Allabaddarí fransí, koppur undir rúmi til að pissa í

DSC00368Ég fékk skemmtilega sendingu með póstinum áðan.  Í nýjasta tölublaði franska tímaritsins Philosophie er fjallað um viðburðinn Óbeislaða fegurð sem við stóðum fyrir í apríl. Þau voru svo væn að senda mér eintak og blaðsíðu 14 er mynd af Ástu Dóru sem hvar svo heppin að hljóta titilinn óbeisluð fegurð 2007. 

Það er liðinn nokkur tími frá því að blaðamaður þessa tímarits hafði samband við mig og ég man satt að segja ekki alveg hvað okkur fór á milli.  Ég hef því ekki hugmynd um hvað stendur í greininni og ekki var ég heldur neinu nær við lestur blaðsins.  Frönskukunnáttu minni hefur ekkert farið fram síðan pabbi kenndi mer í gamla daga það sem ég trúið þá að væri franska og er einhvern veginn svona "Allabaddarí fransí, koppur undir rúmi til að pissa í"  Nú þarf ég bara að finna einhvern sem getur snarað greininni á Íslensku. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þetta kallar á hádegisbruns á Langamanga til að skoða spá og spökulera þ.e.a.s. þegar þú hefur fundið frönskusjéní og látið þýða greinina NOT ?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.6.2007 kl. 17:21

2 Smámynd: Hjördís Þráinsdóttir

Brynjar Viborg gæti þýtt þetta. Býr hann ennþá á Ísafirði? Æ dónt nó...

Hjördís Þráinsdóttir, 15.6.2007 kl. 00:25

3 identicon

Brynjar Viborg er að sjálfsögðu enn í bænum. Ættir bara að prófa að hafa samband við hann :)

Sigga Gunna (IP-tala skráð) 15.6.2007 kl. 10:44

4 Smámynd: Gló Magnaða

Dudurudududududu.....

Þetta er geggjað. Það er spurning hvernig gengur með heimildarmyndina. Þá verður allur hópurinn að hittast, skyldumæting. 

Gló Magnaða, 15.6.2007 kl. 11:07

5 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Þetta er bara gegt cool fyrir ykkur, þú birtir nú greinina þegar hún er tilbúin og þið búnar að hittast í  Gourmet Brunch á Langa manga, Gaman,Gaman.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 15.6.2007 kl. 14:45

6 Smámynd: Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir

Það borgar sig að auglýsa á blogginu.  Hún Unasem vinnur hjá Sýslumannsembættinu á Ísafirði hafði sambandi við mig og bauðst til að þýða greinina.  Ég smelli henni inn þegar þar að kemur.

Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir, 15.6.2007 kl. 15:37

7 identicon

Bloggið er til margra hluta nýtilegt

Gleðilega þjóðhátíð! 

Harpa J (IP-tala skráð) 17.6.2007 kl. 14:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband