Að breyta víni í vatn

Ég heyrði svo ótúrlega skemmtilega sögu úr skemmtanabransanum áðan að ég verð að deila henni með ykkur.  Það gerðist nýlega að kollegi okkar Gumma lenti í smá brasi með leyfin sín.  Það sem ég á við er að ónefndan skemmtistað í ónefndum bæ á landsbyggðinni skorti vínveitingaleyfi. Eins og upplýstir lesendur vita þá þýðir þetta auðvitað að ekki mátti selja áfengi, en alvöru víkingar láta slíkt ekki stoppa sig.  Og Það verður að segjast alveg eins og er að vertinn beitti lævísri hugkvæmni til að selja vínið sem ananassafa eða kók.  Öllu var skellt í glös og gestir og gangandi upplýstir um að innihaldið væri óáfengt, eða þannig, í það minnsta óáfengt ef löggan spyrði.  Til að hinn langi armur laganna næði ekki að standa barþjónana að verki var einn hafður á verði fyrir utan til að vara hina við ef löggurnar nálguðust.  Það var eins og að vera í Star Trek þætti að sjá barþjónana með handfrjálsan búnað til að vera í sambandi við varðmanninn.  Löggan kom og löggan fór, þeir gátu ekki fundið muninn.  Ég vil gefa þessu uppátæki vertsins þrjár stjörnur, eina fyrir hugkvæmni, eina fyrir þor og eina fyrir að breyta víni í vatn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Tíhí....

Ylfa Mist Helgadóttir, 17.7.2007 kl. 17:07

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.7.2007 kl. 09:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband