Veður er hugarfar.

Mikið hefur verið skrafað og skrifað um veðrið undanfarið.  Flest fólk er á því að það sé afleitt og miklu verra en við eigum skilið.  Annað er rasandi hissa á öllum kuldanum og telur veðrið sanna að nú sé allt að fara til fjandans.  Nokkrir veðurnördar reyna að svo hefja umræðuna á fræðilegra plan og útskýra fyrir okkur hinum að veðrið sé bara eins og búast má við á þessum árstíma.  Máli sínu til stuðning vitna þau gjarnan í gögn um veður undanfarinna ára.

Ég er ein af þeim sem man ekki veður frá ári til árs og missi heyrn þegar veðurfréttirnar byrja.  Hvort þetta tengis því að hafa sem barn þurft að þegja og vera prúð þegar veðrufréttirnar voru sagðar í útvarpinu skal ósagt látið. Veðrið kemur mér því sífellt á óvart.  Stundum skemmtilega og stundum leiðinlega.  Þetta er samt ágætt kerfi því það gerir mér auðveldara að láta sem mér sé sama hvernig veðrið er.  Enda á ég föt við hæfi hvernig sem viðrar. 

Ég er á því að við ættum að hætta að tala svona illa um veðrið.  Við tautum um vont verður þegar við ættum í raun að tala um að við séum illa klædd eða ekki klædd eftir veðri. Hvernig væri nú að hugsa um öll veður sem góð, fara í glaðlega gúmmískó í rigningunni og djúpvitra dúnúlpu í snjókomu. Því ein og konan sagði, málið er ekki hvað þú getur heldur hvað þú gerir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vestfirðir

Þessu er ég gersamlega sammála. Það eru fötin sem skipta máli en ekki veðrið.

Stuttbuxnadagur í dag t.d! 

Enda skín sólin.... 

Vestfirðir, 27.5.2007 kl. 11:26

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Hjartanlega sammála þér. Þegar ég bjó á Ísafirði þá var ég spurð hvort ég saknaði ekki sólarinnar,  ég sagði bara eins og hálfviti, hvað er engin sól?
ég hafði í alvöru ekki orðið vör við það. Lífið er svo skemmtilegt að  ég hugsa
ekki út í svona lagað. það sem fer mest í taugarnar á mér er þegar fólk kvartar og kveinar áður en það sér útkomuna út úr því sem það er að kvarta undan.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 27.5.2007 kl. 13:34

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Jamm nákvæmlega.  Þó er stundum erfitt að klæða sig eftir veðri.  Hver man ekki eftir að vera í peysu, en verða að fara úr henni eftir smástund, af því að þá er orðið of heitt, og svo í hana aftur, af því að það er orðið of kallt  En ekki Matta því hún man ekki frá degi til dags hehehe

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.5.2007 kl. 18:28

4 Smámynd: Þórdís Einarsdóttir

Auðvitað á maður bara að klæða sig og sína eftir veðri. Svo er aldrei vont veður, bara mismunandi gott. 

Þórdís Einarsdóttir, 30.5.2007 kl. 13:01

5 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

ekkert jákvæðnisblaður hér! Það hefur lengi loðað við okkur húsmæður hversu gefnar við erum fyrir slúður. Ef maður má ekki bölsótast út í veðrið þá verður fólk bara fyrir barðinu á manni í staðinn......

Ylfa Mist Helgadóttir, 30.5.2007 kl. 13:10

6 Smámynd: Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir

Ylfa mín þú mátt slúðra um mig.

Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir, 30.5.2007 kl. 14:43

7 identicon

Það gæti samt litið undarlega út að sjá heilan bæ í dúnúlpum, stuttbuxum og gúmmiskóm á sama tíma. Veðrið á Íslandi er frábært en það er bara ekki hægt að klæða sig eftir því nema að vera með ferðatösku í eftirdragi hvert sem maður fer. Þetta segi ég hérna í Álaborg í 20 stiga hita. Hér rignir og það skýn sól á sama klukkutímanum en það er um 20 stiga hiti allan tímann og það munar um það, það er jú hægt að vera í stuttbuxum í rigningu ;)

Takk fyrir góðan pistil Matta.

Hallbjörn (IP-tala skráð) 1.6.2007 kl. 06:51

8 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Humm.... hvers vegna er ekkert bloggað? Varla ertu of upptekin í BARNAUPPELDINU?? Matthildur! Þú veldur mér vonbrigðum! Ég VISSI innst inni að þú ævrir góð móðir ;)

Ylfa Mist Helgadóttir, 2.6.2007 kl. 22:15

9 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Góð kona sagði einhverntímann að það væri ekki til vont veður - bara rangur klæðnaður. Sjaldnast fagnar maður íslenska rokinu og allra síst á sumrin nema einna helst þegar maður er nýkominn heim til Íslands úr öðru og óhreinna loftslagi erlendis.

Marta B Helgadóttir, 4.6.2007 kl. 12:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband