11.9.2007 | 20:23
Það var skorað á mig að birta þetta
Þar sem ég er ein af þremur Íslendingum í félagi athyglissjúkra gat ég ekki annað en birt þessa undirskriftarsöfnun. En hún barst mér í tölvupósti síðdegis frá Halldóri Jónssyni og hef ég verið að berjast við löngunina að birta hana síðan.....og sem sagt tapaði.
Ágætu lesendur. Þær sorgarfréttir hafa borist að okkar ágætu Elínu Gestsdóttur hafi verið sagt upp störfum sem framkvæmdastjóri Fegurðarsamkeppni Íslands. Sem vonlegt er hefur þessi fregn valdið miklum óróa á helstu mörkuðum austan hafs og vestan í dag. Einkum hefur gengi hlutabréfa í snyrtivörufyrirtækjum lækkað, raunar hefur gengið þeirra hríðlækkað. Vonast er til þess að Seðlabanki Íslands grípi með sínum styrk inn í þessa atburðarás svo fegrunariðnaðurinn beri ekki varanlegan skaða af og það sem verra er, óróinn hafi ekki áhrif á gengi fyrirtækja er framleiða hráefni til snyrtivöruiðnaðarins svo sem lýsisfyrirtækja. Þó ýmsar aðgerðir á markaði geti mildað það áfall, sem orðið hefur við uppsögn Elínar, er ljóst að ekkert bæti það að fullu nema takist að ráða til keppninnar framkvæmdastjóra er fyllir skarð Elínar eða bætir um betur. Slíkir mannkostir eru ekki á hverju strái. Því er mjög mikilvægt að vinna hratt og örugglega í málinu landi og lýð til heilla. Nú er það svo að á landi voru er mannkostur sem léttilega getur leyst þann vanda sem upp er kominn, og rúmlega það. Afburðafólk er hins vegar einatt tregt í taumi og því grunar mig að einungis samtakamáttur þjóðarinnar skipi málum í rétt horf. Vestur á Ísafirði býr Matthildur Helgadóttir. Sú kona hefur um nokkurt skeið rekið veitingastað á Ísafirði í fágætri sátt við nágranna sína enda Ísfirðingar ekki þekktir af því að níða skóinn hver af öðrum. Matthildur er einnig mikill aðdáandi fegurðarsamkeppna og hefur fylgst með þeim um áratuga skeið af aðdáunarverðri nákvæmni. Munu ekki margir eiga í fórum sínum jafn viðamikið safn úrklippna af fegurðarsamkeppnum og hún. Kjólasafn hennar, úr fegurðarsamkeppnum, er einnig þekkt langt útfyrir landsteinana. Nú er tímabært að beisla þennan mikla áhuga Matthildar þjóð vorri til heilla. Því hafa nokkrir einlægir áhugamenn um fegurðarsamkeppni ákveðið að ýta úr vör undirskriftarsöfnun þar sem skorað verður á frú Matthildi að taka umrætt starf að sér. Nánari fréttir af málinu munu berast á öldum ljósvakans innan tíðar. Fyrir hönd félags íslenskra fegurðarljóma-FÍFLHalldór Jónsson
Athugasemdir
Skrifa heldur betur undir þetta ;)
Þórhildur Helga Þorleifsdóttir, 11.9.2007 kl. 20:34
Ég geri ráð fyrir því að hér fyrir vestan muni undirskriftarlistar liggja frammi á stöðum eins og Samkaup, Bónus, Bensínstöðinni, Sparkaupum, Kaupfélaginu á Hólmavík og víðar í fjórðungnum. Auðvitað munum við styðja okkar konu í þetta verkefni og ég er viss um að hún mun ekki skorast undan ef við tökum öll á og skorum á hana til þessara góða verkefnis.
Enda lýgur Halldór Jónsson engu frekar en venjulega t.d þegar hann skrifar: "Sú kona hefur um nokkurt skeið rekið veitingastað á Ísafirði í fágætri sátt við nágranna sína........" og einnig: "...er einnig mikill aðdáandi fegurðarsamkeppna og hefur fylgst með þeim um áratuga skeið af aðdáunarverðri nákvæmni."
Mikið vildi ég get verið einn af FÍFLA meðlimunum sem að baki þessu standa. Greinilega göfugur félagsskapur með stór hjörtu.
Hamar, 11.9.2007 kl. 20:47
Heheh ég man ekki betur en að ég hafi sótt um inngöngu í þetta ágæta félag, en eins og alþjóð veit, þá eru þessir þrír meðlimir, Halldór Jónsson, Matthildur Helgadóttir og Ólafur Helgi Kjartansson. En ég mun ekki gefast upp við að reyna allt til að komast inn, nema ef til vill að koma nakinn fram................................... og þó, ég birti nektarmynd af mér hér ekki alls fyrir löngu, gildir það ekki ???
Að öðru leyti tek ég undir hvert orð í þessari tilkynningu.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.9.2007 kl. 21:20
Mitt atkvæði er í ísafjarðarhöfn!!!!! Já algerlega!!!!
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 11.9.2007 kl. 22:26
Elskan mín, kvitta undir þetta eins og skot. Fæ ég ekki lista með mér út í Vík??
Katrín, 11.9.2007 kl. 23:55
Búin að skrifa undir. Hlakka til að sjá þig í kastljósinu útskýra afhverju bikinirakstur er nauðsynlegur í sundbolaröltinu á sviðinu.
amma (IP-tala skráð) 12.9.2007 kl. 00:11
Loksins er eitt hvað af viti að gerast !
Auðvita förum við mubluranar á Langa Manga af stað með undirskrift og skipuleggjum framboð þitt í þetta. það er ekki spurning um hvort Matthildur væri til heldur áhún að fara með framkvæmdarstjórn fegurðarsamkeppna hér á landi þar sem hún hefur nú þegar mikla reynslu í að halda slíkar keppnir. En eins og allir vita þá var gerð kvikmynd um eina af keppnunum sem hún stýrði og stjórnarði, verður sú kvikmynd frumsýnd á kvikmyndahátíðinni núna 5. okt næstkomandi í borg óttans. Fegurðar stuðull hennar er einnig með endemum vel út hugsaður og hefur hún stúderað allt um málin sem eiga að vera á t.d barmi, mitti og mjöðmun einnig er hún með herra málin á hreinu en hefur ekki enn vilja gefa þau upp né hvað sé mælt.
Ég styð þetta heilshugar og vonast eftir að rekast á undirskriftalista sem fyrst því fegurð sem rétt er metinn er mun meira spennandi en þessir listar sem liggja frammi um t.d vegagerð og fleira
Gréta Skúla (IP-tala skráð) 12.9.2007 kl. 19:40
Er hægt að skrifa undir hérna í suðvesturrokrassgatinu?
Þórdís
Þórdís Einarsdóttir, 13.9.2007 kl. 19:53
Frúin skellir að sjálfsögðu upp netlista fyrir þá sem búa utan stór-Ísfjarðarsvæðisins!
Harpa J (IP-tala skráð) 14.9.2007 kl. 14:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.