12.9.2007 | 23:01
Komum að fá æði
Það er alltaf jafn áhugavert þegar þjóðin fær æði fyrir einhverju eins og það var kallað þegar ég var unglingur. Fær eitthvað á heilann, verður heltekin, gagntekin.
Stundum eru einkennin væg eins og þegar við höldum að við munum kannski eiga möguleika á því að komast jafnvel í undanúrslit, í undirbúningskeppni í.... segum til dæmis, handbolta. Þá er þjóðin kát. Allir vita heilmikið um handbolta. Kunna reglurnar. Þekkja leikmennina. Vita betur. þykir jafnvel vænt um þá eins og þeir væru í okkar eigin fjölskyldu. Og ef við komumst í undanúrslit fyrir sjálfa úrslitakeppnina setjum við allt á annan endann og þá er gaman. Þá breytast jafnvel gamlir stofnfélagar í AMI, Antisportistafélgi Mennntaskólans á Ísafirði, í brjálaðar boltabullur. Það þekki ég af eigin raun.
Við erum ekki mörg, því er auðvelt að kveikja í okkur Íslendingum og æði getur gripið okkur vegna ólíkra fyrirbæra. Hvort sem um er að ræða útrás íslenskra auðmanna eða væntanlega frægð Íslenskrar poppstjörnu. Hver heldur til dæmis ekki með Íslensku auðmönnunum sem eru að kaupa upp Danmörku? Land okkar gömlu kúgara. Og munið ekki þegar við vöktum heilu og hálfu næturnar til að kjósa Magna í Súpernóva poppkeppni?
Í þessu ástandi finnum við vel að við erum þjóð. Stöndum saman. Við erum að vísu fljót að fá leið á æðinu, sérstaklega þegar við vinnum ekki, sem er víst oftast raunin. Þá er ekkert í stöðunni nema bíða eftir næsta æði. Og það er jafn víst og að sólin kemur aftur upp að við fáum nýtt æði.
Athugasemdir
ég fæ eurovisionæðið að sjálfsögðu einu sinni á ári, annars man ég ekki eftir neinum þjóðaræðum sem ég hef verið með í, kapítalistarnir mega allir fara norður og niður fyrir mér og ég kaus Magna t.d aldrei sem er náttúrulega til skammar!
halkatla, 12.9.2007 kl. 23:13
Jamm æði geta verið ansi æðisleg! Magnastuffið var bara brill. Er ekki stór handboltakeppni framundan? Eða er hún eftir áramót? Getum líka tekið svona fjölmiðlaæði eins og virðist ganga yfir okkur Vestfirðinga(sérstaklega þeirra sem ráða)
Svo er eitt enn æði sem ég mæli ekki með í miklu magni, en það er brjálæði!
Gústi Snerpill (IP-tala skráð) 12.9.2007 kl. 23:14
Heyrði einhvers staðar að fótboltinn hefði verið fundinn upp af aðalsmönnum í Englandi ( eða Skotlandi) til að skemmta almúganum , þá gerði hann ekki uppsteit á meðan.Krafðist ekki hærri launa og engin verkföll á dagskra. Fær dópamínið í líkamann og er ánægður með lífið fram að næsta leik. Er ekki smá vit í þessu ?
amma (IP-tala skráð) 13.9.2007 kl. 00:31
Ég beið alla greinina og hélt að þú ætlaðir að koma með hugmynd að næsta æði.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.9.2007 kl. 10:01
Það er í vinnslu
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir, 13.9.2007 kl. 10:29
Ég fæ aldrei Erovisionæði horfi samt alltaf á það með öðru auganu.
Mér hugnuðust Finnarnir vel þeir voru gegt cool.
Líkar ekki við Magna. Elska handbolta og flestar íþróttir og
formúlan er efst á lista hjá mér af akstursgreinum.
Enn það er afar auðvelt fyrir mig að sleppa þessu öllu
ef ég þarf að gera eitthvað annað.
Held að þetta sé rétt hjá ömmunni.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 13.9.2007 kl. 12:45
Ég var með Magna-ædi.
Ég hef svo sem ekki haft neitt sérstakt íþróttaæði þó svo að mér finnist gaman að flestum íþróttum.
Svo er ég með krónírskt Djamm-æði
Gló Magnaða, 13.9.2007 kl. 13:14
Ég er með æðiber í rassinum...er það ekki algert æði??? Kannski fær þjóðin bara æði fyrir mér næst!!!
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 13.9.2007 kl. 15:26
ég er með æði fyrir þér. Já og rifsberjahlaupi.
Ylfa Mist Helgadóttir, 13.9.2007 kl. 17:01
Er ekki bara málið að skella sér í ölæði niður á Langa?
Þ
Þórdís Einarsdóttir, 13.9.2007 kl. 19:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.