil samt gerast svo djörf að afþakka sendinefnd með brosandi ráðuneytisköllum. Köllum með milljónabréf í vasanum. Milljónabréf sem við nánari sundurliðun sýnir einungis það sem löngu var búið að ákveða að gera. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband