Mig langar ekki á útsölu

Þessa dagana hellast yfir okkur auglýsingar um útsölur og tilboð, hvar kona á víst að geta gert ótrúlega góð kaup. Þrjátíu prósent hér, sextíu prósent þar, allt á þúsund eða tvær flíkur fyrir eina.  Ég væri að ljúga ef ég segði að þessar auglýsingar hefðu engin áhrif á mig, en líklega ekki þau áhrif sem til er ætlast.  Ég fyllist leiða og skömm. Langar ekki vitund að gera öll þessi góðu kaup.  Stundum held ég að allir í kring um mig séu orðnir snældu snar galnir.  Raunar hefur það líka hvarfað að mér að það sé ég sem er orðin galin en ekki allir hinir.  Skiptir annars nokkru máli hvað við eigum mikið af fötum við notum hvort sem er oftast þessi sömu.  Þessi þægilegustu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gló Magnaða

Hvað er þetta? ertu hætt memmér? Hef ekki séð þig í heila viku!

Þú hefur greinilega ekki verið föst á útsölum

Gló Magnaða, 19.7.2007 kl. 09:47

2 identicon

Halló !

Hún er búin að segja mér líka upp það eru tveir dagar síðan hún hringdi síðast og hún er líka hætt að kíkja inn í vinnuna hjá mét þegar hún á leið framhjá !

Eg hélt að þetta væri ÚTSÖLUNUM að kenna !!

greta skúla (IP-tala skráð) 19.7.2007 kl. 11:18

3 Smámynd: Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir

Hvaða röfl er þetta ég var heima að horfa og hlusta á fótbolta, ég er nefnilega að leita að ljótasta orðinu á Íslandi.

Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir, 19.7.2007 kl. 19:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband