19. júní á Langa Manga

Í tilefni að 19. júní verður opnuð sýning á nokkrum verkum eftir konur á Langa Manga á Ísafirði.  Um er að ræða gamlar útsaumaðar myndir.  Handavinna kvenna hefur ekki verið sérlega hátt skrifuð í gegn um tíðina og stundum verið litið á verk kvenna sem eitthvað dútl til að drepa tímann.  Það er löngu tímabært að gefa þessum listavekum gaum og þeim konum sem unnu þau þá virðingu sem þær eiga skilið. 

Í sögu Íslands, og alls heimsins ef út í það er farið,  sem lesa má um í sögubókum er lítið skrifað um verk kvenna.  Konur eru næstum ósýnilegar og verk þeirra hafa ekki þótt nægilega merkileg til að um þau sé fjallað, sagan er saga karlmannlegra afreka.  Saga um stöður og landvinninga.  Sagan er ekki saga alþýðunnar og ekki saga hins daglega lífs. Hvernig er staðan í dag? Ef sagnfræðingar framtíðirnar nota fjölmiðla dagsins í dag til að rannsaka daglegt líf þjóðarinnar er fjarvera kvenna enn áberandi.  Vonandi verður breyting þarna á því við konur erum helmingur þjóðarinnar og helmingur mannkyns.  Dútl karla við  útvalsvísitölur er ekkert merkilegra en dútl kvenna við kennslu, eða hvað?

Fyrir þá örfáu sem ekki vita hvað er svona merkilegt við þennan dag er rétt að benda á að 19. júní halda konur á Íslandi hátíðlegan því á þessum degi fyrir 87 árum fengu konur á Íslandi kosningarétt og kjörgengi á við karla.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Maður þarf að kíkja við og skoða Matthildur mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.6.2007 kl. 20:30

2 Smámynd: Rannveig Þorvaldsdóttir

Frábært framtak hjá ykkur! Kvennadútlið er nefnilega stórmerkilegt dútl. Ég ætla að koma við í dag og skoða...

Rannveig Þorvaldsdóttir, 19.6.2007 kl. 09:30

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Til hamingju með daginn og með sýninguna, það hefði verið gaman að vera á staðnum og skoða og stúera. Já dútlið. þetta er nú svo hlægilegt þegar farið er að niðurlæja það, ég gæti nú haldið sólahrings-ræðu um verk kvenna í árana rás sem aldrei komu til tals. Það er ekki bara handavinnu-dútl heldur allt dútl sem konur hafa þurft að gera í árana rás.hafið þið séð prufurnar hennar Jónínu í Björnsbúð? það er alveg hægt að líta þær augum, þvílík listaverk og eljan.
                                              Kveðjur Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 19.6.2007 kl. 19:55

4 Smámynd: Hjördís Þráinsdóttir

Thad var nu lika svoleidis ad konur sem vildu fa utgefin skaldverk sin thurftu ad gera thad undir nafni karlmanns. Hvad ætli mørg skaldin seu/hafi ekki verid skald, heldur leppar fyrir miklar skaldkonur? O sei sei. 

Solbrenndar kvedjur fra Norge. 

Hjördís Þráinsdóttir, 19.6.2007 kl. 23:21

5 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Væri gaman að geta lesið hugsanirnar sem sitja í handverkum og útsaumssporum þessara kvenna.  Mér finnst þetta virkilega flott framtak..Matthildur, þú talar ekki og malar þú bara breytir heiminum!!!!

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 21.6.2007 kl. 13:49

6 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Kvehehehenreeeemba!!!

Tihi!! Stodst bara ekki matid elsku Matta min. Se thig bradum aftur i Langasupunni thegar eg hundskast heim og fer ad vinna!

Ylfa Mist Helgadóttir, 25.6.2007 kl. 20:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband