18.8.2007 | 12:37
Er ég núna gift sjálfri mér.
Það eru ótrúlegir hlutir að gerast í mínu lífi þessa dagana. Gummi, þessi elska, er hættur að reykja. Síðan hann hætti hefur hann breyst. Hann er ofvirkur, kjaftfor og snöggur að reiðast. Hann er orðin eins og ég. Og það er rosalega erfitt að búa með honum. Okkur. Kona kemst ekki upp með neitt múður og öllum stælum og athugasemdum er samstundis svarað fullum hálsi. Ég hafði enga hugmynd um að fólk eins og ég væri svona erfitt í sambúð. Ég er búin að klípa mig fast í handlegginn svo ég veit að þetta er ekki draumur og ég hef líka litið í spegilinn og sá þar aðeins sjálfa mig þannig að ég er ennþá ég sjálf. Auðvitað er ég ánægð með minn mann því ég hef stundum bölvað reykingum hans í laumi, ja og einstöku sinnum á mjög opinskáan hátt, satt að segja. Þetta er bara svo erfitt. Erfitt fyrir mig sem á alveg að skilja hvað hann er að ganga í gegn um. Því ég hætti sjálf að reykja fyrir 10 árum nokkrum kílóum síðan. Það voru allt aðrir tímar. Pakkinn kostaði ekki nema þrjúhundruð kall og það var ekki búið að sanna eins vel hversu hættulegt er að reykja. Þá skellti ég hurðum og át eins og svín, en mér tókst að hætta. Vonandi gengur Gumma jafn vel en í þessum skrifuðu orðum er hann búinn að vera hættur í nærri fimm daga og á því 3000 krónur í sparnað. Við í fjölskyldunni bítum á jaxlinn og bölvum í hljóði. Fullviss um að þetta fari allt vel skellum okkur bara í skóagarferð eða berjamó.
Athugasemdir
Góður Gummi, já hitti skrattinn ömmu sína ?
Nei svo slæmt er það varla. Skemmtið ykkur vel í kveld í firði er kenndur er við dýr!
Gústi Snerpill (IP-tala skráð) 18.8.2007 kl. 12:51
Þú verður bara að ganga með veggjum mín kæra
þetta tekur smá tíma.
Það eru þrjú ár síðan ég hætti og ég held að
Gísli sé hættur að ganga með veggjum, ja sko allavega
út af því
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 18.8.2007 kl. 20:59
Gott hjá honum (og ykkur)! Baráttukveðjur!
Harpa J (IP-tala skráð) 19.8.2007 kl. 13:10
takk fyrir skemmtilegt partý á laugardag.. :-D
alltaf stuð í sveitinni
Linda Pé, 20.8.2007 kl. 08:58
Er stuna?
Ylfa Mist Helgadóttir, 20.8.2007 kl. 21:53
Hann var líka með einhverja brjálaða orku í sveitinni og vildi ekki hætta. Við í ömmuhúsi þurftum að berja hann af okkur svo við gætum farið að sofa.
Gló Magnaða, 20.8.2007 kl. 22:47
Já Ylfa sultan þín er algjör stuna og líf mitt allt ef út í það er farið. Ekki þreytuleg stuna heldur svona langt og gott andvarp, stuna.
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir, 20.8.2007 kl. 23:49
Hann Guðmundur Hjaltason, þessi ljúflingur ??? nebb trúi þessu ekki.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.8.2007 kl. 19:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.