8.8.2007 | 20:03
Villt þú breyta barninu þínu í dúkku?
Ég fann nýtt met í lágkúru á netinu í gærkvöldi. Var að spá í að láta kyrrt liggja og vera ekkert að blogga um þennan ömurlega fund minn. Ákvað því að láta eina blóðnótt líða eins og gert var til forna. Nóttin leið og ég er enn jafn bit á þessari bölvaðri vitleysu. Það er sem sagt hægt að fara á þessa síðu, senda inn mynd af barninu sínu og fá til baka dúkkumynd. Ef ykkur finnst meðfylgjandi myndir ekki nægilega hræðilegar skoðið þá fleiri dæmi. Sumar þessara mynda eru hrein út sagt viðbjóðslegar. Dæmi um breytingar á myndunum eru augu færð til eða breytt í dúkkuaugu, húðlitur dekktur, augabrúnir gerðar skarpari, tennur stækkaðar, hendi breytt, dökkur lína sett um augu svo eitthvað sé nefnt.
Þetta er kjörið tækifæri til að kenna ungum börnum að hata líkama sinn vegna þess að hann er ekki nógu fallegur. Hvar í ósköpunum endar þessi vitleysa? Hvenær ætlum við að læra að vera ánægð með okkur og skilja að fegurðin kemur að innan. Hvernig ætla foreldrar sem nýta sér þessa þjónustu að útskýra fyrir börnunum (einkum dætrum ef marka má sýnishornin á síðunni) að þeim finnist þau ekki nægilega falleg til að hægt sé að setja óbreyttar myndir af þeim á arinhilluna. Er einhver hissa á þvi að blessaður ungdómurinn sé hálf utan gátta í þessu öllu og finnist útlitið skipta meira máli en innihaldið.
Hvað um það eftir á að hyggja langaði suma kannski frekar í dúkku en barn. Mikið vildi ég að þau hefðu bara haldið sig við dúkkurnar.
Athugasemdir
Þetta hlýtur að vera frá U.S.A. þar eru engin takmörk fyrir
hégómagirni fólks. Áreitið er líka gífurlegt,
það er verið að segja hva ætlar þú ekki að mála þig strípa hárið og hitt og þetta krakkarnir fá ekki að ráða neinu sjálf nema þau séu með sterkan vilja.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 8.8.2007 kl. 20:45
Þetta er rétt sem þú segir Matthildur, skilaboðin eru nefnilega þau að það þurfi að lappa upp á fegurðina. Af hverju mega börn ekki bara vera börn, áhyggjulaus og yndisleg.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.8.2007 kl. 22:54
ó men, Matta ég skil núna hvað þú varst að meina,en ég er að spá í fá samt svona af okkur fjölskyldunni í jólakortin bara svona uppá grín hahaha... væri soldið fyndið að sjá viðbrögðin híhí :)
En öllu gríni slepptu þá er nógu erfitt að sannfæra börn allt niður í 10 ára að þau séu ekki feit og ljót að þessu sé nú ekki bætt inn í allt saman, en ég spái samt í því hvaða nasista foreldrar mundu í fúlustu alvöru gera svona nokkurt ???? maður spyr sig
matta (nafna) (IP-tala skráð) 9.8.2007 kl. 02:56
Æji, þessi börn fá aldrei að vera börn :o( Skrítið að stelpur/strákar hafi brenglaða sjálfsmynd *klór í haus*
Valdís (IP-tala skráð) 9.8.2007 kl. 10:31
Vá, ég skoðaði allar myndirnar. Ég er alveg jafn bit yfir þessu og þú held ég bara. Mikið er þetta undarlegur heimur sem við lifum í.
Vilborg Ólafsdóttir, 9.8.2007 kl. 16:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.