Lubbinn 2007

Fyrir nokkrum árum nánar til tekið sumarið 2002 tókum við fjölskyldan okkur til og löguðum aðeins til í gömlu fjóshlöðunni heima í Alviðru.  Fyrsta árið átti þetta ekki að vera neitt meira en smá tiltekt svo við gætum flúið þangað inn ef útiloftið færi alveg með okkur, en ættarmót Alviðruættar var haldið þá um sumarið í Alviðru. Auðvitað vildum við hafa eitthvert stórt afdrep á ættaróðalinu sjálfu.  heimalingur og arinn Það segir sig sjálft að við gátum ekki stoppað fyrr en við vorum búin að henda út öllu rusli, setja glugga í, smíða borðin úr hlerunum, stóla úr rekaviði, svið úr gömlum brettum og hengja allar gersemarnar upp til að þær nytu sín.  Gömul verkfæri tengd landbúnaði og útgerð.  Horn og jafnvel hauskúpur af gömlum hrútum.  Sumir myndu sjálfsagt kalla þetta drasl en okkur hinum þykir sannast þarna að ef gömlu dóti er sýnd smá virðing og því raðað upp á nýtt eða úr því er smíðað fái þetta dót nýtt líf. 

Á hverju ári höfum við bætt við og lagfært og nú er svo komið að við höfum hellulagt og lagfært allt húsið.  lÚtkoman er frábær þó ég segi sjálf frá eins og sjá má á þessum myndum og fleiri sem ég hef sett í myndaalbúm hér.  Við höfum haft það að leiðarljósi við þessa iðju okkar að nota helst bara gamalt dót sem aðrir ætla að henda eða sækja okkur efnivið í geymslurnar í Alviðru þar sem pabbi geymir gullin sín.  Við systkinin höfum raunar oft gert grín að karlinum fyrir að vilja ekki henda neinu, en sáum loks gullið í draslinu. 

Það er alltaf gaman að búa til hluti og hanna, en að hanna hluti úr afgöngum er sérstök áskorun.  Árni Þór yngsti bróðir minn á líklega mestan heiðurinn en hann sýnir systir sinni þó þá virðingu að spyrja hana stundum ráða og með yfirgangi sem einungis er á færi eldri systra kem ég mínum hugmyndum líka að. Hann gerði til dæmis forláta ljósakrónu úr afskorningum frá 3X og gömlum netakúlum að ekki sé minnst á arininn góða sem eitt sinn var olíutankur. 

Árlega höfum við haldið góða og gamaldags veislu.  Þar koma sama vinir og vinnufélagar hver með sitt nesti til að grilla og skemmta sér svo lengi sem við nennum.  Oftast hefur húsið opnað um klukkan fjögur og síðasti maður hefur farið að sofa þegar klukkan er að ganga sjö um morguninn.  Öll árin höfum við verið heppin með veður enda brýnt að sanna mál okkar systkinanna um hversu gott verður er alltaf í Alviðru.  Þeir vissu sínu viti til forna þegar bænum var gefið nafn, enda þýðir Alviðra blíðviðri.  Í ár tókst vel til eins og venjulega, við skemmtum okkur, langt fram á morgun og viljum við þakka öllum fyrir komuna og vonumst til að sjá ykkur aftur að ári. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Og takk fyrir að bjóða mér ! Þetta var rosalega gaman.

gudrun (IP-tala skráð) 21.8.2007 kl. 00:15

2 Smámynd: Linda Pé

Tek undir það með Guðrúnu. Rosa gaman og flottar myndir... mikil gleði

Linda Pé, 21.8.2007 kl. 09:46

3 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Takk fyrir að bjóða mér líka. Viss um að það hefði verið rosalega gaman að koma :)

Þú veist... þurfti að vera heima að sinna fjölskyldunni... BÖRNUNUM!

Ylfa Mist Helgadóttir, 21.8.2007 kl. 09:49

4 Smámynd: Gló Magnaða

Ég segi nú bara eins og maðurinn sagði í fyrra þegar hann skreið frammúr:

Dudurudurudududuuu........

Gló Magnaða, 21.8.2007 kl. 12:56

5 Smámynd: Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir

Það eru komnar myndir inn á síðuna hans Palla Önnna, smellið hér.

Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir, 21.8.2007 kl. 20:47

6 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Alveg eruð þið nú mögnuð þarna fyrir vestan..ég er búin að skoða og skoða myndir og þetta er meiriháttar hjá ykkur Til hamingju..þarna eigið þið eflaust eftir að eiga margar góðar stundir.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 22.8.2007 kl. 20:04

7 identicon

Gaman ! frábært eru of lítil lýsingarorð yfir LUBBAN en ég fór öööögn fyrr að sofa en í fyrra og klikkaði þar! en hvað með þaðmaður syngur bara :duduruddudududududuuuuu

Greta Skúla (IP-tala skráð) 23.8.2007 kl. 17:07

8 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Hæ Matthildur takk fyrir að hleypa okkur inn í þennan heim ykkar,
Þetta er tær snilld eins og allt sem þið gerið.
Það er svo gaman að sjá myndir af fólki sem maður þekkir.
Katrín talar um að þið séuð mögnuð fyrir vestan, að sjálfsögðu
ef maður vill njóta sín í einhverju, þá gerir maður það og allir taka því vel.
Þetta er víða svona úti á landi.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 26.8.2007 kl. 12:46

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Vá hvað það var gaman að skoða þessar myndir, ég þekkti þarna meirihlutann, og þetta virðist vera rosalega notalegt.  Hvaða skilyrði þarf maður að uppfylla til að vera boðin á Lubban.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.8.2007 kl. 00:31

10 Smámynd: Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir

Reglurnar eru mjög flóknar og breytast eftir því sem okkur dettur í hug, eitt er þó algjört skilyrði.  Gestirnir verða að lofa að vera í góðu skapi.  Ég skal hér með bjóða þér á Lubbann á næsta ári Ásthildur mín.  

Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir, 27.8.2007 kl. 08:54

11 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk fyrir það, ég skal lofa að vera í góðu skapi

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.8.2007 kl. 09:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband