19.7.2007 | 20:22
Leitin að ljótasta orðinu.......í boltanum
Ég hef ákveðið að hefja hér með leitina að ljótasta orðinu eða orðasambandinu sem heyrst hefur í fótboltaleik á Íslandi. Stundum fær kona flugu í höfuðið en í þetta sinn fékk ég tvær. Tvær sem runnu saman í eina. Hún Anna Ólafsdóttir Björnsson tölvunörd með fleiru er þessa dagana að leita að fallegasta orðinu í Íslenskri tungu, sem mér finnst frábær og jákvæð hugmynd. Raunar stakk ég upp á orðinu þoka, sem mér vitanlega hefur ekki fengið neitt atkvæði, en það er önnur saga. Hin flugan hefur verið að suða í kollinum á mér, allt síðan ÍA og Keflavík gerðu lítið úr fótboltanum með ótrúlegri framsögu um daginn. Síðan hafa borist nær daglegar fréttir af fúkyrðum og dónaskap leikmanna og áhorfenda á fótboltaleikjum.
Sjálfsagt mun sumum finnast þetta smánarlegt uppátæki hjá mér að ætla að safna saman ósómanum og vekja þannig athygli á því sem ég vil kalla eina mestu skömm æskulýðsmála á Íslandi. Það er umhugsunar vert, að bæjarfélög og ríkið styðji við bakið á Íþróttafélögum, sem rækta upp dóna og bullur. Með því áð láta það liggja milli hluta þegar börn og fullorðnir úthúða andstæðingnum eða dómaranum er verið að samþiggja svona framkomu. Með því að afsaka vitleysuna með því að allt geti gerst í svo kölluðum hita leiksins, er verið að kenna krökkum að það sé eðlilegt að fá útrás fyrir vonbrigði og reiði með dónaskap
Viljum við hafa þetta svona eða viljum við taka í taumana?
Athugasemdir
Ég er svo innilega samála þessu, er þetta það sem við viljum? Nei það held ég ekki....alla veganna ekki ég og það þarf að taka á þessu sem fyrst að mínu mati. Þetta er ein af þessum þreyttu fótbolta mömmunum sem talar.
Margrét Skúladóttir, 21.7.2007 kl. 04:34
Maður man nú ekki eftir ljótum orðum af KFÍ leikjum.
Einu sinni voru allir áhorfendurnir að lesa blöð þegar Keflvíkingar voru kynntir. En þeir höfðu svo sem unnið fyrir því með slæmri framkomu dögunum áður.
Það kom þó fyrir að áhorfendur væru ósáttir við dómarana og það var helst gargað eitthvað á þá.
Smá sýnishorn:
Fékstu dómaraskírteinið í kókópuffspakka?
Og svo fleygustu orðin:
Dómari, svona gerir maður ekki rétt fyrir jólin!
Dómari, við erum með lögfræðing í húsinu!
Gló Magnaða, 21.7.2007 kl. 16:33
Ég tel að tímaleysi, foreldra til að kenna börnum almennar siðareglur um hvað er rétt og rangt og sína þeim þann aga sem þau þurfa út í lífið um að kenna,
eða er þetta kannski ekki tímaleysi, nei ég held ekki. Þetta er allt spurning um skipulag hjá foreldrum. Svo er annað það þarf að kenna foreldrum siðferði.
Ljótustu orðin á leikjum sem ég hef heyrt voru frá þeim eldri,
t.d. varla hægt að rita þetta, en læt það vaða,
spýttu upp í rassgatið á þér dómara djöfull. það eru mörg ár síðan þetta var svo þetta hefur alltaf verið fyrir hendi.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 22.7.2007 kl. 17:40
Ég er svo samála ykkur.
Þar sem ég er sjálf boltamamma hefur maður heyrt ýmislegt og setti ég inn á síðuna mína stutta sögu um eitt atvik sem ungur drengur í 5.flokk BÍ lent í fyrir stutt
Gréta Skúla (IP-tala skráð) 23.7.2007 kl. 20:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.