Að ganga fyrir horn, ekki keyra.

Hafið þið tekið eftir öllu fólkinu sem er með bílinn gróinn við afturendann á sér?  Ég á við þessa sem fara allt á bílnum,  í næstu götu eða jafnvel í þarnæsta hús.  Fólk sem tengir það að fara á milli staða ekki við fæturna á sér heldur við bílinn sinn.  Þeir sem eru virkilega illa haldnir, skilja bílana sína eftir í gangi helst upp á gangstéttinni beint fyrir framan, á meðan skroppið er inn í bakarí eða búð. 

Ég þekki margt svona fólk, til dæmis eina knáa bankakonu sem ég ætla raunar ekkert að vera að nafngreina hér,  en hún býr á Þingeyri og vinnur í Sparisjóðnum á Ísafirði.  Hún er þessi öra og drífandi týpa sem allt virðist geta og vílar ekki fyrir sér að hlaupa maraþon eða taka 50 armbeygjur með annarri hendi.  Ég sat með henni í kaffi á dögunum og hún þurfti að skreppa í ríkið, eins og gengur.  Auðvitað fór mín kona á bílnum sínum frá Langa Manga að ríkinu, sem eru sjálfsagt hátt í 50 metrar.   Vinnufélagar mínir í Snerpu fara flestirá bílnum í mat þó þeir ætli ekki mikið lengra en á næsta veitingastað.  Á Langa,  Fernandos eða Tai-Koon sem eru í tveggja mínútna göngufjarlægð.  Til að vera sanngjörn er þó rétt að benda á eina undantekningu, Bjössi fer aldrei á bílnum í mat. En Hann býr reyndar á hæðinni fyrir ofan Snerpu.  En þessir strákar eru auðvitað tölvunördar og ætla að viðhalda ímyndinni.  Ímyndinni um fölu og veiklulegu innipúkana í tölvugeiranum.  Rykfallin stígvélÞað er líka til fyrirmyndar fólk sem alltaf labbar. Einsog Eygló sem labbar í vinnu alla daga, hún er reyndar ekki með bílpróf, en það kemur í sama stað niður.  Ég tók líka eftir því að það er sprungið á trukknum hennar Grétu svo hún fer sjálfsagt að iðka holla útiveru í einhvern tíma. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Er þetta ekki einelti??

Þú bara nafngreinir hér fólk og blátt áfram hraunar yfir það!!??

Ég labba til dæmis EKKI í vinnuna en fæ ekki séð að það komi þér neitt sérstaklega við. Þaddna!

Annars líkar mér nýji persónulegi bloggstíllinn þinn... sjáumst í hádeginu á morgun elskulega. Þú færð linsubaunasúpu. Knúúúús...

Ylfa Mist Helgadóttir, 9.9.2007 kl. 19:33

2 identicon

Ég geng í vinnuna og í ríkið og á Langa Manga. Af hverju var ég ekki nafngreind ? Mér finnst að Gréta eigi að fara ríðandi um bæinn fyrst trukkurinn er sprungt. Nokkur hestöfl á þeim bænum er það ekki ?

amma (IP-tala skráð) 9.9.2007 kl. 19:38

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Einu sinni var ég að fara heim úr vinnunni, var þá í vinnu á Austuveginum, upp á gömlu bæjarskrifstofnum, þar sem ég er að bakka út úr stæðinu við Sjallan, kemur ekki kona hlaupandi, hún vann í Landsbankanum, viltu ekki skutla mér heim, sagði hún, veðrið er svo vont, hún bjó þá á Austurvegi 13.  Hehehehe... ég get bara ekki gleymt þessu.

En Eygló er náttúrulega hetja, það sá ég í drulluboltanum í sumar.  Og jamm Gréta á að skríða um bæinn, og kalla á Ésú í öðru hverju hnjáspori svona upp á sportið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.9.2007 kl. 20:07

4 identicon

Svo það varst þú sem hleyptir loftinu úr dekkinu ! það er ekkert sem þú gerir ekki til að fá mann í að LABBA.....

Hvernig dettur ykkur í hug að ég fari labbandi  eða hvað þá skríðandi , nei hættið nú alveg.....er ég ekki nógu lávaxinn fyrir ? En stelpur þegar maður á svona græju, halló.. það er eins gott að nota hann (ég meina bílinn) fyrst maður er að standa í því að reka þennan yndislega munað sem bíllin er.  Hann gerir lífið svo miklu einfaldara, svo er bara að stinga niður nokkrum grænum hríslum til að friða samviskuna.  

Gréta Skúla (IP-tala skráð) 9.9.2007 kl. 22:52

5 identicon

Bara að kvitta fyrir komuna, rambaði inn á síðuna þína, þú ert frábær penni.  

Bessa (IP-tala skráð) 10.9.2007 kl. 00:16

6 identicon

Þegar maður er með magnafslátt í Ríkinu,  þá er spurning hversu mikið er hægt að bera......þrátt fyrir hreysti.......hahaha...

Sú spræka frá Þingeyri..... (IP-tala skráð) 10.9.2007 kl. 14:10

7 Smámynd: Gló Magnaða

Og það er sko að mjög vel athuguðu máli að ég er ekki með bílpróf.

Kostirnir eru miklu fleiri en gallarnir.  Einn kostana er sá að maður gengur alltaf í vinnuna. Ég læt ykkur eftir að finna alla hina.

Gló Magnaða, 10.9.2007 kl. 14:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband