Hvað ef konur stjórnuðu heiminum spyr Fox í nýjum (ó)raunveruleikaþætti.

Í haust hyggst Fox að svara þessari spurningu með enn einum raunveruleikaþættinum.  Eftir því sem mér skilst þá mun hópur af vel menntuðum, sterkum og sjálfstæðum konum sem eru orðnar leiðar á ofríki karla hér í heimi fá tækifæri til að stjórna.  Karlarnir munu ekki fá neinu ráðið og eiga að hlýða konunum í einu og öllu 24/7.  Auðvitað verður svo einn karl sendur heim í hverri viku.

Þetta er athyglisvert uppátæki og gæti ef vel er að málum staðið opnað augu margra sem ekki sjá neitt kynjamisrétti.  Hitt er þó líklegra að fólkinu bæði körlum og konum verði att saman og niðurstaðan verði sú að konur séu ömurlegir stjórnendur og að karlar geti ekki tekið við skipunum frá konu. 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjördís Þráinsdóttir

Alveg gæti ég trúað því að þetta færi eins og þú lýsir. Það verður örugglega hægt að komast að því líka að konur séu helv.... frekjur og grenjuskjóður.

*Hoppar frekjulega og grenjar*

Hjördís Þráinsdóttir, 2.7.2007 kl. 14:31

2 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Tek undir þetta, hrædd við að þetta fari illa, endi á því að konur "séu og verði" blúndur sem standa sig best á bak við eldavélina ... æ, vonandi samt ekki. 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 9.7.2007 kl. 22:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband