Síðasta reykhelgin á Langa Manga.

Nokkrir vinir mínir sem þykir gott að hanga á Langa vöktu athygli mína á því að komandi helgi er síðasta reykingarhelgin.  Þá eiga þeir við að þetta er síðasta helgin sem reykingar verða leyfðar á veitingastöðum hér á landi.  Fróðlegt verður að sjá hvort reykliðar reykja óvenju mikið að skilnaði en eitt er víst að Gummi Hjalta ætlar að syngja og spila um reyk, munu þá væntanlega heyrast lög eins og ...smoke on the water og ...smoke gets in your eyes og ekki má gleyma þessum íslensku, ...fáðu þér smók og sopa af kók og ...í bláum skugga svo einhver séu nefnd.  Ég þori ekki að lofa það hann endi prógrammið með ...það er algjör vitleysa að reykja... 

Grínlaust, þá verður þetta mikil breyting fyrir reykingarfólk og ég finn svolítið til með þeim.  Ég var nú einu sinni reykingarkona. Sérstaklega verður þetta þeim erfitt ef veðrið fer ekki að batna.  Sumir hafa spáð því að reykingarfólk hætti að stunda kaffihús og bari en ég held að svo verði ekki.  Það er í það minnsta ekki reynsla annarra þjóða sem sett hafa á sambærilegt reykingarbann.  Auðvitað verður fólk í vandræðum með hendurnar á sér og hver veit nema hægt verði að grípa í  heklunál eða prjóna á Langa Manga eftir breytingarnar.  Það væri margt vitlausara en að koma fyrir garnkörfu við hliðin á blaðakörfunni.  Þá gætu reykingarmenn og konur prjóna sér trefla og húfur til að nota þegar kalt er úti. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það verður mikið fjör að spila þessi lög, hvernig væri að fólk kæmi með tillögur að reyklögum.

Kveðja

Vertinn síspilandi

Gummi Hjalta (IP-tala skráð) 25.5.2007 kl. 00:34

2 Smámynd: Ársæll Níelsson

Á ekki von á því að þetta hafi neikvæðar afleiðingar í för með sér fyrir Langa. Fastagestirnir koma ekki einungis til að reykja. Ef eitthvað er þá mun þetta verða til þess að fleiri venja komur sínar á Langa Manga. Það skulum við allavega vona ;)

Ársæll Níelsson, 25.5.2007 kl. 09:17

3 Smámynd: Steingrímur Rúnar Guðmundsson

það mætti líka taka lag með halla og ladda.....minnir að það heiti Í nefið eða nefið. "í nefið ég fæ mér, nefið ég fæ mér í"
Reykingar með Stuðmönnum. "

Steingrímur Rúnar Guðmundsson, 25.5.2007 kl. 09:22

4 identicon

Þarf maður þá ekki að fara með öll sín í hreinsun eftir að hafa farið inná Langa Manga. Stundum hefur reykingarsvækjan verið slík að maður hefur þurft að hafa alfataskipti áður en maður hefur farið inn heima. Verra en þegar maður vann í bræðslunni forðum. Jákvætt skref.

Búss (IP-tala skráð) 25.5.2007 kl. 10:54

5 Smámynd: Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir

Já þetta verður ágætt það hefur stundum verið erfitt að halda reyknum frá reyklausa svæðinu, þó fjárfest hafi verið í öflugum viftum og þær settar í botn.

Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir, 25.5.2007 kl. 11:01

6 Smámynd: Gló Magnaða

Kaffi og sígó með Baggalút

Kveikjum eld

Gló Magnaða, 25.5.2007 kl. 12:56

7 Smámynd: Gló Magnaða

Songs About Smoking

1.smoking in the boys roommotley crue2.the jokersteve miller band3.the air that i breatheair supply4.my last cigarettekd lang5.mr. tamborine manbob dylan6.i smoke alotk's choice7.cigarettes and alcoholoasis8.money and cigaretteseric clapton9.three cigarettes in an ashtraypatsy cline10.turn the pagebob segar11.i take my chancesmary chapin carpenter12.smoke, smoke, smoketex williams13.another puffjerry reed14.love is like a cigarretteivie anderson15.roll your ownhoyt axton16.chesterfiedjohn jackson17.smokin'joni mitchell18.cigarettes and chocolate milkrufus wainwright

Gló Magnaða, 25.5.2007 kl. 13:16

8 Smámynd: Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir

Eitthvað rámar mig í Bowie lag ...time take a cigarette......

Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir, 25.5.2007 kl. 13:24

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hehehehe Langi Mangi verður bara vinsælli eftir aflúsunina.  En ég er sammála því að fólk hættir ekki að fara á kaffihús þó það megi ekki reykja.  Og svo verðum við bara að vona að veðrið batni fyrir blessað reykingafólkið.  Eða byggja skýli framan við hann.  Hmmmmm Matta prjónakörfur við borðin.  Ég segi nú bara ekki skortir þig hugmyndirnar. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.5.2007 kl. 16:59

10 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ég óska öllum til hamingju með bannið. Ég var líka reykingarkona einu sinni, en mér fannst alltaf frekar ógeðfellt þegar var púað framan í mann í tíma og ótíma.
Það minka ekkert aðsóknin hjá ykkur við þetta bann það er ég viss um.
                                   Kveðjur frá Húsavík.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 25.5.2007 kl. 21:47

11 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

...but he can´t be a man cause he doesn´t smoke... the same cigarettes as me... I can´t get no....NO NO NO!!!!!! HEY HEY HEY!

Þetta væri gaman að heyra! Eina ráðið er að flytja til Danmerkur. Þeir eru líbó á því. Ekkert að gera veður út af smá eitrun í loftinu....

Ylfa Mist Helgadóttir, 26.5.2007 kl. 18:37

12 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Á ekki að byggja skýli eða neitt fyrir okkur óhreinu börnin hennar EVU?

Jenný Anna Baldursdóttir, 26.5.2007 kl. 21:19

13 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Ég get ekki séð hvaða tilgangi kafíhús sem ekki má reykja eiga að þjóna...prjóna??? Held ekki...hef aldrei komist upp á lag með prjónaksap..ég fer á kaffihús til að kjafta við vini mína fá mér kaffisopa og eina eða tvær reykjur.  Mér finnst lágmark að maður megi það eftir 1. júlí einhversstaðar.  Buhhh...

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 27.5.2007 kl. 10:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband