Broslegar prentvillur eða sagan af fear og fair

Það er stórlega ofmetið fyrirbæri að gera aldrei vitleysur.  Þetta segi ég ekki bara til að afsaka og réttlæta mín örfáu mistök á prenti sem annars staðar.  En ég verð víst að játa á mig nokkrar villur  vegna þess að ég er að upplagi ofvirk, lesblind og skrifblind.  Fyrir utan alla ismana sem hrjá mig og ekki hefur fundist nafn á ennþá. Nei, ég hóf máls á þessu vegna þess að dæmin sanna hið gagnstæði villur geta verið mjög skemmtilegar og gefandi.  Ég skal nú segja ykkur eina litla sanna sögu af broslegum prentvillum.

Ég keypti kaffibaunir á ferð minni um miðbæ Reykjavíkur um daginn í búð sem kallast Fair Trade. Þetta er búð sem hjálpar okkur feitum og ríkum vesturlandabúum fá minni móral yfir því að góðæri okkar byggist á því að arðræna s.k. þriðja heim.  Allt um það, kaffið er lífrænt ræktað mjög gott og af því ég er svo bæði kaffi og netkerling með urlin á hreinu ákvað ég að skoða þetta nánar. Sló inn http://feartrade.com varð að vísu undrandi á þessum strút sem stakk höfðinu í sandinn á forsíðuunni en hélt ótrauð áfram smellti á strútinn og uppgötvaði þá fyrst að ég hafði skriplað á lyklaborðinu.  Ég leit flóttalega í kring um mig, skömmustuleg, og ætlaði ekki að segja nokkrum manni frá þessu.  En svo var þetta of kjánalegt til að þegja yfir því.

Það er ekki sama hvort þú ert að tala um fear eða fair.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Múahahahahahahaha!!!

Hvernig ferðu að því að skrifa þessa færslu klukkan 12:38??? Þá varstu í mat á Langa Manga!

Ylfa Mist Helgadóttir, 18.9.2007 kl. 13:19

2 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

....istinn þinn.

Ylfa Mist Helgadóttir, 18.9.2007 kl. 13:20

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hehehehehe...

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.9.2007 kl. 08:27

4 Smámynd: Gló Magnaða

Skil ekki svona útlensku......... Eins og hummus???  hver veit hver fjandinn það er?  

Gló Magnaða, 20.9.2007 kl. 11:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband