14.9.2007 | 19:32
Hrós vikunnar
Sumir hafa bent mér á að ég hrósi ekki nægilega mikið. Þetta er auðvitað helbert kjaftæði ég hrósa oft þegar ég er ánægð með eitthvað. Eða ég er í það minnsta ekki ein af þessum sem aldrei hrósar neinum. Þegar ég fór í huganum yfir þau mörgu hrós sem ég hef dreift undanfarið komst ég að því að mér er svo eðlilegt létt að hrósa að ég man hreinlega ekki eftir síðasta hrósi. Ótrúlega gleymin kona.
Sum, þessi sem aldrei hrósa neinum, hafa afsakanirnar á lager. Þau segja gjarnan eitthvað á þá leið að það sé nú alveg augljóst þegar þau séu ánægð og því ekki nein þörf á því að nefna það sérstaklega. Eða, fólk gæti farið að halda að það sé eitthvað. Ég er sem betur fer ekki ein af þeim.
En, af því ég er með skipulags og skrásetningar áráttu og með léttan snert af markmiðasetningar áráttu, ætla ég hrósa vikulega. Já ég ætla að setja mér markmið. Taka upp á nýbreytni að hrósa hér á blogginu mínu einhverju eða einhverjum í hverri viku.
Hrós vikunnar fer að þessu sinni til til ríkisstjórnar Íslands sem ætlar að aumkvast yfir okkur skrælingjana hérna úti á landi. Hún ætlar að gefa okkur til baka brot af því sem hún hefur tekið í gegn um árin. Takk takk.
Athugasemdir
Matthildur, ertu alveg viss ?
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.9.2007 kl. 20:00
Ég spyr líka , ertu alveg viss ?
amma (IP-tala skráð) 14.9.2007 kl. 21:39
Ég hlýt að spyrja mig.
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir, 14.9.2007 kl. 22:34
Yndisleg ertu ef húmorinn er ekki í lagi hjá þér
Ja, þá engum.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 15.9.2007 kl. 18:16
Ég hrósa þér fyrir að hrósa öðrum
Fulltrúi fólksins, 15.9.2007 kl. 18:42
Þú hrósar mér alltaf fyrir matinn.... :)
Ylfa Mist Helgadóttir, 16.9.2007 kl. 21:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.