11.9.2007 | 00:11
Blæjur eru fyrir bíla ekki konur
Viðtal í Mogganum í dag við Ayaan Hirsi Ali fékk mig til að hugsa um þessa undarlegu áráttu múslimskra karla að ætlast til þess að múslimskar konur beri blæjur. Ég hef hugsað um þetta mál í mörg ár án afgerandi niðurstöðu. Og ef ég á að vera alveg hreinskilin, sem ég er gjarnan hvort sem ykkur líkar, hef ég átt erfitt með að ákveða hvort ég alfarið á móti þeim eða bara illa við þær. Ég hef ekki með nokkru móti getað skilið ástæðurnar fyrir þessum sið en hef aftur á móti viljað virða skoðanir og venjur annarra.
Í dag rann þetta upp fyrir mér og ég er ekki í neinum vafa lengur, allar þær upplýsingar sem ég hef viðað að mér í gegn um tíðina smullu. Leiðin að þessari niðurstöðu var ekki bein, augljós eða fljótfarin. Smá saman hef ég safnað í sarpinn við lestur skáldsagna svo sem Blindgötu í Kaíró, horft á sjónvarpsþætti, fréttir, las Arabíukonur Jóhönnu Kristjóns, Eve Ensler auk ótal annarra bóka, greina og spjallþráða á netinu.
Þessi krafa að konur hylji líkama sinn þegar hún er utan heimilis er til þess að aðrir karlmenn en "eigendur" hennar, faðir bróðir eða eiginmaður, geti ekki horft á hana. Af hverju? Jú karlmönnum gæti þótt hún falleg, girnileg og hjá þeim gætu vaknað lostafullar hugsanir. Það er auðvitað til of mikils mælst að karlmenn hafi stjórn á girndum sínum og því gráupplagt að hylja konuna. Þetta er tæki til að kúga þær og loka inn á sínu eigin heimili. Tæki til að viðhalda fáfræði. Tæki til að kúga konur. Ég segi nei við búrkum og blæjum.
Athugasemdir
Sé þig í hádeginu mín elskulega. Ég skal ekki vera í búrkunni. Bara fyrir þig.
Ylfa Mist Helgadóttir, 11.9.2007 kl. 08:29
Kannski er einfaldlega verið að fela konuna af því hún er svo ljót og eiginmaðurinn skammast sín fyrir hana, gæti það ekki bara verið?
Ég er annars hjartanlega sammála þér, konur eiga að sjást og hafa frelsi til að sjást og heyrast.
Þórdís
Þórdís Einarsdóttir, 11.9.2007 kl. 10:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.