Ég safna, mölva og endurraða

Ég hef alltaf haft ríka þörf fyrir að skapa og líður aldrei betur en þegar ég læt eftir mér að búa til einhvern hlut hvort sem hann er til gagns eða ekki.  Stundum fæ ég varla svefnfrið fyrir ágengum hugmyndum sem vilja rata upp á vegg eða á borð, í uppákomu eða sögu. Að ég tali nú ekki um vandræðaleg augnablik þegar ég missi þráðinn í miðri setningu því mér datt eitthvað svo sniðugt í hug. Sumir segja raunar að ég hafi enn ríkari þörf fyrir að stjórna en það er bölvað kjaftæði eða alltént nokkrar ýkjur.  Ég hef í mesta lagi smá snert af leiðbeiningaráráttu.  Óumbeðinni.

En aftur að sköpunarþörfinni.  Undanfarna mánuði hef ég verið heltekin af flísum.  Þykkum, þunnum, gömlum, brotnum, nýjum, notuðum og allt þar á milli. kona í upphlut Ég hljóp meira segja langt inn í gil fyrir austan um daginn til að sækja mér nokkur grjót sem eru flöt eins og flísar.  Að ég minnist ekki á  sögufrægar þakflísar með þinghelgi.  Þessar flísar eyðilegg ég með hamri og raða síðan saman eftir því sem þeirri mynd sem hugurinn birtir mér.  Sumar þessar myndir hafa ratað á Langa Manga sem borð.  Fyrst bjó ég til tvær konur í þjóðbúningum.  Önnur er í peysufötum en hin klæðist upphlut.  kona í peysufötumDóttir mín segir raunar að þarna séum við Gréta Skúla komnar á borð. En við stöllurnar saumuðum við okkur þjóðbúninga nýlega, hún upphlut og ég peysuföt og við eigum það líka til að hanga á Langa yfir kaffibolla eða góðu tei.  Ég gef ekkert upp um slíkt enda hlustar kona ekki á allt sem gagnrýnendur sjá í verkum hennar.

 

Því næst datt mér í hug að festa þá tónlistarmenn sem spila á Langa Manga á borð.  Þau eru nú orðin tvö.  Að sjálfsögðu prýðir Gummi Hjalta annað borðið, þessi með slitna strenginn, því hann spilar svo mikið og fast.  Á hinu borðinu er Birgir Örn með fjólubláa húðflúrið, þessi sem eitt sinn var kenndur við BMX, ekki hjólið.  Nokkrir tónlistarmenn í viðbót eru enn einungis skissur eða hugmyndir en verða vonandi borð með tímanum.bordogfleira 010bordogfleira 009

 

 

 

 

Það fer ekki hjá því að umhverfið móti mig og næstu tvö borð sýna það.  Tveir drekar berjast, annar hvítur og hinn grár.  Endalaus barátta góð og ills. Sumars og veturs.  Gleði og sorgar.  Síðasta borðið er í senn vörumerki Víking og skip Þorkels hins auðga sem fyrir löngu bjó í Alviðru.drekarVíkingaskip Þorkels auðga


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú ert snillingur

Annska (IP-tala skráð) 14.8.2007 kl. 00:32

2 identicon

Ekkert smá flott, greinilega mikill snillingur á ferð.

Hildur (IP-tala skráð) 14.8.2007 kl. 08:13

3 identicon

Rosalega er þetta flott hjá þér :o) Geggjað.

Valdís (IP-tala skráð) 14.8.2007 kl. 08:24

4 identicon

Loksins ert þú að opna þig! Listaboltinn þinn  en mundu að ég er þessi háa og granna í upphlutnum en  þú þessi littla .......... hæfileikaríka í peisufötunum.

Við þurfum einilega að fá okkur te fljótlega hahahah!

Greta Skúla (IP-tala skráð) 14.8.2007 kl. 20:20

5 Smámynd: Linda Pé

Þetta er rosalega flott hjá þér Matta.

Núna er óþarfi að númera borðin á Langa Manga.

"2 stóra bjóra á peysufötin og Latte á drekana!" ;-)

Linda Pé, 15.8.2007 kl. 10:55

6 identicon

Þetta er alveg ægilega smart!

Harpa J (IP-tala skráð) 15.8.2007 kl. 11:10

7 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Glæsilegt Matthildur, en hún er nú bræd hún dóttir þín,
Gréta og þú á borðum á Langa Manga það er cool.
Þetta er nú býsna líkt Gumma, þú ert engri lík.
Gangi þér vel með framhaldið.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 15.8.2007 kl. 11:29

8 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Jesús!´Ég er með GEÐVEIKAN athyglisbrest!! Ég tók EKKERT eftir því að þetta væru MYNDIR þegar ég sá borðin í hádeginu!!!!´Sennilega er ég bara svona upptekin af barnauppeldinu og matargerðinni :oþ

En þetta er ógurlega flott!!!! Alveg ÓGURLEGA!!!

Ég er að spá í að panta eitt svona borð fyrir mig. Með mynd af mér. Naktri!

Ylfa Mist Helgadóttir, 15.8.2007 kl. 15:06

9 Smámynd: Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir

Ylfa mín, hugsaðu þig vandlega um áður en þú óskar þér......hver veit nema ég geri borð jákvæðu húsfreyjunnar.  Með sultukrukku, myndavél, manni og börnum. 

Já og þið hinar takk fyrir 

Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir, 15.8.2007 kl. 15:55

10 Smámynd: Þórhildur Helga Þorleifsdóttir

Þetta er nú bara geggjað !!  Á hvað selur þú stykkið góan?? Eða ertu með námskeið..........ég á nefnilega nokkrar austfirskar steinflísar ofan úr fjalli ;)

Þórhildur Helga Þorleifsdóttir, 15.8.2007 kl. 18:55

11 Smámynd: Gló Magnaða

Allir ótrúlega hissa

Matthildur hefur alltaf verið snillingur.

Gló Magnaða, 15.8.2007 kl. 22:21

12 Smámynd: Steingrímur Rúnar Guðmundsson

magnað....

viltu að ég komi og sitji fyrir,,,,fyrir næsta borð hoho

Steingrímur Rúnar Guðmundsson, 16.8.2007 kl. 12:39

13 identicon

Sköpunargáfan og-gleðin eins og eldgos hjá minni eins og alltaf - hvernig væri annars að brjóta í eldgos næst?!   

Villa (IP-tala skráð) 16.8.2007 kl. 22:56

14 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Algerlega frábært...mér finnst að þú ættir að gera eitt borð til minningar um partý á heimavistinni. Þegar ég var t.d með bláa hárið??  Endilega haltu áfram þessari sköpun.það getur enginn lifað almennilega án þess að fá útrás fyrir þá gáfu segi ég nú bara.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 17.8.2007 kl. 21:00

15 identicon

Þetta er frá bært hjá þér.  Notarðu venjulega steypu í þetta?  Ertu líka að vinna í tré?

Kv

Birna (IP-tala skráð) 21.8.2007 kl. 08:52

16 Smámynd: Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir

Sæl Birna.  Ég nota venjulega flísa fúgu.  Ég vinn lítið sem ekkert í tré en Kristín systir mín vinnur töluvert í tré og gerði m.a. tréfólkið sem þú sér á myndunum.  

Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir, 21.8.2007 kl. 15:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband